Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 17
þinghald á þjóðveldisöld eftir því sem næst yrði komizt sanni að beztu manna yfirsýn. En þetta er óviðkomandi því sem nú er til umræðu: friðun Þingvalla. Ég hef minnzt á fornleifarnar þar vegna þess að það er næst mínum verkahring. Jörðin geymir minjarnar og þeim er, að ég held, ekki hætta búin. Það er staðurinn sjálfur, hinn óviðjafnanlegi sögustað- ur, sem um er að ræða. Hann á að vera og er friðhelgur. Og ekki aðeins Þingvöllur, heldur þjóðgarðurinn allur, og þó enn meira, einnig nánasta um- hverfi hans í landi Kárastaða og Gjábakka, eins og löggjafi og ríkisvald hafa greinilega viljað með því að kaupa þessar jarðir. Allmiklar umræður hafa að undanförnu orðið um þessi hliðarlönd þjóðgarðsins vegna þeirrar ráðstöfunar Þingvalla- nefndar að leigja prívatfólki land undir sumarbústaði í landi þessara jarða, og sjálf- sagt er það hún sem liggur að baki umræðunum um friðun Þingvalla í þessu blaði. Ég hef velt því fyrir mér, hvað Þing- vallanefnd hafi gengið til að gera þessa ráðstöfun. Ég hef ekki komizt að neinni niður- stöðu, sem ég get tekið mark á sjálfur. Ég hef reynt að átta mig á, hvort einhvers staðar leyndist snefill af rökum fyrir því að brugðið var á þetta ráð. Ég hef engin fundið, alls eng- in. Það er engu líkara en hér hafi gerzt eitthvað svipað og þegar sterki sendirinn var leyfður í Keflavíkursjónvarp- inu. Allt í einu er hópur ráða- manna búinn að gefa leyfi fyr- ir einhverju, sem allur þorri hugsandi manna, jafnvel að þeim sjálfum meðtöldum, sér samstundis að er hið versta óráð. Keflavíkurleyfið er búið að kosta þá, sem það veittu, miklar kvalir, að ég hygg. Eins kann að vera um Þingvalla- nefnd. Heyrzt hefur (og reynd- ar hefur það sézt líka), að það eigi að láta sem allra minnst bera á sumarbústöðunum í Gjábakkalandi; þeir eiga helzt að vera faldir eins og útilegu- mannakofar. Af hverju? Að líkindum af því að þeir, sem hlut eiga að máli, finna að þeir eiga ekki að vera þar. Ég tel það svo sjálfsagðan hlut að Þingvallanefnd muni ekki út- hluta fleiri sumarbústaðaleyf- um, eftir allt sem nú er fram komið, en um hitt skal ég ekki dæma, hvort hægt er að kippa að sér hendinni með þau leyfi, sem þegar eru veitt, ef svo kynni að fara, að þeir, sem leyfin hafa, hafi ekki smekk og þegnskap til að segja: nei- takk sama og þegið. Má ekki treysta því að ekki verði haldið lengra á þessari braut? Ef ekki, þá er rétt að Alþingi taki málið í sínar hend- ur og endurskoði lögin um frið- un Þingvalla. Og þess hefði jafnvel verið þörf, þótt sum- arbústaðamálið hefði ekki komið til. Margt hefur breytzt síðan lögin voru sett, meðal annars hefur þjóðin nær tvö- faldazt. Þörfin fyrir uppland hefur stóraukizt, og þjóðgarð- urinn á Þingvöllum er — auk þess að geyma hinn fornfræga sögustað — uppland fyrir það svæði, sem langflestir lands- menn búa nú á. Þetta mun verða enn skýrara, þegar stundir líða fram. Til þjóð- garðsins var stofnað af stórhug og víðsýni, en þó er hann nú ekki of stór, heldur of lítill, og allt sem að honum þrengir er í beru ósamræmi við eðlilega þróun, og Þingvallanefnd hlýt- ur að eiga að koma í veg fyrir slíkt af fremsta megni. Þetta er auðskilið mál, og alþingis- menn ættu sízt að skilja það verr en aðrir menn, þar sem þeir eru einmitt til þess kjörnir að hugsa um landsins gagn á alla lund. Samt er ekki úr vegi að spyrja, hvort nokkur nauð- syn sé til eða hvort það sé æskilegt, að Þingvallanefnd sé skipuð alþingismönnum öðrum fremur og sé kosin pólitískri kosningu á Alþingi. Væri ekki fullt eins eðlilegt, að í nefnd- inni væru, að minnsta kosti með, nokkrir embættismenn, eða jafnvel valinkunnir áhuga- menn um verndun lands og gróðurs? Verndun þjóðgarðs- ins er að verulegu leyti nátt- úruvernd, og þá sýnist vera eðlilegt að Náttúruverndarráð eigi þar sinn hlut að máli. En skipun nefndarinnar er kannski ekki aðalatriði, heldur hvernig henni er markað starf, skyldurnar sem á henni hvíla, hvað hið opinbera vill um málefni þjóðgarðsins. Það þarf að veita Þingvallanefnd í senn meiri stuðning og aðhald en verið hefur til þess að gera hag hans sem beztan og veg hans sem mestan. Það er tillaga mín, að athug- að verði, hvort ekki sé rétt að endurskoða lögin um þjóð- garðinn á Þingvöllum, og á meðan verði Þingvallanefnd gert að úthluta ekki fleiri lóð- um, ef ekki má fulltreysta því að henni þyki nú sjálfri nóg að gert. Kristján Eldjárn. Samþykkt Ferðafélags íslands Á aðalfundi Ferðafélags íslands, sem haldinn var í Reykjavík hinn 26. apríl s.l., kom til umræðu áform Þing- vallanefndar um að leyfa byggingu sumarbústaða í landi Gjábakka á Þingvöllum. í tilefni af þessum umræðum bar forseti félagsins upp eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var með öllum greidd- um atkvæðum gegn einu: „Aðalfundur Ferðafélags Íslands haldinn i Reykjavík 26. apríl 1967 beinir þeim tilmælum til ríkisstjómarinnar, að hún hlutist til um það, að stöðvaðar verði byggingar sumarbústaða í landareignum ríkisins á Þingvöllum og við Þingvallavatn, og stefnt verði að því, að fjarlægja þá sumarbústaði, sem fyrir eru innan þjóðgarðsins og í næsta nágrenni hans.“ Af mistökum hefur þessi tillaga ekki verið birt almenn- ingi fyrr en nú, en segja má, að betra sé seint en aldrei. Virðingarfyllst, f. h. stjómar F. í. Sigurður Jóhannsson p.t. forseti Samþykkt Félags íslenzkra fræða Á aðalfundi Félags íslenzkra fræða bar Þórhallur Vil- mundarson upp eftirfarandi tillögu sem samþykkt var í einu hljóði: „Aðalfundur Félags íslenzkra fræða, haldinn 16. marz 1967, átelur harðlega þá ráðstöfun Þingvallanefndar að út- hluta einstaklingum sumarbústaðalóðum í landi þeirra jarða í Þingvallasveit, sem ríkið hefur fest kaup á til vemdunar helgasta sögustað þjóðarinnar, Þingvelli við Oxará. Þar sem Þingvallanefnd hefur brugðizt því hlutverki sínu að standa vörð um hinn fomhelga þingstað og gerzt í þess stað lóðaúthlutunarnefnd, skorar fundurinn á Alþingi ís- lendinga að grípa fram fyrir hendur nefndarinnar, koma í veg fyrir frekari sumarbústaðabyggingar einstaklinga á Þingvallasvæðinu og vinna að því að endurheimta til frið- unar þau sumarbústaðalönd á umræddu svæði, sem þegar hafa verið afhent einstaklingum. Jafnframt skorar fundurinn á þá borgara, sem úthlutað hefur verið lóðum á Þingvallasvæðinu á þessum vetri, að afsala sér lóðum og hætta við bygging sumarbústaða þar.“ Þetta skilti stendur í miðju landi þjóöarinnar við veginn að sumar- bústað Gisla Jónssonar. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.