Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 8
Að fá upplýsingar um ,,við- kvæm mál“ á íslandi getur verið talsverðum erfiðleikum bundið. Um þau er að jafnaði reistur þagnarmúr sem seinlegt getur reynzt að rjúfa, ef það er þá yfirleitt gerlegt. Þegar ég reyndi að afla mér upplýsinga hjá hlutaðeigandi aðiljum um málið sem er til umræðu í þessu hefti Samvinnunnar, friðun Þingvalla, rakst ég á þagnarmúrinn. í rúman mán- uð reyndi ég svo að segja daglega að ná tali af framkvæmdastjóra Þing- vallanefndar, sem jafnframt er húsameistari ríkisins, en hann var aldrei viðlátinn, ýmist „nýgenginn út“ eða ,,á fundi“, og er hörmulegt til þess að vita hve störfum hlaðnir íslenzkir embættismenn eru orðnir. Loks sneri ég mér til skrifstofustjórans, Þorsteins Sveinssonar, en hann taldi sig ekki geta veitt mér neitt liðsinni, vildi ekki láta uppi nöfn þeirra manna sem eiga bústaði innan þjóðgarðs (,,Ég býst ekki við að þeir kæri sig um það,“ sagði hann) og taldi af og frá að ég fengi að líta í gerðabók Þingvallanefndar. Múrinn var þannig órjúfanlegur á þessum stað. Vegna anna utanríkisráðherra, sem er formaður Þingvallanefndar, náði ég ekki tali af honum áður en hann fór vestur um haf á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, og hitti hann ekki fyrr en siðla í október (eftir að þetta hefti var fullbúið til prentunar). Hann kvaðst ekki geta leyft mér að hnýsast í gerðabók Þingvallanefndar nema með samþykki nefnd- arinnar allrar, og sama máli gegndi um leyfi til að birta uppdrátt af sumarbústaðasvæðinu í Gjábakkalandi. Bæði Emil Jónsson og Sigurður Bjarnason frá Vigur kváðust persónulega ekki hafa neitt við það að at- huga, að uppdrátturinn væri birtur, en til þess þyrfti leyfi nefndarinnar allrar — og vitaskuld var vonlaust að bíða eftir því! Emil Jónsson féllst hinsvegar á að ræða við mig og svara nokkrum spurningum — ekki fyrir hönd nefndarinnar, sagði hann, heldur sem einstaklingur. Varðandi þau ummæli í greinargerð fyrir frumvarpi til laga um náttúruvernd, að ráð sé fyrir því gert að mikil samvinna takist milli Þingvallanefndar og Náttúruverndarráðs, kvað hann reyndina hafa orðið aðra, samstarfið hefði verið lítið undanfarinn áratug, endaþótt sjálfsagt væri að taka við ábendingum ráðsins. Hann kvað Þingvalla- nefnd ekki hafa svarað tilmælum Náttúruverndarráðs um að fresta ákvörðun um úthlutun lóða I Gjábakkalandi, enda væri ákvörðun um þá úthlutun gömul. Hann sagði að ekki hefði verið auglýst eftir um- sóknum um lóðir í Gjábakkalandi, heldur hefðu umsóknir borizt sjálf- krafa, en ekki yrðu að sinni leyfðir fleiri sumarbústaðir en þeir 24 sem úthlutað hefði verið. Lóðirnar í Gjábakkalandi eru leigðar til 30 ára. Emil Jónsson lagði áherzlu á, að bústaðirnir i Gjábakkalandi mundu á engan hátt skerða „fegurð og tign hins friðlýsta svæðis á Þingvöllum," því flestir þeirra sæjust ekki þaðan. Hann kvaðst telja sjálfsagt að verða við óskum manna um löriB:ijndir sumarbústaði á Þingvöllum eftir þvi sem kostur væri, og hefði frá upphafi verið reynt að verða við slíkum óskum. Þegar ræðan barst að bústöðum innan þjóðgarðs, kvað Emil Jónsson fyrirrennara sína í Þingvallanefnd bera ábyrgð á þeim, og þá einkum Jónas Jónsson frá Hriflu. Hefði sú ráðstöfun að leyfa sumarbústaði á sjálfu þjóðgarðssvæðinu verið miklu alvarlegri en það sem gerzt hefði í Gjábakkalandi — þeir sem það hefðu gert væru hinir raunverulegu sökudólgar. Þegar hann var spurður um tvo nýja bústaði, sem nú eru í byggingu innan þjóðgarðs, og úrslitakostina sem eigendur þeirra fengu frá Þingvallanefnd í fyrra, kvað hann vera um það skýrar reglur, að taka bæri lóðir af þeim mönnum sem ekki byggðu á þeim innan tiltekins tíma. Hann kvaðst ekki muna hvernig skilmálum varðandi lóðir innan þjóðgarðs væri háttað, en var þeirrar skoðunar að ekki yrði hægt að losna við þessa bústaði. Emil Jónsson tók fram, að Þingvellir væru ekki þjóðgarður í venju- legum skilningi, heldur lögverndaður sögustaður, og því skipti það ósköp litlu máli hvort þeir væru á alþjóðaskrá yfir þjóðgarða eða ekki. Hinsvegar væri eðlilegt að Þingvallanefnd hefði góða samvinnu við Náttúruverndarráð. Hann vildi ekki svara þeirri spurningu, hvort rétt væri eða æskilegt, að iítill hópur manna hefði umráðarétt yfir sam- eiginlegu landi allrar þjóðarinnar á Þingvöllum og gæti jafnvel meinað mönnum aðgang að öllu vestanverðu Þingvallavatni. Ég geri ráð fyrir að sjónarmið Emils Jónssonar séu í stórum dráttum samhljóða sjónarmiðum Þingvallanefndar, og því er tilhlýðilegt og rétt, að þau komi hér fram til mótvægis við þau sjónarmið sem fram koma í öðrum greinum heftisins, og mun óhætt að leggja það undir dóm þjóðarinnar, hvor málstaðurinn sé heilbrigðari og þjóðhollari, sá sem stefnir að aukinni friðun og helgi Þingvalla og nágrennis þeirra eða hinn sem lætur stundarhagsmuni nokkurra gæðinga sitja i fyrirrúmi fyrir hagsmunum alþjóðar. s-a-m. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.