Samvinnan - 01.08.1967, Qupperneq 51

Samvinnan - 01.08.1967, Qupperneq 51
ein tíu bindi. Þó hugsjón Laxness um fagurt mannlíf sé fólgin í óvirkri afstöðu til þjóðfélagsins, þeim innri styrk sem umber hégóma heimsins og virðir að vett- ugi alla viðleitni til að bæta veröldina eða breyta mönnunum, má segja að lífs- ferill skáldsins sé í veigamiklum atriðum afneitun þessarar hugsjónar. Hér kemur í Ijós skemmtileg þversögn, sem mér finnst allrar athygli verð, því hún er í rauninni lykillinn að lífsverki skáldsins. Þegar litið er yfir lífsferil hans verður ljóst, að hann hefur í andlegu tilliti lifað ákaflega stormasama ævi. Hann hefur verið áhrifagjarn, látið hrífast af stórum hugmyndum og hugsjónum, tvívegis gefið sig heilshugar á vald máttugum hug- myndakerfum, kaþólsku kirkjunni og marxismanum, og í þæði skiptin gengið af trúnni. Hann hefur verið skapheitur og stundum hatramur baráttumaður fyrir mönnum og málefnum, sem hann vill ekki lengur kannast við. Hann hefur í senn háð harða glímu við vandamál þeirrar listar, sem hann helgaði krafta sína, og þess mannfélags sem hann lifði í og stríddi gegn. Þessi barátta á tvennum vígstöðvum virðist ekki hafa dregið úr honum mátt, heldur þvert á móti eflt hann til átaka. Ég tel ekkert vafamál að marxisminn hafi verið honum mikill afl- gjafi fram yfir seinni heimsstyrjöld, beint skáldskap hans í þann farveg strangrar þjóðfélagsádeilu sem er einn höfuðstyrk- ur skáldsagnanna fjögurra sem hann samdi á árunum 1931—46. Óhætt mun að ganga útfrá því sem vísu, að frjósemd og fjölbreytni skáldsins Halldórs Laxness eigi fyrst og fremst ræt- ur að rekja til þess, að hann var ævin- lega opinn fyrir öllum áhrifum. Heimur- inn og allt sem þar gerðist orkaði sterkt á hann. Hann var einsog opin kvika, gaf sig á vald svimandi hrifningu og varð fyrir sárustu vonbrigðum. Þessi opna af- staða gagnvart umhverfinu, hrifnæmið og ástríðufull forvitnin, voru að mínu viti farsælustu eiginleikar skáldsins, gerð” honum kleift að kanna fleiri svið og ksf'1 dýDra en hefði hann verið innhverfur eð" lokað sig inni í fílabeinsturni. En bað hlýtur einnig að hafa verið ákaflega lýi- andi, tekið á taugarnar — og var bá nokkuð eðlilegra en að dýrasti draumur skáldsins yrði draumurinn um þá óhagg- anlegu staðfestu, það himneska kæríng- arleysi sem menn einsog Steinar í Hlíð- um. Björn í Brekkukoti, organistinn og Ólafur Kárason eiga í svo ríkum mæli? Þetta eru vitanlega getsakir einar og óvíst að þær greiði úr bversögninni. en Halldór hefur einhverstaðar látið svo um- mælt að hann berðist fvrir fullkomn” bjóðfélagi þráttfyrir að honum væri lióst að í fullkomnu bióðfélagi ættu rit- höfundar ekki framar neinu hlutverki gegna. Á sama hátt hefur hann senni- lega unnmálað mannshugsjón sína í fullr’ vitund bess, að einstaklingarnir sem b'if'- klætt hana holdi í skáldverkum harc mundu aldrei hafa staðið við hlið hans ■' bióðmálabaráttunni. Svona getur skáldskapurinn verið hlá- lega ósamkvæmur mannlífinu. s-a-m. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.