Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 54
Leikmynd eftir Hubert Calleau frá 1547, sem sýnir simultansvið helgileikjanna í Valenciennes í Norður-Frakklandi. Þessi teikning er bezta heimild sem til er um miðaldalelksvið með sínum mörgu ,,mansiones“: Þannig sjáum við t. d. paradís, musterið, Jerúsalem, höllina og svelg helvítls (yzt t. h.) Gunnar Bjarnason: LEIKMYNDIN Leikmyndateiknun er ung listgrein hér á landi. Að vísu má segja að við komu Sigurðar Guðmundssonar málara til Reykjavíkur haustið 1858 hefj- ist saga leikmyndlistar á ts- landi. Hann byrjar þá þegar að vinna að leiksýningum, upp- setningu þeirra og málun leik- tjalda, og veturinn 1862 setur hann á svið Útilegumenn Matt- híasar Jochumssonar en þá gerir hann einnig leikmynd, er skapar leiknum umgjörð, sem að vísu takmarkaðist af hinu litla sviði. Leiktjöld Sigurðar málara við Útilegumenn Matthíasar hafa varðveitzt og eru nú geymd í Þj óðmin j asaf ninu. Við tilkomu Iðnó aukast þró- unarmöguleikar íslenzkrar leikmyndlistar. Sviðið í Iðnó var stærra en áður hafði þekkzt hér á landi og farið var að gera meiri kröfur til leik- myndarinnar. En það er þó ekki fyrr en Þjóðleikhúsið tekur til starfa, að íslenzkri leikmyndlist er skapaður fastur grundvöllur. Árið 1949 var Lárus Ingólfsson ráðinn leikmyndateiknari við Þjóðleikhúsið, en hann er sá maður er lengst hefur fengizt við leikmyndateiknun hérlend- is eða frá 1934, er hann byrjaði störf hjá Iðnó. Lárus er nú yfirleikmyndateiknari Þjóð- leikhússins. Þróun leikmyndlistar hefur ávallt fylgt þróun leikhússins og einnig mótazt af stefnu myndlistar á hverjum tíma. Hér mun þessi þróun rakin í stórum dráttum, allt frá grísku leikhúsunum og til okkar daga. Elzta gríska leiksviðið var aðeins hringmyndaður dans- flötur, og á þessu leiksviði hafa menn byggt ályktanir sínar um það hvernig elztu leiksviðin litu út. Það er vitað með vissu um þessi grísku leiksvið, að einustu byggingarnar voru dansflötur- inn, súlnahliðið og altarið. Einhverntíma milli 500—450 f. Kr. var reist skýli yzt á dans- fletinum, en í skýli þessu voru allir hlutir geymdir, er til- heyrðu sýningunni, og þar skiptu leikarar um búninga. Skýlið þjónaði einnig þeim til- gangi að vera nokkurs konar bakgrunnur sýningarinnar. Fyrst í stað létu menn sér nægja að skipta um svið (leik- mynd) með einföldum munum, en brátt var farið að nota mál- aða hluti, t. d. segir Vitruvius (sem var uppi á fyrstu öld f. Kr.), að Agatargos frá eyjunni Samos hafi gert málverk við harmleiki Eskýlosar, en það er erfitt að segja til um, á hvaða árum þetta hefur verið, en tal- ið er að það hafi verið um 450 f. Kr. Þó þessar heimildir séu til um vísi að leiktjöldum á þess- um tíma, þá gáfu svið klass- ísku leikhúsanna ekki mikið tilefni til málverka eða upp- bygginga á sviði, enda voru aldrei notuð leiktjöld í nútíma- merkingu á þessum fábrotnu grísku sviðum. Frá þessum tíma má finna í verkum Vitruviusar ákveðnar hugmyndir um það hvernig leikhús á að vera, en minna stendur um hvernig svið eða leikmynd á að vera. Þó segir hann meðal annars, að ólikar leikmyndir eigi að vera fyrir harmleik, gamanleik og ádeiluleikrit. Fyrir harmleiki á leikmyndin að vera með súlum, höggmynd- um og öðru ámóta skrauti, en fyrir gamanleikina á að byggja upp venjuleg hús með glugga- röðum, svölum og útsýni, og leikmynd ádeiluverksins skal skreytt með trjám, hellum fjöllum og öðru landslagi. Rómverska leikhúsið, sem byggði á gríska leikhúsinu, stóð á háu stigi, sérstaklega á fyrstu öld f. Kr., og var fyrsta rómverska steinleikhúsið byggt um 55 f. Kr. í Róm. Það var reist í hálfhring eða í sama stíl og grísku leikhúsin. Á miðöldum var varla um aðra leiki að ræða en helgi- leiki, og voru þeir ýmist leiknir í kirkjum eða á torgum fyrir framan þær, en um 1100 má segja að þeir flytjist að öllu leyti úr kirkjunum á stærstu torg bæjanna, og samfara því var byrjað að byggja upp svið á pöllum og nefndust þau simultansvið. Á þessum sviðum mun oft einföldum máluðum tjöldum hafa verið komið fyrir, en tjöld þessi sýndu í flestum tilvikum andstæðurnar himnaríki og helvíti. í Englandi var farið að byggja sviðið upp á vögnum, og mun það einnig hafa tíðkazt eitthvað á Spáni, ítalíu og í Austurríki. Á seinni hluta 15. aldar ryður perspektívið sér til rúms í málaralistinni, og strax í byrj- un 16. aldar koma hin svoköll- uðu perspektívsvið til sögunnar innan leikhússins. Hinn stóri meistari perspekt- ívsviðanna var arkitektinn Baldasare Peruzzi, og eru ekki hvað sízt honum að þakka tengslin milli byggingalistar og leikmyndateiknunar. Á dögum Peruzzis fengu áhorfendur að sjá mikið af borgum, götusviðum, fögrum görðum og öðru þess háttar, er þeir horfðu á leiksýningar. Næsta skrefið til leiktjalda- leikhússins var bygging Teatro Farnese í Parma, en það leik- hús byggði ítalski barokk-arkí- tektinn Giovanni Battista Ale- otti árið 1619. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.