Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 57
ara nútímans, Josef Svoboda,
en kenningar hans og vinnu-
brögð eru mjög gott dæmi um
stefnu í leikmyndlist á okkar
tímum.
Josef Svoboda er fæddur 10.
maí 1920 í Cáslan í Tékkóslóv-
akíu.
Að loknu námi í leikmynda-
teiknun réðst hann sem yfir-
leikmyndateiknari til Þjóðleik-
hússins i Prag.
Samhliða því starfi er hann
einnig yfirleikmyndateiknari
við hið víðfræga leikhús
Laterna Magika í Prag.
Hann hlaut sérstök heiðurs-
verðlaun árið 1954 fyrir frá-
bært starf í þágu listar sinnar
frá tékkneska ríkinu.
Á þriðju leikmyndasýning-
unni í Sao Paulo vöktu verk
hans heimsathygli, enda hlaut
hann gullverðlaun sýningar-
innar fyrir bezta verkið.
Josef Svoboda er nú löngu
þekktur fyrir sín frábæru verk
og er vafalaust einn fremsti
leikmyndateiknari allra tíma.
Svoboda er fyrst og fremst
maður leiksviðsins; hann er
ekki aðeins listmálari, þó hann
noti striga og liti; hann er ekki
aðeins byggingameistari, þó
hann noti tré og málm; hann
veit að listamaðurinn verður að
þekkja vel efnið, sem sköpun-
arverk hans er unnið úr, kosti
þess og kröfur, og einnig hverja
þýðingu ljós, augu, efni og eðli
hafa.
Fyrir Svoboda er hver leik-
mynd tilraun að svo miklu
leyti sem verkið krefst hugsun-
ar, úrlausnar, hagnýtrar skipu-
lagningar, og að því leyti sem
árangur verka hans er lagður
undir úrskurð áhorfenda.
Aðalástæðan fyrir því að
Josef Svoboda hefur náð svo
langt í list sinni er samfelld
rannsókn hans á möguleikum
sviðsins og áhrifum þess á sam-
tíðina.
Svoboda hefur sagt: „Ég vil
hafa hreyfanlegt leiksvið, þar
sem hreyfing er lögmál, svið
sem getur breytt formi og
byggingarlagi eftir þörfum
leiksins í samræmi við inni-
hald hans.“
Ef það er rétt að leiksýning
heimti ákveðið form í uppsetn-
ingu, er einnig rétt að sviðið
og þýðing þess kallar fram
hreyfingu og framtakssemi
skáldsins og hefur áhrif á það.
Frumleiki Svoboda felst ekki
hvað sízt í því, að hann þekkir
alla möguleika nútímasviðs-
tækni og kann að nota sér
hana í þágu listarinnar og læt-
ur jafnframt leikritaskáldinu í
té þekkingu á áhrifamætti
leiksviðsins.
LeikmyncL eftir Svoboda fyrir óperuna „Prodana Nevesta" eftir Smetana.
Leikmynd eftir Svoboda fyrir óperuna „Tosca" eftir Puccini.
57