Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 49
vik fyrir þá, sem gera sig ekki ánægða með mótið. Þeir leita inn á við, og því varð róm- antíkin með öllu sínu grufli inn á við og aftur í aldir freist- andi vin. Höfundarnir voru sprottnir upp úr þessu þjóð- félagi og voru þó utan þess á vissan hátt, lifðu í fantasíunni og gerðu sér heima úr henni. Þessi togstreita milli höfundar og þjóðfélags lifði rómantík- ina og lifir ennþá. Heimspekin ýtti ekki lítið undir þessa þró- un á fyrri hluta 19. aldar. Þeg- ar Kant hafði lýst háspekina ómegnuga, liðu vart tuttugu og fimm ár áður en „Pháno- menologie des Geistes“ eftir Hegel kom út. Og síðan kom löng runa minni spámanna, sem reistu hátimbraða speki á kenningum hans, sem er fram- ar öðru mjög bundin þýzku og þýzkum orðhugmyndum, sem stundum er mjög erfitt að botna í og fá glögg skil á. Þótt Kant rændi menn háspekinni, veitti hann mönnum trú á manninn og tækifæri til þroska hans í framtíð. „Mannleg virð- ing“, frelsi mannsins, og sam- kvæmt kenningum Kants er það andi mannsins, sem skynj- ar og mótar þar með náttúru- lögmálin. Og þessi tækifæri voru óspart notuð. Þótt Kant væri rationalisti, reisa róman- tískir höfundar kenningar sín- ar á skoðunum hans. „Hugsjón- ir, eðli, örlög og æðri tilgang- ur“: þessi orð voru ekki spöruð af rómantíkerum og heimspek- ingum þeirra. Þessi leikur með orð fjarlægði höfundana þeim, sem urðu að hafa eða höfðu ákveðna merkingu í þeim orðum er þeir notuðu. „Æðri tilgangur þýzks þjóð- ernis“ og keimlík della féll ekki í jarðveg almennings á Þýzka- landi fyrr en kemur fram á 20. öld. Sumir vilja álíta að þörf Þjóðverja fyrir styrka stjórn og hlýðni þeirra við yfirvöldin stafi bæði af ótta við þjóðfé- lagsleg átök og togstreitu, og einnig af vangetu þeirra til þess að leysa slík mál á heppi- legan hátt. Skáldin flýja því frá þjóðfélagslegum vandamál- um og byggja sér heim fjarri dægurþrasi. Þau gera sér „út- ópíur“, en allar „útópíur“ hljóta að standa og falla með meiri eða minni harðstjórn. Stjórn, sem létti stjórnmála- áhyggjum af mönnum, var því freistandi. Þýzkt skólakerfi hef- ur til skamms tíma verið mið- að við það öðrum þræði að skerpa muninn á „eigin and- legri veröld“ og „hversdagstil- verunni", sem þýðir dægur- þras, brauðstrit og eðlileg sam- skipti manna. Þessi gjá milli hins andlega og veraldlega er meir áberandi með þýzkum skáldum og rithöfundum á Þýzkalandi en annarsstaðar; það er ekki fyrr en með síðustu rithöfundakynslóð, sem örlar á skilningi á hættunni sem þessu er samfara. Hlutleysi og afskiptaleysi um stjórnmál var eitt einkenni þeirra, sem lifðu í „andlegri veröld“ sniðinni frá raunveru- leikanum, en þegar slíkt á sér stað byggja menn sér gjarn- an hugsjónaheima, sem eflast í einangrun og taka á sig hin- ar furðulegustu myndir. Þjóð- ernishysterían er þannig upp komin, rökstudd með heim- spekilegri hugsjónavellu og frösum, eins og sögulegri nauð- syn og sögulegu hlutverki þýzkrar þjóðar. Heimspekin og hugsjónirnar hafa verið kveikjan i þýzkri sögu allt frá rómantíkinni. Afstaða höfund- anna var alltaf of eða van; sumir neituðu algjörlega öllum afskiptum af veraldlegri tog- streitu, aðrir litu þessa tog- streitu og stjórnmál upphöfn- um skilningi og lögðu til mál- anna hugsjónalegt eldsneyti, sem magnaði elda þjóðernis- kenndar og trúna á sögulegt hlutverk þjóðarinnar. Aðrir höfundar sáu þó ýmsar blikur á lofti. Goethe virðist hafa séð þá hættu, sem bjó í rómantískri þjóðernisvakn- ingu, sem og kom á daginn. Margir höfundar voru and- stæðir þýzkri þjóðernisstefnu, og meðal þeirra voru þeir, sem gagnrýndu hana hvað hvass- ast og þar með þýzkt mikil- mennskubrjálæði. Oft voru þeir að gagnrýna það Þýzka- land, sem bjó í þeim sjálfum, eins og oft vill verða. Goethe, Hölderlin, Heine, Nietzsche, Hermann Hesse og Thomas Mann voru raddirnar í eyði- mörkinni. Heimspekingar og skáld áttu mikinn þátt í að blása út þjóðernisstefnuna með því að réttlæta hana sem sögu- lega nauðsyn, en söguleg nauð- syn var meðvitað og stundum ómeðvitað ekkert annað en hrá þýzk útþenslustefna undir fölsku nafni. Þessar kenning- ar fundu hljómgrunn meðal flestra stétta á Þýzkalandi. Vaxandi iðnaður og velmegun ýttu undir stórveldisdraumana, og þýzk vísindi og tækni ruddu þeirri skoðun braut, að Þjóð- verjar stæðu öðrum þjóðum framar. Sumir vilja skýra þessa einkennilegu togstreitu með því, að afstaða manna þar í landi markist af mismunandi hugsunarhætti, „austrænum" og „vestrænum", og vilja leggja þá merkingu í orðin, að „austræni“ hugsunarhátturinn einkennist af óræðum kennd- um, dulrænu rjátli og þjóðern- isþrugli í vúlgær-rómantísk- um stíl (Heine kallaði aðdá- endur Germana „tevtónska brjálæðinga“ á sínum tíma). „Vestræni" armurinn telja þeir að markist af skynsemi og erfð- um upplýsingarinnar, og sé þessi skipting landfræðileg. Sá heimspekingur, sem þjóð- ernissinnar og þeirra fylgjarar dáðu hvað mest, var Nietzsche. Verk fárra höfunda hafa verið jafn skekkt og skæld og þessa manns. Einkum varð þetta áberandi eftir að áróðursmenn nazista og and-nazista tóku að fara höndum um hann. Verk Nietzsches er rökrétt afleiðsla frá rómantíkinni. Hann var meðvitað og ómeðvitað frum- kvöðull flestra þeirra stefna og kenninga, sem mótuðu and- legt líf á síðari hluta 19. og á 20. öld. Hann lýsir gleði sinni yfir því, að fjandsamlegur gagnrýnandi líkti verkum hans við dýnamít og er það réttnefni. Fáir höfundar hafa „sprengt" upp fleiri goð en hann eða tætt af mönnum fals- að öryggi eins og hann. Hann á meginþátt í flestum andleg- um hræringum nútímans af þeim sérstæðu orsökum, að hann var bæði rétt skilinn og misskilinn. Það vottar fyrir existensjalisma, lógískum pósi- tívisma og nútímasálfræði í ritum hans auk þess sem hann er fyrstur til þess að sinna þýðingarfræði orðmyndana. Það er fyrst nýlega, að menn hafa áttað sig almennt á þeirri hrikalegu fölsun, sem verk hans hafa orðið fyrir, þótt ýmsa sérfræðinga hafi grun- að áður að svo væri og sumir vitað. Sá fyrsti sem kvað uppúr um þetta var Karl Schlechta prófessor. Hann gaf út þriggja binda ritsafn Nietzsches á ár- unum 1954—’56, úrval rita og bréfa hans. í þessari útgáfu kemur fram, að systir Nietzsches hafi staðið að fjölda falsana á ritum hans og skekkt og bjagað önnur með því að bæta inn í og sleppa úr klausum. Sem dæmi má nefna, að þrjú bréf eignuð Nietzsche og stíluð til hennar, dagsett í febrúar, marz og desember 1887, eru fölsuð af henni; sama er að segja um tvö bréf frá janúar og marz 1888. f þessum falsbréfum er því komið á framfæri, að Nietzsche álíti þessa systur sína, Elisabeth Förster-Nietzsche, flestum fær- Nietzsche undir andldtið. Elisabeth Förster-Nietzsche á efri árum 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.