Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 43
Duvalier og kona hans. féllst á hana. París sendi honum „ekki verkfræðing, ekki tækni- fræðing, ekki háskólakennara — heldur siðameistara“ .. sérfræð- ing í napóleónskum hirðsiðum! Eftir fjórtán ára glímu og undir ásókn pólitískra andstæð- inga skaut Cristophe sig. Kúlan var úr gulli. Þaðanífrá ríktu á Haítí þeir einræðisherrar, sem alltof vel virtust hafa lært af evrópska hirðsiðameistaranum. Fyrrver- andi þræll, Soulouque, lætur hylla sig sem keisara árið 1840 í dómkirkjunni í Port-au-Prince. Hann ræður sér skraddara frá París, og bráðlega er öll þessi afkáralega hirð klædd dýrindis einkennisbúningum, fjöðrumprýddum Napóleónshöttum, axla- skúfum og orðum; konur í síðum, eflaust alltof heitum kjólum. Nýrri yfirstétt er í skyndi hróflað upp, og hún ber hljómfagra titla einsog Hertoginn af Límonaði og Greifinn af Marmelaði. Af þessari þróun hafa menn mikla skemmtan í Evrópu og Bandaríkjunum. Hin fremstu myndablöð, London Illustrated News og Harper’s Weekly, senda teiknara sína til Haítí að teikna sárbeittar skopmyndir af þessari hlægilegustu þjóð veraldar. (Engum virtist detta í hug, að Soulouque og arftakar hans höfðu raunverulega aðeins gert hið sama og Napoleon Bonaparte og Napoleon III, eftir efnum sínum og ástæðum.) * * * Haítí lærði aldrei að standa á eigin fótum. Þjóðin var grund- völluð af þrælum og leidd áfram af ólæsingjum. Allt framá þessa öld varð Haítí fórnarlamb hartnær stanzlausra borgarastyrj- alda, stjórnlagarofa og morða. Árið 1915 gengu á land sveitir úr bandaríska hernum til að innheimta ríkisskuldir við Banda- ríkin. Bandaríska hernáminu lauk 19 árum síðar, en eftirlit Washingtons með ríkiskassanum hætti ekki fyrr en 1947. Núverandi einræðisherra heitir dr. Francois Duvalier. Hann er læknismenntaður í Bandaríkjunum og ávann sér hylli fátækra negranna með því að stýra sigursælli herför gegn útbreiddum hitabeltissjúkdómi, framboesia. „Papa Doc“, einsog hann hefur síðan heitið, sneri sér þvínæst að stjórnmálum undir kjörorðinu „Negrann Duvalier til valda!“ Múlatta-yfirstéttin, sem raunar er minna en tíundi hluti þjóð- arinnar og hafði náð forréttindastöðu sinni meðan á bandaríska hernáminu stóð, reyndi að koma Duvalier fyrir kattarnef. Það mistókst og nýgræðingurinn Papa Doc var kjörinn forseti sem leiðtogi negranna. Síðan eru liðin tíu ár. Á þessu tímabili hefur Duvalier komið múlattastéttinni frá völdum að fullu og öllu. í opinberum bygg- ingum á Haítí er ekki einn einasta múlatta að sjá. Negrarnir hafa tekið við stöðu hinna hötuðu „hálf-hvítingja“ í þjóðfélaginu, ef ekki að verðleikum, þá að nafni. Múlattafjölskyldurnar hafa annað tveggja flúið land eða þá þær búa enn í ríkmannlegum höllum sínum með einkasundlaugum í útborginni Pétionville á svölum hæðunum ofanvið þennan hitabeltishöfuðstað. Það eru þessar múlattafjölskyldur sem taka glaðar á móti útlendingum til að segja þeim sína sögu. Og skiljanlega eru þær bitrar og hafa lagt fæð á Duvalier. Og þær eru hinir einu sem þora að opna munninn, ef við útlendinga er að tala. Negrarnir sjálfir eru annaðhvort óvinsamlegir okkur hvítingjum eða þá svo kúgaðir af stjórninni, að maður fær ekki orð útúr þeim; og menn stjórnarinnar þekkja aðeins eina skoðun, skoðun Papa Docs. „Hafið þér lesið „The Comedians"1) eftir Graham Greene?“ spurði siðmenntaður en ofstækisfullur múlatti mig. „Það var ég sem sá um, að monsieur Greene fékk allar upplýsingar, með- an hann dvaldist hér,“ bætti hann við hreykinn. Sannarlega er líka frá ýmsu að segja. Síðan Duvalier náði völdum, hefur hann komið fram sem einskonar millistig milli Henris Cristophes og Faustins keisara I. Erfitt er að finna nokk- ursstaðar í heiminum ríkisstjórn, sem líkt verði að öllu leyti við hina fáránlegu harðstjórn Papa Docs. Haítí hefur breytzt í ríki, sem nánast mætti kalla súrrealískt. „Negrinn Duvalier“ er kominn til valda, um það lætur hann engan mann efast. Fána „Svarta lýðveldisins", sem áður var blár feldur með frýgverskri byltingarhúfu á, hefur verið breytt: húf- an er horfin og blátt orðið að svörtu. „ÉG ER FÁNI HAÍTÍ, EINN OG ÓDEILANLEGUR/FRANgOIS DUVALIER," má lesa letrað á neonskilti yfir opinberri byggingu í Port-au-Prince. „Ég er einstakur maður,“ segir Papa Doc, „og guð einn getur svipt mig völdum." Fyrir þremur árum lét hann „kjósa“ sig forseta til æviloka. Löghlýðnir eigendur hafa því látið mála á glugga verzl- ana sinna og húsveggi um land allt: Président á Vie, eða ein- faldlega á Vie. Á flugvellinum blasa þegar við ferðamönnum tvö skilti; annað þeirra ber mynd af frú Simone O. Duvalier og áletrunina „Forsjá fátækra", en hitt mynd af Frangois Duvalier og áletrunina „Öll þjóðin hyllir Hann.“ Meðan ég dvaldist á Haítí sá ég Duvalier og fjölmenna líf- varðarsveit hans eitt sinn koma til „Löggjafarsamkomunnar". Hópur kvenna af hinni nýju yfirstétt tók á móti forsetanum með hrópinu „Duvalier keisari! Lengi lifi Duvalier keisari!" (Raunar !) Magnús Kiartansson ritstjóri las nýlega þýðingu sína á þessari bók sem framhaldssögu i Itikisúlvarpið. Nefndi hann söguna Trúðana. Ennfremur var gerð kvikmvnd eftir sögunni í afriska ríkinu Dahomey. Teikningar af hermönnum á Haíti birtar í bandaríska vikuritinu „Harper’s Weekly“ 1871 (Sjá einnig nœstu síðu). 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.