Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 21
BJARNVEIG B J ARN ADÓTTIR: ÞIN GV ALL ANEFND OG GJÁBAKKALAND Gjábakkaland í Þingvalla- sveit þekki ég vel. Þar hef ég átt margar unaðsríkar stund- ir í áratugi, ekki sízt þegar sumri hallar og landið allt log- ar í litbrigðum, en þá er dá- samlegt að vera við berja- tínslu í þessu heillandi heiðar- landi og hinni undurljúfu kyrrð sem þar ríkir. Hvergi eru töfrar Þingvalla og náttúru- fegurð meiri en í landi Gjá- bakka. Og sú dýrð sem þar blasir við augum er eign allra þegna íslands, — ekki land nokkurra einstaklinga. Ég trúi því ekki að Gjábakka- jörðin hafi verið keypt fyrir þjóðarfé í þeim tilgangi að selja vissum hópi manna lóða- réttindi þar undir sumarbú- staði. Kaupin hljóta að hafa upphaflega verið gerð í því augnamiði að stækka þjóðgarð- inn, en með aukinni fólksfjölg- un í landinu þarf aukið rými á þessum hjartfólgnasta og sögufrægasta stað landsins, en Gjábakkajörðin liggur fast að þjóðgarðinum, markaskilin eru Hrafnagjá. í lögum frá 1928 er það skýrt tekið fram, að friðlýstar verði jarðirnar Svartagil, Brúsastaðir, Kára- staðir og Gjábakkaland. Ég álít að Þingvallanefnd hafi misskilið hlutverk sitt með því að hefja úthlutun lóða í landi Gjábakka. Og ekki er nú „stykkið“ af náttúru íslands á þessum undurfagra stað hátt metið til peninga af nefndinni. Dagblað eitt hér í borg birti þá frétt á s.l. vetri, að verðið væri 12 þúsund krónur — 2 þús. leigugjald og 10 þús. skipulags- gjald. Leigan er til 30 ára. (Um svipað leyti og ég las þessa frétt, mátti sjá í búðarglugga í miðborginni sparikjól, reynd- ar með kápu úr sama efni, á rúmar 10 þúsund krón- ur). Hér virðist sem hreinlega sé verið að gefa hópi manna stórgjöf af þjóðareign, því að ekki er ótrúlegt að á þessum stað, eins og víða annars stað- ar, hefjist þegar tímar líða lóða- og bústaðaverzlun með vænum hagnaði, ef ákvörðun Þingvallanefndar verður að veruleika. Þótt Þingvallanefnd hafi til- kynnt að lokið sé úthlutun 24 lóða að sinni, þá trúi ég því og vona, að ekki komi til þess að sumarbústaðir rísi andspænis Lögbergi, né að hinn undur- fagri gróður í landi Gjábakka, sem móðir náttúra hefur ver- ið að bisa við að skapa í alda- raðir, sé af manna völdum sundurtættur, en lagning vega, byggingar og bílastæði munu valda slíkri misþyrmingu. Ég vil taka undir þessi orð sem ég las í blaði fyrir nokkru: „ . . . Hér er ekki hægt að af- saka mistök Þingvallanefndar með því að um sé að ræða hagsmunamál vegna atvinnu- reksturs í Gjábakkalandi, eins og t. d. kísilgúrveginn við Mý- vatn. Deilan stendur um það hvort útvöldum hópi lands- manna leyfist með samþykki Þingvallanefndar að gera Gjá- bakkasvæðið að einskonar einka-sumarskemmtistað“. Um þetta er deilt. Og þessa deilu ber að leysa með aftur- köllun lóðarleyfa, og að hinir nýreistu fjórir sumarbústaðir verði fluttir á brott, girðingar fjarlægðar og sárin grædd. Þá getur þjóðin öll gengið frjáls- huga um sögustað sinn, en það er hennar tvímælalausi réttur. Alþýðuflokksráðherr- ann, sem þetta mál heyrir und- ir, hlýtur að hafa frekar í huga réttindi og hagsmuni allra þegnanna en nokkurra einstak- linga. Minnir mig að slíkt hug- arfar sé grundvallarsj ónarmið j af naðarstefnunnar. Bjarnveig Bjarnadóttir. RAGNAR JÓNSSON: MANNLEGT VOLÆÐI Ég hef ekki heyrt það fyrr en núna nýlega, að ríkið hefði keypt Gjábakkaland í öðru augnamiði en því að sameina það sjálfum þjóðgarðinum. Það virðist líka liggja í augum uppi að Hrafnagjá á heima innan þjóðgarðsins, en ekki gadda- vírsgirðing eftir henni miðri. Ég er hræddur um að honum Ásgrími sáluga Jónssyni, sem var heimagangur á þessum slóðum allt sitt langa og lit- ríka líf, hefði þótt það skrítin ráðstöfun að reka bóndann af jörðinni og raða síðan mis- smekklegum sumarbústöðum á gjárbarminn gegnt Lögbergi. Hann mundi hafa kallað það hámark mannlegs volæðis. Allar ráðstafanir um að ónýta þetta land fyrir íslend- ingum framtíðarinnar mundu, held ég, flestir sammála um að kalla gróf helgispjöll, jafn- vel þó landið væri enn í einka- eign, hvað þá eftir að það er orðin sameign þjóðarinnar. Þingvallanefnd verður nú þegar að afturkalla veitt bygg- ingaleyfi og kaupa og fjarlægja þá bústaði, sem reistir hafa verið í fljótfærni. Annað verð- ur ekki þolað. En þetta óskemmtilega sum- arbústaðamál hefur vakið upp nýjar áhyggjur og ótta vegna þjóðgarðsins. Almannagjá mun að vísu hafa verið lokað, eins og sjálfsagt var og skylt, en nýjar ráðagerðir virðast uppi nú um að reisa hótelbyggingu í nánd við vatnið, jafnvel hjá Silfrá, en það er fráleit hug- mynd, jafn vanhugsuð og að láta þjóðveginn framvegis liggja þar sem hann er nú. Hóteli, sem reist yrði á Þing- völlum, mundu að jafnaði fylgja 1000—10.000 bifreiðar með tilheyrandi drasli og ófögnuði. Milli Almannagjár og Hrafnagjár ættu engar bygg- ingar að standa nema kirkja og prestsbústaður. Hótelbygg- ingu ætti að reisa í dalabrekk- unum norðaustan vatnsins, vestan Hrafnagjár, en vegur að koma í framhaldi af nýja þjóðveginum, um Bolabás austur undir Hrafnagjá, og síð- an suður með gjánni og uppá hraunbrúnina þar sem nú er ráðgert að reisa hina umdeildu sumarbústaði. Gamli vegurinn norðan og austan vatnsins að- eins notaður innan þjóðgarðs- ins. Hér fengist í senn eitt fallegasta hússtæðið og þeir einir legðu leið sína að Lög- þergi, sem þangað ættu erindi. Ragnar Jónsson. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.