Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 48
Siglaugur Brynleifsson: NIETZSCHE OG ÞÝZKAR BÓKMENNTIR Elisabeth Förster-Nietzsche á yngri árurn Þýzkir höfundar hafa löng- um verið úr tengslum við meg- inþorra landa sinna. Bók- menntir þar í löndum voru lengi vel stundaðar við hirðir konunga og fursta, og þegar kemur fram á 18. öld verða frönsk áhrif og smekkur ríkj- andi meðal þýzkrar yfirstéttar og höfundar leita sér fyrir- mynda í frönskum bókmennt- um. Þýzkir rithöfundar voru mjög lítið lesnir af þýzkum al- menningi, og skáldin urðu að leita sér stuðnings meðal furstanna, sem á 18. öld drógu dám af Frökkum á flestum sviðum lista og bókmennta. Markaður fyrir bækur var mjög þröngur og „verndarinn“ var hverjum höfundi lífs- nauðsyn. Svo hafði löngum verið víðast hvar. En á 18. öld tekur þetta að breytast, eink- um í Englandi; læsi eykst og áhugi vaknar meðal millistétt- anna fyrir bókmenntum og listum. Þetta gerist síðar á Þýzkalandi. Skáldin eru þar bundnari „verndaranum". Þvi eru þýzkar bókmenntir á 18. öld ekki tengdar þjóðinni, held- ur fámennum hópi áhuga- manna eða hluta yfirstéttar, sem talaði frekar frönsku en þýzku. Þetta tekur að breyt- ast með Goethe og rómantísku stefnunni. Áhugi manna tekur að aukast fyrir þýzkum mennt- um með vaxandi gengi borg- arastéttarinnar. En „verndar- inn“ mótar þó áfram snið verkanna lengur á Þýzkalandi en annarsstaðar. Almenningur leit á bókmenntaiðju og bók- menntir sem upphafið fyrir- brigði, og skáldin litu á sig sem arftaka prestanna eftir að áhrif kirkjunnar tóku að dvína. Þýzkir rithöfundar litu á sig sem uppalendur þjóðar- innar og prédikuðu sem slík- ir. Þetta einkenni kemur í Ijós um það leyti sem heimspeki og veraldlegar bókmenntir taka við hlutverki guðfræðinnar með upplýsingarstefnunni. Þýzk skáld litu á sig öðrum þræði sem nokkurskonar presta og sú „andlega veröld" sem þeir hrærðust í var oft víðs- fjarri raunveruleikanum og í litlum tengslum við baráttu dauðlegra manna. Þýzk gagn- rýni einkenndist lengi af þess- ari afstöðu gagnvart „andleg- um efnum“, og hrærðist eins og skáldin á andlegum plön- um, þar sem skilgreining hug- mynda varð oft hart úti í hinu sífellda hugsjónamold- viðri sem þar geisaði. Höfund- ar sinntu lítt veraldlegum efn- um. Madame de Stael er sögð hafa orðið hvumsa, þegar hún kynntist áhugaleysi Goethes, Schillers og Wielands á stjórn- málum, en þó voru þessi skáld tengdari þjóðlífinu en flestir arftakar þeirra. Goethe var stjórnarembættismaður, Schill- er sagnfræðingur og Wieland hafði afskipti af fræðslu- og uppeldismálum. Um og eftir aldamótin 1800 furðaði marga útlenda menntamenn á þeirri ríkjandi skoðun þýzkra skálda og menntamanna, að menntun og menning væri sérstakur heimur úr tengslum við þjóð- líf og samfélag, og sumir virt- ust hyllast til að álíta þessa heima andstæða. Menntun og menning var sniðin frá ver- aldlegu lífi, og þjóðlíf og þjóð- félag skiptu engu máli. Rómantíska stefnan í Þýzka- landi tók einnig á sig sérstaka mynd. Þar hneigðust róm- antíkerar til íhaldsemi í þjóð- málum, þótt þeir upphæfust sem andstæðingar Napóleons og forsvarsmenn þjóðlegs sjálf- ræðis. Þýzk rómantík var mun víðfeðmari en ensk og frönsk, en þar í löndum var stefnan að meginhluta bókmenntaleg. Andrationalismi var einnig mun meira áberandi með þýzk- um skáldum en stéttarbræðr- um þeirra á Frakklandi og Englandi. Þýzkir rómantíker- ar fyrir og um miðja 19. öld leystu sig úr viðjum skynsem- innar og gáfu ímyndunarafl- inu, fantasíunni, frjálst svig- rúm. Þeir verða fyrstir til að kanna, ýmist meðvitað eða ómeðvitað, djúp sálarinnar sem nú á dögum eru nefnd undirvitund. Þessi könnun sálardjúpanna og þetta viðja- leysi leiddi til symbólismans, expressjónismans og súrreal- ismans síðar. Novalis og E. T. A. Hoffman höfðu sterkust á- hrif í þessar áttir. í þjóðern- ismálum hafði stefnan þau á- hrif að meta að nýju þjóðleg- ar bókmenntaerfðir og stang- aðist í því efni mjög á við skynsemisstefnuna eða upp- lýsinguna, auk þess sem stefn- an var í upphafi kveikja þjóð- ernisvakningar, sem átti síð- ar eftir að draga á eftir sér ófagran slóða. Afstaða róm- antísku skáldanna þýzku til stjórnmála var um miðja öld- ina afturhaldsemi. Þeir viður- kenndu ekki þær kenningar, sem upplýsingarstefnan rök- studdi með skynseminni. Fyr- irmynd þeirra í þjóðfélagsmál- um voru þýzkar miðaldir, og framtíðarríki þeirra var með þeim svip. í fáum ríkjum hefur lengur ríkt meiri tilhneiging til að steypa alla í sama mót en á Þýzkalandi. Þar skal hver stétt og hópur vera á sínum stað. í slíku þjóðfélagi er erfitt um 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.