Samvinnan - 01.10.1967, Síða 18

Samvinnan - 01.10.1967, Síða 18
Bústaöur Gísla Jónssonar Bústaöur Óskars Gíslasonar Bústaöur Óla Barðdals Bústaöur Fanneyjar Pétursdóttur Bústaður Bárðar Danielssonar SIGURÐUR MAGNÚSSON: ÞINGVALLA- HNEYKSLIÐ Ég tel að þeim þætti Þing- vallamálsins, sem hófst með tillögu um vítur á Þingvalla- nefnd, sem ég bar fram á fundi Ferðamálaráðs 5. júlí 1966 og samþykkt var þar, hafi raun- verulega verið lokið með grein, sem ég skrifaði 4. ágúst í fyrra, og Tíminn birti, þar sem eng- in tilraun hefir síðar verið gerð til afsönnunar á þeim stað- hæfingum, er þar voru uppi hafðar. Ég er enn fullviss um, að í greininni hafi ég fært að því óyggjandi rök, að friðunarlög- in áttu ekki einungis að varð- veita það svæði, sem þá af- markaði sjálfan þjóðgarðinn, heldur hafi þeim einnig verið ætlað að tryggja, að einstökum mönnum yrði ekki heimilað að byggja í landi jarðanna Kára- staða, Brúsastaða, Svartagils og Gjábakka. Ég vakti á því athygli, að sumarbústaðirnir, sem nú eru risnir, bæði innan sjálfs þjóðgarðsins og í landi jarðanna fjögurra, sem frið- aðar voru vegna hans, bæru þess vitni, að Þingvallanefndir hefðu framið gróft trúnaðar- brot. Vitað var þá, að núver- andi Þingvallanefnd hafði í hyggju að úthluta um 30 nýj- um sumarbústaðalöndum á þessu svæði. Ég taldi nauðsyn- legt að þetta yrði stöðvað, og skaut máli mínu bæði til úr- skurðar þjóðarinnar allrar og forsætisráðherrans, sem sam- kvæmt friðunarlögunum er yf- irmaður nefndarinnar. Ég rifj- aði upp nokkur ummæli þeirra alþingismanna, sem á sínum tíma áttu mestan þátt í laga- smíðinni, en þau tóku af öll tvímæU um það sem hér var mergur máls; landið var allt friðað með lögunum og ráð- stöfun þess til einstakra manna var af þeim sökum algjörlega óheimil. Ég fullyrði ekki, að í Bret- landi myndu hinir seku hafa verið lögsóttir ef sams konar hneykslismál hefði verið opin- berað þar í landi, en ég skal ábyrgjast, að bæði þar og á Norðurlöndum myndi lóðaút- hlutunin hafa verið stöðvuð og ráðstafanir gerðar til þess að hinir ólöglega byggðu sumar- bústaðir hyrfu smám saman úr þjóðgarðinum og friðaða svæðinu utan hans. Það mátti einnig eftir atvikum telja lang- samlega farsælustu lausnina, þar sem segja má, að hér hafi upphaflega miklu fremur ver- ið um að ræða slysni en af- brot, siðvillu en siðblindu. Sennilega má rekja fyrstu lög- brotin til elztu Þingvallanefnd- arinnar, og eins og hver syndin býður annarri heim, þannig taldi einn sér það heimilt, sem öðrum hafði reynzt átölulaust, hvort sem það var nú réttur til þess að veita eða þiggja rangfenginn hlut. Gömlu sumarbústaðirnir voru ekkert vandamál. Eigend- ur þeirra höfðu um árabil not- ið forréttinda, sem þeir aldrei áttu að fá. Engu máli skipti, hvort húsin fengju að standa árinu lengur eða skemur. Aðal- atriðið var, að þeir hyrfu með tímanum, og að þar kæmi aft- ur ilmur úr friðlýstri jörð, ber á lyng og lauf á grein, er nú var orðið það „Grímsstaða- holt“, er upp hafði risið „í skjóli skipulagsleysis" þess, sem einn af lagasmiðunum óttaðist að verða myndi ef lögin tryggðu ekki hvort tveggja; algera friðun á landi jarðanna fjögurra og þjóð- garðsins sjálfs. Aðalatriðið var að stöðva öfugþróunina, hætta við út- hlutun lóðanna og græða smám saman sárin, sem skammsýnir menn höfðu veitt hinni friðuðu jörð. Staðsetning einkabústaða þeirra, sem nú eru innan þjóð- garðsins sjálfs, er svo augljóst hneykslismál, að um það þarf ekki að fjölyrða, en ef einhver skyldi trúa því að höfundar friðunarlaganna frá 1928 hefðu ætlað að láta óátaldar bygging- ar sumarbústaða í landi jarð- anna fjögurra, sem næst liggja þjóðgarðinum og fyrr eru nefndar, þá ráðlegg ég hon- um að lesa grein mína, sem birtist í Tímanum 12. ágúst í fyrra, en þeim, sem því nenna ekki, vil ég benda á, að í lög- unum segir m. a. svo: „Ekkert jarðrask, húsabygg- ingar, vegi, rafleiðslur eða önn- ur mannvirki má gera á hinu friðlýsta svæði eða í landi jarðanna Kárastaða, Brúsa- staða, Svartagils og Gjábakka, nema með leyfi Þingvalla- nefndar". Mér þykir sennilegt að svipað ákvæði verði sett núna á jóla- föstunni í friðunarlögin um þjóðgarðinn nýja að Skafta- felli í Öræfum. Náttúruvernd- arráð hlýtur að fá leyfi til að reisa þar þær byggingar, sem það telur nauðsynlegar til þess að almenningur geti notið hins friðlýsta svæðis, t. d. eins og menn telja nú eðlilegt að Val- höll eða einhver annar almenn- ur greiðasölustaður sé á Þing- völlum. Hún verður einnig að fá rétt til að banna „jarðrask, húsabyggingar" og annað það, sem spillt geti sameign þjóð- arinnar að Skaftafelli. En hvað haldið þið að lands- fólkið myndi segja, ef það fréttist á útmánuðunum að þeir Birgir Kjaran, Sigurður Þórarinsson og aðrir góðir og heilvita menn í Náttúruvernd- arráði hefðu í skjóli þessa ákvæðis úthlutað til vina og vandamanna nokkrum tugum sumarbústaðalóða að Skafta- felli? Ég er sannfærður um, að þess konar tiltæki ætti fremur að leiða til rannsóknar á geð- heilbrigði en kröfu um máls- sókn vegna trúnaðarbrots. í þessu sambandi skiptir samanburður á náttúrufegurð þessara tveggja stórbrotnu og unaðslegu landssvæða sára- litlu máli, en sögufrægð og helgi Skaftafells og Þingvalla er þó mjög ósambærileg. Og ef við teljum rétt árið 1967 að tryggja það með lagasetningu eða reglugerðum, að upp rísi ekki að Skaftafelli „eins kon- ar Grímsstaðaholt í skjóli skipulagsleysis og stundar- hagnaðar einstakra listsnauðra manna“— hví skyldum við þá efast um að þeim vísu mönn- um, sem eiga nú sæti á Al- þingi, takist með lagasetningu að tryggja það? Og hverjum kemur í hug, að þeir Jónas Jónsson, Bernharð Stefánsson, Jón Baldvinsson og aðrir þeir góðu menn, sem á sínum tíma beittu sér fyrir lögunum um friðun sjálfra Þingvalla og jarðanna fjögurra, hafi verið þeir blábjánar að gera þau svo illa úr garði, að þrátt fyrir þau mættu einstakir menn taka til við að hrúga upp sumarbústöð- um á því sögufræga og fagra landi, sem þeir ákváöu að frið- lýsa? Nei, lögin sjálf eru mjög ótví- ræð, og þess vegna eru laga- brotin afar augljós. Af því, sem hættulegast má telja þess, sem orðið hefir eða ekki varð frá því er Tímagrein- in birtist í fyrra, tel ég að fyrst og fremst beri að vekja athygli á sinnuleysinu, sofandahætt- inum, sem einkennt hefir það, sem nefna má almenningsálit. Að vísu heyrist enginn mæla Þingvallanefnd minnstu bót, og nokkrir þjóðhollir borgarar hafa ritað í blöð og lýst van- þóknun á framferði nefndar- innar. Stöku fundarsamþykkt-

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.