Samvinnan - 01.08.1967, Page 57

Samvinnan - 01.08.1967, Page 57
Þrjú Ijóð Hannes Pétursson 0 sjálfumglaða oftrú, Söngfuglamál hugðist ég nema og ná á mitt vald mýkt steinsins herzlu vatnsins. Hugöist hverfa burt að heyra grös landsins gróa sjá þögn fjallanna. Ég sit hér enn viö gluggann sæki í dagblöðin vizku. Seint er ég á ferð. Farnir vegir og stígar liðast um dali og fell og fundið hvert vað. Alþakinn nöfnum og sögnum er sérhver staður, ég horfist í augu við aðra tíma á öllum leiðum og nem rödd þeirra, einnig hér þar sem háfjöllin skipast í raðir og sigla inn sandana breiða svalblá og heið sköruð mjallhvítum skjöldum. Að glugga mínum hníga hljóðar öldur — úr fjarska: köld stjarnljós í kyrru náttmyrkri — að glugga mínum: strönd minni Umvafinn lífi ást, hamingju gleður mig og seiðir mjg hið glitofna myrkur. Einn vaki ég. Klukkurnar slá. Inn yfir strönd mína óvissa nótt óvissan dag mun náttmyrkrið streyma — ekki-stöðvast eins og nú á björtum glugga mínum en bylgjast hingað inn. Afhjúpað Ijósum sínum lokar það augum mínum. Myrkrið og stjörnurnar kveðjast.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.