Samvinnan - 01.08.1967, Síða 65

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 65
þýðuflokkurinn endurfæddur, hrista af sér farg og ganga gunnreifur til nýrrar sóknar. Um miðnætti hófst athöfnin. Meiri hluti tillögunefndar um formanns- og stjórnarkjör, undir forystu Braga Sigur- jónssonar á Akureyri, lagði til, að Hanni- bal Valdimarsson yrði kjörinn formaður flokksins. Ekki hafði heldur náðst neitt samkomulag í nefndinni um aðra mið- stjórnarmenn, og voru því engar tillögur gerðar um þá í það sinn. Atkvæðagreiðsla fór því næst fram. Hannibal Valdimars- son var kjörinn formaður Alþýðuflokks- ins með 47 atkvæðum; ég fékk 38. Dóm- urinn var þar með fallinn og farginu létt af flokknum; brautin opin til þeirrar björtu framtíðar, sem honum var heitið, er hann væri laus við forystu mína. í þessu sambandi dettur mér í hug, að þegar Vilhjálmur Þýzkalandskeisari ann- ar tók við völdum, mælti hann: „Ich fiihre Euch herrlichen Zeiten entgegen,“ („Ég mun leiða yður mót glæstri fram- tíð“). Sögufróðir menn muna, hver fram- tíð Þýzkalands varð undir stjórn Vil- hjálms annars. En þegar Hannibal og félagar hans tóku við stjórn Alþýðu- flokksins á miðri skammdegisnóttu 1952, voru fyrirheit þeirra keimlík því, sem Vil- hjálmur annar gaf við valdatöku sína, enda efndirnar ósköp líkar. í sambandi við kosningu Hannibals til formanns fyrir Alþýðuflokkinn þykir mér rétt að geta þess, að Benedikt Gröndal ritstjóri var einn þeirra, sem studdu Hannibal við formannskjörið, gerðist meira að segja varaformaður hans. En ekki entist traust Gröndals og stuðning- ur við Hannibal einu sinni út kjörtímabil- ið, enda sannfærði góð greind hans hann fljótt um það, að það hefðu verið mikil mistök að velja Hannibal til flokksfor- mennsku. Segir Gröndal svo um það í grein, er hann ritaði í afmælisblað Al- þýðuflokksins 12. marz 1966: „Ekki tókst honum betur stjórnin en svo, að hann lenti í deilum við nánustu samstarfsmenn sína í framkvæmdastjórn og miðstjórn. Hannibal kunni ekki að vinna með öðrum eða hafa samráð við einn eða neinn, heldur sat hann sem rit- stjóri Alþýðublaðsins í Alþýðuhúsinu og bjó til stefnu flokksins jafnharðan og hann skrifaði leiðara! . . . Klofningur Hannibals verður að teljast persónulegt ævintýri, en það reyndist Alþýðuflokkn- um engu að síður alvarlegt.“ Sú mun og hafa orðið skoðun ærið margra fleiri en Benedikts Gröndals. Undir eins og úrslit formannskjörsins 1952 urðu kunn, ráðfærði ég mig við þá Harald Guðmundsson, Emil Jónsson, Guðmund í. Guðmundsson og Guðmund R. Oddsson um það, hvort ég ætti að taka við kosningu í miðstjórn, ef ég yrði kosinn í hana. Kváðust þeir sjálfir mundu neita því algerlega að vera í kjöri til mið- stjórnar eftir það, sem skeð væri. Kom þá auðvitað ekki til mála, að ég tæki heldur sæti í miðstjórn, þótt ég ætti þess kost, þegar nánustu samstarfsmenn mín- ir, vinir og félagar neituðu að gera það. Var þvi sýnilegt, að margir þeir, sem lengst og bezt höfðu unnið með mér í miðstjórn flokksins, myndu hverfa þaðan um leið og ég léti af formannsstörfum. Ég get ekki neitað því, að undir niðri þótti mér öðrum þræði vænt um þá sam- heldni, vináttu og traust, sem lýsti sér í þessum ákvörðunum vina minna. Hins vegar leizt mér ekki á það flokksins vegna, að svo margar traustar stoðir hans hyrfu samtímis fyrir öðrum miklu veikari og vanmáttugri. Kosningum í miðstjórn lauk þannig, að tíu konur og karlar, sem bæði lengi og vel höfðu starfað þar, neituðu að eiga sæti þar áfram. Að vísu mun þeim ekki öllum hafa verið ætlað sæti þar af hinum nýja meirihluta. En á það reyndi aldrei. Það var einhver ömurlegur upplausn- arblær yfir þessum næturfundi. Áköfustu stuðningsmenn Hannibals Valdimarsson- ar virtust að vísu glaðir og gunnreifir. En á ýmsum öðrum í því liði mátti sjá áhyggjur, ótta og óvissu. Enn aðrir þing- fulltrúar voru bæði sárir og hnuggnir, og ég dyl það ekki, að ég var í hópi þeirra. í hugum sumra mun og hafa sollið heift. En eitt er víst og áreiðanlegt, að þessu flokksþingi lauk á sögulegan hátt. Nýr þáttur í sögu Alþýðuflokksins og ævisögu minni var að hefjast. Nýir menn höfðu axlað skikkjur okkar margra, sem eldri vorum og lengst höfðum staðið í stríðinu. Er það að vísu ekki annað en venjulegur gangur lífsins. En satt að segja hafði ég hugsað mér brottför mína með nokkuð öðrum og ánægjulegri hætti. Þegar æsingar lokafimdarins á flokks- þinginu höfðu hjaðnað og ró færzt yfir skapsmuni mína og annarra, tók ég að velta því fyrir mér, hvað valdið hefði þessum úrslitum. Reis þá fyrst upp í huga mér sú spurning, hvort ég hefði unnið til þess, að fráför mín yrði með þessum hætti og fyrr en ég hafði ætlað. Þóttist ég þá sjá, að ýmislegt hefði skort á það, að ég hefði unnið nógu mikið og nógu vel fyrir flokk minn. Ég hefði getað sótt fleiri flokksfundi úti um land og ferðazt meira meðal flokksmanna. Ég hefði stundum tekið ákvarðanir án þess að ráðfæra mig við nægilega marga flokksmenn mína. Stundum ekki hugsað nóg um það, að aðrir flokksmenn fengju notið sín og látið til sín taka. Stundum kannski verið of einþykkur, en önnur skipti of eftirgefan- legur. Mér var fyllilega ljóst, að ég hefði gert margar skyssur, sem sumar kynnu að hafa skaðað flokk minn og vakið skilj- anlega gremju flokksbræðra minna. Mér datt í hug gauragangurinn í sambandi við stofnun sölumiðstöðvar sænskra framleiðenda hér á landi, sem ég hafði staðið að skömmu eftir að ég kom heim úr opinberum samningum um viðskipti íslands og Svíþjóðar. Ég sá það þá um seinan, að ég hafði gert glappaskot, sem auðveldlega gat gert mig tortryggilegan, enda þótt ekkert vekti fyrir mér annað en það að auka viðskipti íslands og Sví- þjóðar og dytti aldrei í hug að hafa af því eyrishagnað, enda hafði ég það ekki. En engu að síður var hægt að nota þetta til árása á mig, og það var óspart gert eins og við mátti búast. Þóttust einkum kommúnistar hafa fengið mikinn drátt á færi sín, enda voru árásir þeirra ofsa- legar. — Ég fékk síðar að vita, að þegar hljóðbært varð um stofnun þessarar sölu- miðstöðvar, — ég var þá staddur í Kaup- mannahöfn sem einn af fulltrúum ís- lands við samninga út af niðurfellingu sambandslaganna, — hefði Brynjólfur Bjarnason, sem þá var menntamálaráð- herra, snúið sér til Ólafs Thors forsætis- ráðherra og gert þá kröfu, að ríkisstjórn- in kallaði mig tafarlaust heim og svipti mig samningsumboði, helzt öllum trúnað- arstörfum, er hún réði yfir. Ef gilt hefðu hér rússneskar réttarvenjur, hefði sjálf- sagt ekki einu sinni verið látið við það sitja. En Ólafur Thors tók málaumleitun Brynjólfs svo fjarri, að hann fékk engum ofsóknum fram komið. En það voru ekki aðeins kommúnistar, sem lögðu mér þetta til lasts. Innan ann- arra flokka gengu einnig alls konar sögur og hvíslingar. Jafnvel í Alþýðuflokknum var mikið talað um þetta og ekki allt af vinsemd um mig, þótt fátt af því bærist mér beint til eyrna. Var það og ekkert undarlegt, þótt óvildarmenn mínir innan flokksins notuðu sér þetta tækifæri, sem ég hafði gefið þeim með gáleysi mínu. En einni dýrmætri reynslu varð ég ríkari af þessum mistökum. Ég sá eftir þaö miklu betur en áður, hverjir það voru innan flokksins, sem báru fullt traust til mín, sem sýndu mér drengskap, tryggð og skilning, og hverjir hinir, sem fúsir voru að leggja flestar athafnir mínar út á verra veg. 65

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.