Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 40
Marc Chagall, 1933 ÖRLðG SOVÉZKRA GYRINGA Hann er þeklctur undir nafninu Elie Wiesel, en raunverulegt heiti hans er númer — A-7713 — brennt ú hœgri handlegg hans í Auschwitz átlur en hann náði fimmtán ára aldri. Fjölskyldan var frá Sighet í Transyl- vaníu og ekkert œttmenna hans komst lífs af: hann varð vitni að flutningi móður sinnar og þriggja systra í gasklefann og brennsluofn- ana þar sem þaer voru þurrkaðar út. Síðan horfði hann uppá píslir föður síns og fjölda annarra gyðinga. „Eg mun aldrei gleyma þessu, jafnvel ckki þó ég verði daemdur til að lifa jafn- lengi sjálfum Guði almáttugum. Aldrei,“ slcrifaði hann í LA NUIT (Nóttin), fyrstu bók sinni, sem jafn- framt er ein merkilegasta fáanleg heimild um þrælabúðirnar. Síðan hefur hann haldið áfram að skrifa um örlög gyðinga, og má með- al annarra bólca hans nefna L’AUBE (Dögunin), LE JOUR (Dagurinn), LA VILLE DE LA CIIANCE (Borg heppninnar), LES PORTES DE LA FORÉT (Skógardymar) og LE CIIANT DES MORTS (Söngur hinna dauðu). Ilann bjó ellefu ár % París, en er nú búsettur í Neui York og hefur aj fyrir sér með blaðamennsku og öðrum ritstörfum (skrifar enn á frönsku). Síðasta bók hans kom út í Frakklandi ekki alls fyrir löngu og ber titilinn LES JUIFS DU SILENCE (Gyðingar þagnarinnar). I‘ar segir frá langri reisu hans meðal gyðinga í Sovétríkjunum, einkan- lega í borgunum Moskvu, Leníngrad, Kíev (Kœnugarði) og Tíflis. Við gefum Elie Wiesel orðið: „Lengi höfðu vestrænar ásak- anir um ofsóknir á hendur þeim 3.000.000 gyðingum, sem i Sovétríkjunum búa, valdið mér óróleik. Þær virtust vera ýktar. Bakvið járntjaldið eru engin múgmorð, sagði ég við sjálfan mig. Þar er ekkert sem líkt verði við Þýzkaland naz- ismans. Hversvegna er þá ver- ið að dreifa orðrómi, kannski ósönnum aðdróttunum? En sé það satt sem sagt er, þá erum við jafnsek, því gyðingar í vestrænum löndum bregðast dauflega við og gera lítiö til að hjálpa rússneskum bræðrum sínum. Svo má enn spyrja, hvort rússneskir gyðingar kæri sig raunverulega um að al- menningsálitinu í heiminum verði breytt. Kannski kjósa þeir fremur þögnina af ótta við að mótmæli mundu einungis gera aðstöðu þeirra enn verri. ir, pyndaðir með grimmilegum hætti og loks skotnir. Meðal þeirra voru nokkrir mestu gyð- ingarithöfundar samtímans: Peretz Markitsj, Itzik Feffer, Der Nister og David Bergelson. Sjlómó Mikhoels, stórmerkur leikari og leikstjóri, var myrt- ur í Minsk. Tugir þúsunda gyð- inga voru fluttir nauðungar- flutningi til Síberíu. En hver var undirrót þessa skyndilega æðis gegn ýmsum gáfuðustu þegnum þjóðfélags- ins? Vafalaust var Golda Meir hin óbeina orsök. Árið 1948, skömmu eftir að hún hafði ver- ið skipuð sendiherra ísraels í Moskvu, fór hún í samkundu- hús gyðinga til að taka þátt í áramótahátíðahöldum. Hópur gyðinga fagnaði henni þegar hún birtist. Andspænis þessum þjóðernislega ákafa urðu yfir- völdin felmtruð. lagi. Þessvegna valdi ég hátíða- skeiðið að haustinu til að hitta gyðingana sem kæmu til helgi- athafna í samkunduhúsunum. Alger andleg einangrun Ég fann ótta — hvarvetna. Þegar ég lagði spurningar fyr- ir fólk svaraði það yfirleitt alls ekki. Ef einhver svaraði mér, hætti hann kannski alltíeinu í miðri setningu. Þegar ég reyndi að hefja samræður að nýju, lét viðmælandinn sem hann kannaðist ekki við mig. Eða fólk sagði við mig: „Mund- irðu trúa því sem ég gæti sagt þér? Og ef þú tryðir því, gæt- irðu þá skilið það?“ Þetta fólk lifir í stöðugum ótta við ákær- ur. „Ef við tölum við útlend- inga, erum við spurð spjörun- um úr um samtalið." Hvers- vegna? Það veit enginn, vegna þess að fólkið, sem þannig er kallað fyrir til yfirheyrslu, er ekki lögsótt. Þessi ótti er þeim mun eftir- takanlegri sem hann er gagn- stæður andrúmsloftinu sem nú ríkir almennt í Rússlandi. Það er hægt að efna til samræðna hvar sem er, tortryggni í garð vesturlandabúa er nálega horf- in, og fólkið skopast jafnvel að valdhöfunum. En það á ekki við um gyðinga, sem eru múr- aðir inní andleg einangrunar- hverfi þar sem þeir eru að kafna. Það kom stundum fyrir að gyðingur benti mér var- færnislega á einhvern og segði: „Varaðu þig, hann er uppljóstr- armaður“. Og nokkrum mínút- um síðar kom „uppljóstrar- maðurinn“ og bar fram sömu sök á hendur þeim sem hafði bent á hann. „Hversvegna skyldi hann vera uppljóstrar- maður?“ spurði ég. „Hverju getur hann ljóstrað upp?“ Og ég fékk ævinlega sama svar- ið: „Þú getur ekki gert þér það í hugarlund; þú getur ekki skilið það.“ Ég fann aftur kjör fanga- búðagyðingdómsins sem ég hafði þekkt í Þýzkalandi — en með ákveðnum blæbrigðum. í Leníngrad er andrúmsloftið eilítið þvingunarminna en í Moskvu, annarri stærstu gyð- ingaborg veraldar næst á eftir New York með 500.000 gyðinga. En í Kænugarði (Kíev) — og yfirleitt í Úkraínu allri — er ástandið mun verra. Þar er gyðingahatur rótgróið. Bóhdan Tsjmíelniki, þjóðhetja Úkra- ínu, gat sér frægðarorð með því að þurrka út samfélög gyð- inga svo hundruðum skipti á Stalín skóp þeim helvíti Ég lét ekki af að spyrja sjálf- an mig þessara spurninga. Eina færa leiðin til að fá svör við þeim var að fara á vettvang og kynnast ástandinu af eigin raun, þareð samfélög gyðinga í Sovétríkjunum höfðu verið nálega einangruð frá umheim- inum um árabil. Fyrir seinni heimsstyrjöld beindist athygli gyðinga um heim allan að því sem var að gerast í Þýzkalandi. Enginn hafði tíma til að gera sér rellu útaf Rússlandi.. Svo féll járntjaldið. Vafalaust vissu allir að Lenín hafði lýst yfir þeim ásetningi sínum að uppræta gyðingaof- sóknir, sem höfðu verið heift- arlegar á tímum keisaranna. Síðan gerist það árið 1926, að Ráðstjórnin reynir að koma á fót sjálfstjórnarlýðveldi gyð- inga lengst austur í Síberíu, við landamæri Mansjúríu kringum Bíróbidzan. Átti það að vera svar hennar við Zíonistahreyf- ingunni. En ekkert nema end- urheimt Fyrirheitna landsins gat vakið messíasar-eldmóð með gyðingum, og fáir þeirra reyndust fúsir að flytjast þang- að. í Bíróbidzan-lýðveldinu búa nú færri en 20.000 gyðingar, en heildartala íbúanna er 160.000. Tilraunin fór með öðr- um orðum útum þúfur. Uppúr 1950 hóf Stalín hreins- anir sínar. Andfasistanefndin, sem menn af gyðingastofni höfðu myndað á stríðsárunum, var alltíeinu leyst upp. Að Ilja Ehrenbúrg einum undantekn- um voru allir nefndarmenn fangelsaðir, sakaðir um njósn- Síðan kom „læknasamsærið" svokallaða, sem varð átylla til nýrra sakargifta á hendur gyðingum, og er talið að ein síðasta fyrirætlun Stalíns hafi verið sú að flytja alla gyðinga til Síberíu. Eftir lát hans var talið að martraðarskeiðinu væri lokið. En fyrir fjórum ár- um birti Trófim Kitsjkó, sem á sæti í Stjórnvísindaakademí- unni í Kænugarði, bók undir heitinu Gyðingdómurinn án dulargervis, og er hún ómenguð stæling á gervivísindabækling- um Göbbels. Þar sem vitað er að engin bók fæst gefin út í Sovétríkjunum án samþykkis stjórnarvaldanna, fór ekki milli . mála að þessi útgáfa var til ■ marks um ákveðna afstöðu. Um heim allan komu fram há- vær andmæli. Krústsjov til- kynnti síðar að bókin hefði ver- ið afturkölluð. Eftir þetta vekur það furðu að langflestir þeirra, sem dæmdir eru til dauða fyrir efnahagsglæpi, eru gyðingar, og umfram allt furðar mann á að dagblöðin skuli leggja áherzlu á þetta með sérstakri velþóknun. Hámark þessarar blaðaherferðar birtist í dag- blaði í Daghestan: þar var því haldið fram, að gyðingar fremdu helgimorð, og þarmeð blásið nýju lífi í ásökun sem fyrst kom fram á miðöldum. Eftir Auschwitz var mér um megn að skilja hvernig slíkt gæti enn gerzt. Til að fá end- anlega niðurstöðu um málið lagði ég.úpp í þetta ferðalag. Ég hafði engan áhuga á að spyrja rabbína; þar sem þeir eru háðir yfirvöldunum láta þeir aldrei af að fræða erlenda gesti uhi áð allt sé í stakasta 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.