Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 14
1938; kaupsýslumenn álitu hann núorð- ið sendiboða sjálfs djöfulsins og jafnvel samherjar hans voru uggandi útaf hiki hans og hringlanda. Atvinnuleysingjar voru orðnir nálægt tíu milljónum árið 1938. Einungis sauðsvartur almúginn virtist enn halda tryggð við Roosevelt — hann náði enn til fjöldans í útvarpsþátt- um sínum og ferðalögum um þver og endilöng Bandaríkin. Þegar lítil gömul kona í Marietta í Ohio kraup á kné og strauk blíðlega yfir rykugt fótspor hans, tjáði hún með táknrænum hætti tilfinn- ingar milljóna samlanda sinna. Blaða- menn, þingmenn, verkalýðsleiðtogar og kaupsýslumenn kynnu að ráðast á hann — en bandaríska þjóðin mundi aldrei bregðast honum. Meðan kreppti að heimafyrir á árun- um 1937 og 1938, fóru utanríkismál í fyrsta sinn fyrir alvöru að valda Banda- ríkjamönnum og þá einkum Roosevelt áhyggjum. Þau voru í vissum skilningi auðveldari viðfangs en efnahagsmálin. Gegnir og gáfaðir menn gátu haft gagn- stæðar skoðanir á því, hvernig bregðast bæri við viðskiptakreppu, en enginn gegn eða gáfaður Bandaríkjamaður gat haft samúð með framferði nazista eða árásar- stríði Japana í Kína. Hinsvegar var mjög erfitt fyrir Roosevelt að veita forustu í utanríkismálum, þar sem Bandaríkin voru svo fjarlæg atburðum í Evrópu eða Asíu og fólkið vildi ekki um slík mál hugsa — úthöfin voru talin örugg vörn. Þegar Roosevelt lagði eyrun við þeirri að- vörun, að Bandaríkjamenn gætu ekki stungið hausnum í sandinn, og hélt hvassyrta ræðu gegn möndulveldunum 1937, urðu óánægjuraddirnar svo hávær- ar að hann sá sig tilneyddan að draga inn seglin. Hann var of séður til að gera þá skyssu Wilsons að vera of langt á undan almenningsálitinu. Kveða varð niður einangrunardrauginn, áður en Bandaríkin gætu tekið afstöðu í deilum annarra ríkja. Sjálfur var Roosevelt ekki í neinum vafa um, hvert stefndi, enda sagði hann við Leahy flotaforingja um þetta leyti: „Bill, það verður stríð, og ég mun þarfnast þín.“ Flestir Repúblikanar og margir Demó- kratar voru staðráðnir í að binda hend- ur hans, svo hann gæti ekki dregið Bandaríkin útí væntanlega styrjöld. Ár- ið 1937 samþykkti þjóðþingið hlutleysis- lög sem bönnuðu öll viðskipti við og lán- veitingar til ríkja sem ættu í stríði (ekki bara árásarríkja, einsog Roosevelt lagði til), og þrívegis var þessi stefna ítrek- uð. í Asíu lét Roosevelt sér nægja að senda Sjang Kaí-sék fjárstyrk fyrir lof- orð um áframhaldandi viðnám gegn Japönum. Að því er varðaði Evrópu, gátu Roosevelt og Cordell Hull utanríkisráð- herra ekki gert mikið annað en senda út mótmæli gegn óhæfuverkum Hitlers. Margir stjórnmálaritstjórar voru æfir vegna varkárni og forustuleysis Roose- velts. En bakvið tjöldin hjálpaði hann Bretum og Frökkum til að kaupa banda- rískar flugvélar, og urðu mikil læti er upp komst. Þegar öldungadeildarþing- maður kvað Roosevelt hafa lýst því yfir í einkaviðtali, að landamæri Bandaríkj- anna væru við Rín, neitaði forsetinn af- dráttarlaust að hafa sagt það, þó hann vissi að satt væri. Hann velti jafnvel fyrir sér að létta banninu af vopnasend- ingum til lýðveldishersins á Spáni, en lét undan óttanum við missi kaþólskra atkvæða, andstöðu Cordells Hulls og sínu eigin hiki. Hann hélt áfram að tala máli friðar og sátta, þó hann sæi hvert stefndi, og þegar hann fékk fyrstu tilkynninguna um innrás Þjóðverja í Pólland 1. septem- ber 1939, sagði hann: „Jæja Bill, loks- ins er það komið. Guð hjálpi okkur öll- um.“ Hefði Roosevelt getað komið í veg fyrir seinni heimsstyrjöld með einbeittari for- ustu á árunum 1937—’39? Margir eru þeirrar skoðunar, en spurningunni er ekki auðsvarað. Roosevelt var ekki í spor- um Hitlers eða Stalíns sem gátu snúið almenningsálitinu á augabragði, þegar þeim bauð svo við að horfa. Segja má að hann hafi ekki verið nægilega snöggur að fá þjóðina á sitt band, en það var heldur ekkert áhlaupaverk einsog á stóð. Eftir að heimsstyrjöldin hófst var hlut- leysislögunum breytt, þannig að Bretar og Frakkar fengu heimild til að kaupa bandarísk hergögn og flytja heim á eig- in skipum. Tveir Repúblikanar, Stimson og Knox, voru teknir í ríkisstjórnina og settir yfir hermála- og flotamálaráðu- neytin. Roosevelt setti þjóðinni það mark að framleiða 50.000 herflugvélar á ári og hét bandamönnum hverskonar hjálp annarri en þátttöku í stríðinu. Eftir ófarir bandamanna 1940, fall Frakklands, flóttann frá Dunkirk og nauðvörn Breta, sáu Bandaríkjamenn sína sæng upp reidda: Ameríka kynni að verða einangruð í heimi einræðis- ríkja. Roosevelt varð æ djarfari í til- tektum sínum, en gætti þess ævinlega að vera ekki nema hæfilega langt á undan þjóðinni. Hann lét Breta með leynd hafa 50 gamla tundurspilla gegn afnotum af herstöðvum á Vestur-Atlantshafi, og varð fyrir miklu aðkasti af þeim sökum. Því næst taldi hann þjóðþingið á að sam- þykkja (með miklum semingi) lög um herskyldu. Einangrunarsinnar æptu gegn honum, sett var á laggirnar nefnd til að berjast gegn honum með öldungadeildar- þingmennina Borah, Johnson og Wheel- er í broddi fylkingar. Lindbergh ofursti, sem var einskonar þjóðhetja eftir flug sitt yfir Atlantshafið, sagði snemma á árinu 1941, að stríðið væri tapað og að enginn vildi stríð nema „Bretar, gyð- ingar og ríkisstjórn Roosevelts." Á árunum 1936—39 var gengið útfrá því sem vísu að Roosevelt mundi virða þá gömlu hefð, að enginn forseti mætti sitja lengur en tvö kjörtímabil. Hann var búinn að semja við tímaritið Collier’s um að verða ritstjóri þess með 75.000 dollara árslaun þegar hann léti af embætti 1941. Stríðið breytti þessum áætlunum, og ekki þurfti mikla eftirgangsmuni til að fá hann til að bjóða sig fram í þriðja sinn, því hann var bæði valdaþyrstur og réttilega sannfærður um hæfileika sína, en sú ákvörðun kostaði hann marga vini og staðfesti gruninn um „einræðistil- hneigingarnar". Eftir mikla baráttu í röð- um Repúblikana var kaupsýslumaðurinn Wendell Willkie boðinn fram gegn hon- um, en Willkie var líka harður stuðnings- maður bandamanna og andvígur ein- angrunarsinnum. Bob Hope sagði í þessu tilefni: „Willkie hefur augastað á for- setastólnum, en sjáið þið bara hvað Roosevelt hefur á honum!" Willkie stóð sig betur en nokkur annar keppinautur Roosevelts, hlaut 22 milljónir atkvæða, en Roosevelt 27% milljónir. Þó forsetinn ætti fylgi sitt einkum meðal lágstéttanna, gerði hann sér ljóst að nú yrði hann að sættast við kaupsýslu- og stóriðjujöfrana til að tryggja afköst framleiðslunnar og sigur í stríðinu. Þó hélt hann fast við það í kosninga- baráttunni, að bandarískir hermenn yrðu ekki sendir til erlendra vígstöðva. Banda- ríkin áttu einungis að vera „vopnabúr lýðræðisins". Hann kom einnig fram með tillöguna um láns- og leigukjör handa hinum stríðandi þjóðum, þannig að þær fengju nauðsynlegan varning frá Banda- ríkjunum án tillits til þess hvort þær gætu greitt fyrir hann eða ekki. Varð það upphafið að alþjóðlegu hjálparstarfi 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.