Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 32
stínubúar höfðu þeir þá fyrir löngu tileinkað sér arabiska tungu og menningu. Ævinlega þegar kristnir menn héldu uppi gyðingaofsóknum í Evrópu, reyndu gyðingar sem þess áttu kost að komast undan til ríkja múhameðstrúarmanna til að fá notið trúfrelsis, og lögðu þá gjarnan leið sína til landsins sem geymir helgistaði þeirra. Einnig var nokkuð um það að strangtrúaðir gyðingar flytt- ust til Palestínu án þess að nauður ræki þá til. Allt þetta fólk kom til Palest- ínu sem einstaklingar, gerði enga kröfu til yfirráða yfir Gyðingalandi hinu forna, og sama máli gegndi um fyrstu stóru innflytjendahópana, sem komu frá Rússaveldi árin eftir 1880 á flótta undan gyðingaof- sóknum kristinna samborgara og yfirvalda. En 1897 er Síon- istahreyfingin stofnuð á þingi í Basel, og þegar heimsstyrjöld- in fyrri brauzt út hafði henni vaxið fiskur um hrygg, bæði sökum viðvarandi gyðingaof- sókna í Rússaveldi og vaxandi gyðingahaturs í þýzkumælandi löndum Mið-Evrópu. Forustu- menn síonista voru flestir flóttamenn eða afkomendur flóttamanna frá þessum hættu- svæðum, sem setzt höfðu að í Englandi, Frakklandi eða Bandaríkjunum og komizt þar til áhrifa. Nú var þeim umhug- að um að nota aðstöðu sína til að veita sem flestum trúbræðr- um sínum færi á að sleppa und- an áþján og háska, og eygðu þá leið vænlegasta til að skapa öruggan griðastað að gyðinga- ríki yrði stofnað í Palestínu. Árið 1917 horfði óvænlega fyrir Bandamönnum í styrjöld- inni við Miðveldin. Þá var það að síonistaleiðtoginn Chaim Weizmann fékk talið brezku stjórnina á að birta plagg sem kennt hefur verið við utan- ríkisráðherrann sem undirrit- aði það og nefnt Balfour-yfir- lýsingin. Þar var lýst yfir að það væri vilji og ásetningur brezku stjórnarinnar að stofn- að yrði í Palestínu „þjóðar- heimkynni" gyðinga. Megin- ástæðurnar til að brezka stjórnin sté þetta skref voru að hún taldi að það myndi gera gyðinga í Mið-Evrópu frá- hverfa málstað Miðveldanna og ýta undir bandaríska gyðinga að styðja Bandamenn. Árið áður en Balfour-yfir- lýsingin var birt gerði Henry McMahon, landstjóri Breta í Egyptalandi, samkomulag sem gekk í þveröfuga átt við Huss- ein hæstráðanda í Mekka og talsmann arabiskra þjóðernis- sinna. í bréfum sem þeim fóru á milli féllst McMahon á meg- inkröfu araba um að stofnað yrði eitt og óskipt konungsríki í löndum araba austan Súez og skyldi það ná yfir Arabíu, írak, Sýrland, Líbanon og Palestínu. Að fengnu þessu fyr- irheiti Breta, hófu arabar upp- reisn gegn Tyrkjum og átti hún drjúgan þátt í sigrum Bandamanna í löndunum fyr- ir botni Miðjarðarhafs. Ekki létu brezk stjórnarvöld sér nægja að gefa gyðingum og aröbum fyrirheit sem rák- ust hvort á annað. Þeir gerðu þriðja samninginn við banda- menn sína Frakka. Meginatriði Sykes-Picot samkomulagsins er að Bretland og Frakkland skipta á milli sín löndum araba fyrir Miðjarðarhafsbotni norð- an Arabíuskaga, og skyldi Frakkland hljóta norðurhlut- ann en Bretland hinn syðri. Á friðarráðstefnunni í Versölum var ákveðið að framkvæma að mestu Sykes-Picot samkomu- lagið en loforðin við araba virt að vettugi. Palestína var gerð að brezku verndarsvæði með því fororði að Balfour-yfirlýs- ingin yrði látin koma til fram- kvæmda. Álit bandarískrar rannsóknarnefndar, sem Wil- son forseti hafði sent á vett- vang, var virt að vettugi, en hún hafði komizt að þeirri nið- urstöðu að framkvæmd loforðs- ins við síonista þýddi í raun og veru landrán, sem ekki yrði komið í kring nema með hern- aði gegn Palestínubúum. Jafnframt því sem brezka stjórnin skuldbatt sig með Balfour-yfirlýsingunni til að stofna þjóðarheimkynni gyð- inga í Palestínu, hét hún því að vernda réttindi annarra trúflokka í landinu. Þessi lof- orð voru að sjálfsögðu ósam- rýmanleg til lengdar. Á því bar ekki svo mjög fyrst í stað, því síonistum til mikilla von- brigða reyndist þorri gyðinga um allan hc'm ófús til að yfir- gefa heimkynni sín og halda til lands forfeðranna, enda áttu fjölmargir þeirra ekki til neinna forfeðra í Gyðinga- landi að telja, því þeir voru afkomendur fólks af öllum mögulegum þjóðernum sem tekið hafði gyðingatrú á ýms- um tímum. Þrátt fyrir dræmt aðstreymi gyðinga stóð aröb- um slíkur stuggur af Balfour- áætluninni, að hvað eftir ann- að kom til uppþota og vopna- viðskipta fyrsta áratuginn sem Bretar stjórnuðu Palestínu. Ekki má rugla baráttu araba gegn gyðingum saman við gyð- ingahatur og gyðingaofsóknir Arabadrengur leiðir blindan aja sinn heim í húsið þeirra sem þeir urðu að flýja meðan bardagar stóðu sem hœst. Eyypzk hjúkrunarkona hjálpar samlanda sinum, sem skaddaðist á fótum á hinni löngu Sínaí-eyðimerkurgöngu til Súez-skurðarins. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.