Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 25
mikið vafamál hvort það sé í verkahring Þingvallanefndar að stunda þar úthlutun lóða. Hið gráthlægilega yfirklór nefndarinnar nú, sem m. a. kemur fram í þeim skilmálum sem byggjendur sumarbústað- anna verða að hlíta, bendir til að hún hafi um seinan fundið til ósvinnunnar sem hún gerði sig bera að, en skort manndáð til að játa hana opinberlega og afturkalla leyfin, eins og hver maður með æskilega sómatil- finningu og sjálfsvirðingu hefði talið sjálfsagt í sporum nefndarmanna. í stað þess brá Þingvalla- nefnd á það ráð að senda frá sér fréttatilkynningu um lok- un Almannagjár fyrir bílaum- ferð, fiskrækt í Þingvallavatni og útikamra — alltsaman heillavænlegar ráðstafanir, svo langt sem þær ná, en illa til þess fallnar að fela glapræðið í Gjábakkalandi. Það er löngu orðið ljóst, þó um það hafi löngum verið næsta hljótt, að skipun og störf Þingvallanefndar eru með slík- um endemum, að stappar nærri þjóðarskömm. Pyrir því hafa aldrei verið færð nein viðhlít- andi rök, svo mér sé kunnugt, hversvegna þjóðgarðurinn á Þingvöllum skuli vera í vörzlu þriggja atvinnupólitíkusa og eins atvinnubitlingamanns, sem ekki er vitað til að hafi nein ytri eða innri skilyrði til að rækja starfið betur en sér- menntaðir menn á sviði nátt- úrufræða og þjóðminja. Nú var það tekið fram í greinar- gerð fyrir frumvarpi til laga um náttúruvernd, sem sam- þykkt voru í apríl 1956, að lög- in um friðun Þingvalla haldi gildi sínu, enda sé „byggt á því, að mikil samvinna takist milli Þingvailanefndar og Náttúru- verndarráðs.“ Af þessari sam- vinnu fara hinsvegar litlar sögur síðasta áratuginn, og hefur Þingvallanefnd t. d. þver- skallazt við að gegna jafn- sjálfsagðri skyldu og þeirri að svara bréfum frá meðlimum Náttúruverndarráðs sem farið hafa fram á einfaldar upplýs- ingar. Má sem dæmi taka, að varaforseti Alþjóðlegu náttúru- verndarsamtakanna (I.U.C.N.), Jean-Paul Harroy, var að semja ýtarlega skrá um þjóð- garða í heiminum á vegum Sameinuðu þjóðanna og bað um upplýsingar varðandi Þing- velli. Eyþór Einarsson skrif- aði Herði Bjarnasyni fram- kvæmdastjóra Þingvallanefnd- ar bréf um málið 30. október 1964, ítrekaði það 15. febrúar 1965 og 31. marz 1965, en hefur ekki enn fengið svar. Skráin mun nú vera komin út, en hef- ur ekki mér vitanlega borizt til landsins ennþá. Þetta var einungis eitt lítið dæmi um vinnubrögð nefnd- arinnar í seinni tíð, og mætti eflaust margfalda þau ef þurfa þætti. Hitt er þó kannski enn ískyggilegra, að nefndin hef- ur rækt skyldustörf sín og gæzlu með þeim hætti, að Þingvellir hlíta enganveginn alþjóðlegum reglum um þjóð- garða og meðferð þeirra. í erindi, sem Eyþór Einarsson grasafræðingur og meðlimur Náttúruverndarráðs hélt á al- mennum umræðufundi Stúdentafélags Háskólans 1. febrúar 1967, fórust honum m. a. orð á þessa leið: „Fram- kvæmd Þingvallalaganna frá 1928 hefur, frá mínum bæjar- dyrum séð, orðið með þeim hætti, að Þingvellir eru ekki jafnmikill helgistaður allra ís- lendinga eða jafnmikil eign allrar íslenzku þjóðarinnar, þar sem nokkrum völdum ís- lendingum hefur verið leyft að reisa sér sumarbústaði innan hins friðlýsta svæðis, en allir aðrir íslendingar hafa ekkert slíkt leyfi fengið, og þar sem nokkrir menn eða félagasam- tök hafa fengið leyfi til að hefja ræktun á hinu friðlýsta og friðhelga svæði þó margir aðrir séu því mótfallnir að slík ræktun skuli leyfð. Enda er nú svo komið, vegna framkvæmd- ar Þingvallalaganna, að Þing- vellir eru einungis á alþjóða- skrá um þjóðgarða með fyrir- vara, þar sem friðunarákvæð- um er ekki nógu vel framfylgt, og gætu hvenær sem er verið strikaðir út af þeirri skrá, ef ekki verður úr bætt.“ í samtali við dagblaðið Tím- ann sagði Eyþór Einarsson 17. september s.l.: „Ég get satt að segja ekki litið á Þingvelli sem þjóðgarð í eiginlegri merkingu þess orðs. Þingvellir voru frið- lýstir með sérstökum lögum af sögulegum ástæðum fyrst og fremst, og Alþingi setti yfir þá nefnd alþingismanna, og nátt- úruverndarsjónarmið hafa ekki ráðið nægilega í gæzlu Þing- valla til að mér finnist unnt að kalla þá þjóðgarð, meira að segja ýmislegt verið gert þar, sem er alveg andstætt þeim sjónarmiðum og heyra fremur til náttúruspjöllum . . . Um Þingvelli er það að segja, að ég teldi ekki fráleitt að breyta lögunum um þá og að Náttúruverndarráði verði falin umsjón staðarins, sem þá verði gerður að raunverulegum þjóð- garði. Enginn staður er betur til þess fallinn á þessu fjöl- byggða landshorni. En þá þarf að vinna allt öðruvísi að mál- um en gert hefur verið.“ í hinni alþjóðlegu skilgrein- ingu á þjóðgörðum, sem samin var að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna, er grundvallarregl- an sú, að til þjóðgarða teljist einungis svæði sem njóti „full- kominnar lögverndar gegn hagnýtingu manna á náttúru- auðæfum þeirra og gegn hvers- konar skemmdum af manna- völdum á upprunalegu um- hverfi". Að sjálfsögðu eru hús- byggingar, trjárækt, veiðar og annar ósómi innan þjóðgarðs- ins á Þingvöllum skýlaust og freklegt brot á þessari meg- inreglu. Hvernig húsbyggingar innan þjóðgarðsins hófust, er saga útaf fyrir sig, sem ekki er neitt áhlaupaverk að komast til botns í. Þegar mér var synj- að um leyfi til að kynna mér gerðabækur Þingvallanefndar, sneri ég mér til Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu, sem var einn helzti hvatamaður friðunar- innar á Þingvöllum og átti sæti í Þingvallanefnd um rúmlega tveggja áratuga skeið frá 1928 fram til 1950, en þá tók Her- mann Jónasson við sæti hans í nefndinni fyrir Framsóknar- flokkinn og situr þar enn. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins hafa setið í Þingvallanefnd Magnús Guðmundsson, Sigurður Kristj- ánsson, Gísli Jónsson og nú Sigurður Bjarnason frá Vigur. Af hálfu Alþýðuflokksins hafa setið í nefndinni Jón Baldvins- son, Haraldur Guðmundsson, Stefán Jóhann Stefánsson og núverandi formaður hennar, Emil Jónsson. Jónas Jónsson kvaðst ekki mundu hafa fallizt á að leyfa sumarbústaði í landi Gjá- bakka, ef hann ætti enn sæti í nefndinni. Þegar hann var spurður um þá rúmlega tutt- ugu bústaði sem reistir hafa verið innan þjóðgarðsins (á lóðum sem aldrei voru aug- lýstar til umsóknar), kvað hann það hafa verið sjónar- mið sitt og annarra nefndar- manna, að friða bæri svæðið austan Öxarár, en leyfa byggð vestan árinnar frá Valhöll og suður með Þingvallavatni vest- anverðu. Ástæðuna kvað hann fyrst og fremst hafa verið þá, að hann vildi „líf“ á Þingvöll- um, en gat þess jafnframt að gott hefði verið að láta áhrifa- menn í þjóðfélaginu eiga persónulegra hagsmuna að Bústaður forsœtisráðherra Bústaður Lárusar Fjeldsteds Bústaður Jóns Arasonar Bústaður Steindórs Einarssonar Bústaður Jónasar Guðmundss. Nýir bústaðir í þjóðgarðinum 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.