Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 12
Eleanor og Franklin í tilhugalifinu 1903. Roosevelt ásamt fjölskyldu og móður árið 1916. landbúnaður, námugröftur og vefnaður drógust lítillega afturúr í velmegunar- kapphlaupinu. Áratugurinn eftir fyrri heimsstyrjöld var tími áfengisbanns, bruggara, smygl- ara, leynivínsala, stórglæpamanna, Ku Klux Klans, sem hafði 4.000.000 meðlimi árið 1924, stóraukins kvenfrelsis, dvín- andi kirkjusóknar, vaxandi hjónaskiln- aða, gífurlegs áhuga á djassi og íþróttum, kæringarleysis um pólitík og alþjóðamál. Menn nefndu gjarna stríðið víxlspor Wil- sons, og þegar ýmsar Evrópuþjóðir stóðu ekki í skilum með skuldagreiðslur (Bandaríkjamenn höfðu lánað Evrópu 10 milljarða dollara, mestmegnis á 5% vöxtum), túlkaði Coolidge forseti viðhorf þegna sinna, þegar honum varð að orði: „Þeir tóku peningana á leigu, er það ekki?“ Annars vildu menn sem minnst um Evrópu tala, en þeim mun meira um hina miklu og ört vaxandi velmegun heimafyrir sem virtist vera að skapa hið þráða þúsund-ára-ríki, eða einsog ein- hver orðaði það: „Iðjuhöldarnir munu ljúka því verki sem trúarbrögð, stjórnar- völd og styrjaldir hafa vanrækt." í þessu andrúmslofti var Herbert Hoov- er kosinn forseti eftir Calvin Coolidge, sama árið og Roosevelt vann fylkisstjóra- kosningarnar í New York. Hoover og ráð- gjöfum hans var ljós hættan sem stafaði af gegndarlausu braski veltuáranna, en þeir vissu ekki hvernig stemma ætti stigu við því án þess að valda allsherjarhruni. Vísitala verðbréfa í iðnaði hækkaði úr 110 árið 1924 uppí 338 í ársbyrjun 1929. í júlí var hún komin uppí 394, í septem- ber 452. Þá skyndilega sprakk blaðran. Á fimm dögum hrapaði vísitala „öruggra" verðbréfa niðrí 275; 13. nóvember var hún komin niðrí 224. Hægt en örugg- lega héldu hlutabréf áfram að lækka í verði unz vísitalan var komin niðrí 58 í júlí 1932. Verðhrun hlutabréfanna í Wall Street var ekki eina orsök kreppunnar. Önnur veigamikil orsök var fátækt Evrópuþjóða sem höfðu ekki efni á að kaupa offram- leiðsluvörur Bandaríkjanna. Velmegun Ameríku var komin of langt framúr efna- hagsþróun annarra ríkja, og gullið sem í höndum Evrópumanna hefði getað stað- ið undir vörukaupum frá Ameríku lá ónotað í bandarískum bankahólfum. Bandaríkjamenn lærðu þannig þá eftir- minnilegu lexíu, að því er eins farið um velmegunina og friðinn: hvorugt verð- ur einokað. Bændur gátu ekki greitt skuldir sínar; menn stóðu ekki í skilum með afborganir á húsum, munum eða verkfærum; nýju árgerðirnar af bílun- um seldust ekki; bankar urðu að loka hver á fætur öðrum og Hoover varð að veita ríkislán til að halda öðrum gang- andi. Árið 1932 hafði framleiðslan minnk- að um 40% og laun lækkað um 60%. A. m. k. 15 milljónir manna voru atvinnu- lausar eða um það bil ein af hverjum þremur bandarískum fjölskyldum. Marg- ar þessar fjölskyldur voru örbjarga, því Bandaríkin höfðu ekki tekið upp atvinnu- leysistryggingar einsog Bretland og Norð- urlönd. Þessvegna lifði fjöldi Bandaríkja- manna á gjafamáltíðum góðgerðastofn- ana og úrgangi í öskutunnum, en aðrir sultu heilu hungri. Þetta ástand átti sinn stóra þátt í því að Roosevelt settist í forsetastólinn í árs- byrjun 1933. Allt valdaskeið Hoovers hafði hann verið fylkisstjóri í New York og getið sér mjög gott orð, m. a. fyrir að koma á ellistyrkjum og opinberri hjálp við atvinnuleysingja. í því skyni hækkaði hann tekjuskattinn um 50%. Framtak hans, metnaður, sjálfstraust, persónutöfr- ar og vinsældir bentu til þess að hann yrði kjörinn forsetaefni Demókrata, og hrakfarir Hoover-stjórnarinnar bentu eindregið til þess að hann ynni öruggan sigur í forsetakosningunum 1932. Sú varð og raunin. Hann kom til valda eftir glæsi- legan kosningasigur með fyrirheit um nýja stefnu eftir fullkomið stefnuleysi og „athafnafrelsi“ undangenginna ára. Roosevelt hafði smámsaman þroskað með sér nýjan skilning á hlutverki og skyld- um ríkisins. í áramótaræðu til fylkis- þingsins í New York 1931 sagði hann: „Skylda ríkisins við borgarann er skylda þjónsins við húsbóndann. . . . Ein af skyldum ríkisins er að annast þá þegna þjóðfélagsins sem verða fórnarlömb erfiðra aðstæðna. . . . Þessum ógæfu- sömu borgurum verður ríkisstjórnin að veita hjálp, ekki í gustukaskyni, heldur af félagslegri skyldu.“ Þessar hugmyndir voru svosem nógu djarfar í Bandaríkj- unum 1931, en sumar seinni ræður hans urðu allt að því sósíalískar: „Ég held að ekki ætti að vera heimilt í nafni hins helga orðs „einstaklingshyggja", að nokkrir voldugir hagsmunahópar geti gert helminginn af íbúum Bandaríkj- anna að fallbyssufóðri iðnaðarins." . . . „Tækni okkar í iðnaði og landbúnaði get- ur framleitt nóg og meira en nóg. Ríkis- stjórnin . . . á þá skyldu að rækja við hvern og einn okkar, að honum veitist tækifæri til að eignast fyrir eigin átak hlutdeild í þessum nægtum, sem fullnægi þörfum hans.“ Þessar ræður voru að sjálfsögðu ekki algerlega samdar af Roosevelt sjálfum. Bandarískir stjórnmálamenn voru þá þegar farnir að nota „ritdrauga" eða ræðuhöfunda. En það sem vakti athygli var efni og orðalag í ræðum Roosevelts. Hann var tekinn að safna í kringum sig gáfnaljósunum sem síðar urðu hin kunna „gáfnasamsteypa“ (Brain Trust) — og einhver lét þess getið um Roosevelt, að hver svitahola á líkama hans væri eyra. Rosenman dómari, einn helzti ráðgjafi Roosevelts, hefur lýst því hvernig hann ákvað að breyta hinni hefðbundnu reglu um ráðgjafa — iðjuhölda, fjármálaspek- inga, pólitíska sérfræðinga. „Hversvegna ekki að leita til háskólanna í landinu?" spurði hann. „Þú hefur góða reynslu af háskólaprófessorum. Ég held að þeir yrðu ekki smeykir við að fara inná nýjar leið- ir bara vegna þess að þær eru nýjar. Þeir mundu losa sig við allar gömlu moðhug- myndirnar." Þessir menn (Rosenman, Moley, Berle, Tugwell og fleiri) sömdu ekki einungis ræður fyrir hann, heldur mótuðu ný stefnumið. En Roosevelt lá yfir ræðum ráðgjafa sinna, umskrifaði þær aftur og aftur, þangaðtil þær höfðu fengið hans eigin blæ og sannfæringar- kraft. Þremur vikum áður en Roosevelt tók við embætti 4. marz 1933 var honum sýnt banatilræði í Miami, og átti þar hlut að máli geðveikur magasjúklingur. Roose- velt sakaði ekki, en Anton Czermak borgarstjóri í Chicago særðist til ólífis. Á þessu skeiði syrti æ meir í álinn fyrir bandarísku þjóðinni. í febrúar var bönk- um í Michigan og Maryland lokað, og á sjálfan innsetningardaginn var bönk- unum í New York, Illinois, Massachusetts, New Jersey og Pennsylvaníu einnig lokað. Hrunið blasti við bandarisku þjóðinni. Það er ein af kaldranalegum tilviljun- um sögunnar, að daginn eftir, 5. marz, varð Adolf Hitler alvaldur í Þýzkalandi, þar sem hrun blasti einnig við þjóðinni. Kjörorðið „New Deal“ (ný stefna) varð í rauninni til fyrir einskæra tilviljun. Rosenman dómari hafði notað þessi orð í uppkasti að ræðunni sem Roosevelt hélt á flokksþingi Demókrata 1932, eftir að hann hafði verið kjörinn forsetaefni, en alls ekki haft í huga að þau yrðu vígorð. Raunin varð hinsvegar sú, að farið var að nota þau um þær mörgu og róttæku ráðstafanir sem forsetinn og ráðgjafar hans gripu til strax í ársbyrjun 1933. Til að koma í veg fyrir örbirgð og hungurs- neyð veittu þeir nálega gjaldþrota fjár- hirzlum fylkjanna styrki úr fjárhirzlum 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.