Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 63

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 63
Gömul skopmynd af Lúter og /ylgjendum hans, sem hafa Bíblíuna eina að vopni, and- spcenis Leó X og stuðnings- mönnum hans, sem hafa gnœgð sundurleitra vopna. vissi páfi um fjárgræðgi aflátsmanna, mundi hann fremur kjósa að dómkirkja heilags Péturs brynni til ösku en að hún yrði smíðuð úr húð, holdi og beinum hans eigin sauða. 56. Fjársjóðir kirkjunnar, sem páfi veitir aflát úr, eru hvorki nógu vel skil- greindir né kunnir lýði Guðs. 62. Hinn sanni fjársjóður kirkjunnar er hið háheilaga fagnaðarerindi dýrðar Guðs og náðar. 84. Ennfremur: Hvers konar ný guð- rækni Guðs og páfa er það, er þeir láta guðleysingja og fjandmanni líðast að leysa guðrækna og Guði þóknanlega sál fyrir peninga, en leysa þá guðræknu og elskuðu sál ekki sjálfir af fúsum kær- leika sakir nauðsynjar hennar? 94. Brýna ber fyrir kristnum mönnum, að þeir skuli ástunda að fylgja höfuðs- manni sínum Kristi í gegnum þjáningar, dauða og helvíti — 95. og þannig fremur inn ganga í him- ininn með miklum þrengingum heldur en í trausti þess að öllu sé óhætt. Stríð og arfur Tæpum tveim mánuðum áður en þess- ar greinar Lúters urðu kunnar, hafði hann látið prenta og gefa út nokkrar greinar guðfræðilegs efnis eftir einn lærisveina sinna, Franz Gúnther. Þær fóru mjög í bága við ríkjandi guðfræði- skoðanir, og er talið að Lúter hafi búizt við, að þeim yrði tekið sem stríðsyfir- lýsingu. En svo fór þó ekki. Þær vöktu enga athygli, þótt þær væru í raun réttri skýrari og merkilegri en hinar 95 grein- ar Lúters. Nú brá hins vegar svo við, að var sem eldur hefði verið borinn að þurrum bálkesti. — Sagnfræðingar hafa að sjálfsögðu mjög velt því fyrir sér, hvað hafi valdið því, að þessar greinar urðu svo fljótt kunnar og vöktu slíka feikna athygli. Sumir hafa getið þess til, að Lúter hafi áður verið búinn að láta prenta þær til að geta borið þær undir lærða vini sína. Efni þeirra hafi síðan farið að spyrjast út, og það hafi hrundið honum út í baráttuna. Hann hafi orðið að hrökkva eða stökkva. Slíkt allt má telja til smáatriða nú orð- ið. Guðs tími var kominn. Aflátið og mis- beiting þess varðaði alla. Hin gegndar- lausa og blygðunarlausa valda- og fjár- græðgi kirkjunnar manna hafði náð því marki, að alþýða manna þoldi ekki leng- ur við. Og Guð lét höggið ríða. Þjóðleg og trúarleg vakning brauzt út í Þýzka- landi og breiddist óðfluga um álfuna. Veraldlegir og andlegir höfðingjar urðu vitanlega ókvæða við. Þó fór svo, að and- staða öll fór í handaskolum. Lúter var að vísu bannfærður og kenningar hans, en hann var aldrei brenndur á báli. Of langt mál yrði að rekja þá sögu alla hér. Hins vegar má gjarna minnast þess nú, að Lúter varð ekki siðbótarfrömuður vilj- andi eða af ásetningi. Er hann sá, hver áhrif hinar 95 greinar höfðu, iðraðist hann þess sárlega að hafa birt þær. Hann hafði aldrei ætlað þær öðrum en lærðum mönnum í og umhverfis Wittenberg, er ræða vildu málið af alvöru. En nú varð ekki snúið við. Stríðið var hafið. En það stríð var ekki fyrsta styrjöld Lúters. Ár- um saman hafði hann áður barizt harðri trúarbaráttu. Nú hafði hann fyrir nokkru öðlazt frið í sálu sinni. Hann hafði fund- ið náðugan og miskunnsaman Guð í dimmri veröld. Nú varð hann að berjast, til þess að fagnaðarerindið um þann Guð yrði ekki niður þaggað og grafið í gleymsku, því að það var hið eina sanna hjálpræði handa hrjáðu mannkyni. Það var því engin hending, að Lúter varð hinn mikli siðbótarfrömuður. Hann var sendiboði Guðs, útvalið verkfæri. Það varð æ ljósara með hverju ári sem leið. Aldrei gat hann setið á friðstóli sjálfur. Líf hans varð stöðug barátta milli vonar og ótta. Hann kafaði djúp hinnar dýpstu örvæntingar sakir veikleika síns og vonzku þeirra afla, er hann barðist við. Hann sté upp í himininn, er hann lifði fagnaðarstundirnar yfir gæzku og náð Guðs, er endurleysir synduga menn án verðskuldunar. Af munni hans og úr penna hans streymdi lind fagnaðarer- indisins þrotlaust. Hann varð einhver mikilvirkasti rithöfundur, er sögur fara af fyrr og síðar, og nær öll rit hans eru fjársjóðir. Um fjórar og hálfa öld hafa siðbótarmenn og jafnvel andstæðingar einnig ausið af þeim fjársjóðum. Marg- oft hefur evangelísk guðfræði sótt til þeirra endurnýjun sína og ekki sízt nú síðustu hálfa öld. □ □ □ Sola scriptura — sola fide: Ritningin ein — trúin ein. Þessi tvö hugtök eru gjarna notuð sem yfirskrift yfir guðfræði Lúters. Það er réttmætt, því að þau eru frá honum sjálfum runnin. Hann notaði þau til þess að tákna þann dýrasta sann- leika, er hann þekkti: Guð gjörðist mað- ur í Kristi, í Heilagri ritningu. Þess vegna er þekkingar um hann hvergi að leita nema þar. Og trúin ein, hin tóma hönd mannsins, er þess umkomin að taka við því hjálpræði, sem Guð gefur: óverð- skuldaðri fyrirgefningu og miskunn, er veitist fyrir Jesúm Krist. Slíkur er arfur vor, lúterskra manna. □ □ □ Freistandi væri að lokum að hugleiða, hversu oss íslendingum hefði haldizt á þessum arfi. Væri goðgá að spyrja sem svo: Eru ritningin og trúin oss meira verð en auður og völd, stríð um helgisiði, um- burðarlyndi við Bahaí-menn? Brennur oss á vörum fagnaðarerindið um náð Guðs? Getum vér stært oss af kærleiksverk- um við kristna menn og heiðna? — 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.