Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 42
HALLDOR SIGURÐSSON: I BYLTING AHAÍTÍ Svört bylting, sem stefnt er gegn hvíta manninum — og yfirstétt múlatta — er að breyta Haítí í pað sem helzt minnir á sviðnaða jörð. Alþjóðlega lögfrœðinefndin hefur sent frá sér skýrslu, par sem nú- verandi stjórnmálaástand er fordœmt harðar en nokkurt annað. Hvernig gerðist petta? Grimmdarleg saga pessarar pjóðar—ásamt með reynslu höfundar í heimsókn fyrir skemmstu — gœtu gefið vísbendingu. Svolítið oflátungslegur deildarstjóri í upplýsinga- og ferða- málaráðuneytinu rétti mér fáeinar vélritaðar pappírsarkir. „Ger- ið þér svo vel," sagði hann og vottaði fyrir að honum þætti þetta neðan við virðingu sína, „þarna hafið þér allar þær upplýsingar um Haítí sem þér getið þurft á að halda." Ég blaðaði gegnum fallega skrifaðar arkirnar. „í höfuðborg- inni, Port-au-Prince, eru 300.000 sálir." „Vodou." „Næturlíf á Haítí." „Hátíðisdagar." „Kjötkveðjuhátíðin." „Le Rara: Afrískir dansar." Og svo framvegis. Ferðamálaráðuneytið hafði sannar- lega lagt sig fram. Fám dögum áður hafði ég komið inní þetta ráðuneyti til að tilkynna komu mína sem útsends blaðamanns, og jafnframt hafði ég beðið um upplýsingar. „Við höfum ekkert," var svarið. — „Ekkert?" spurði ég forviða, „en þá einhverja ferðamannabækl- inga?" „Þá eigum við ekki heldur, en þér getið reynt að koma hinn daginn, og við sjáum til, hvað við finnum." Haítí, sem áður fékk kærkomna viðbót við gjaldeyrissjóði sína frá ferðamönnum, átti sem sagt ekki lengur nóg í ríkiskassan- um til að kosta ferðamannabæklinga . . . Tæknilega séð er Haítí gjaldþrota, og ferðamenn þora ekki að koma til landsins einsog nú stendur á. En menn höfðu nú samt lagt á sig að vélrita þess- ar arkir sem ég hélt á í hendinni. Aftasta örkin hét „Ártalaskrá", og þar voru samanskrifuð ein 30 ártöl og mikilvægi þeirra, allt frá „1492: Fundur Haítí" til „1957: Valdataka Duvaliers." „Eruð þér viss um að þér hafið munað eftir öllum þýðingar- miklum ártölum?" spurði ég með svip þess sem betur veit, og rétti honum Ártalaskrána. Deildarstjórinn leit gaumgæfinn yfir listann. Og einu sinni til. „Það er þarna allt," sagði hann og rétti mér vandræðalegur listann aftur. „Þér teliið þá 1804 ekki með?" sagði ég kurteislega. „Mon Dieu!" hrópaði hann, „er það ekki barna!" Hann starði á mig í reiði og örvæntingu, þreif svo Ártalaskrána útúr hönd- unum á mér. Hann var ungur einsog allir aðrir sem ég hafði séð í þeim stjórnardeildum sem ég hafði heimsótt í Port-au- Prince, máski kominn fast að þrítugu, en ekki eldri, blökku- maður sem leit ekki út fyrir að hafa stundað langt embættis- nám. Hópur aðstoðarmanna — letilegir höfðu þeir staðið við af- greiðsluborðið og horft á — fór að flytja sig að skrifborðunum, þar sem auðar borðplöturnar virtust jómfrúrlega ósnortnar af slarki skriffinnskunnar. Yfirmaðurinn kallaði einn þeirra til baka: „Vitið þér hvað þér hafið gert? Vitið þér hvað bér hafið gert? Þér hafið gleymt sjálfstæðinu, rindépendance!" * » * Sjálfstæði Haítí er sannarlega ástæða til að færa til bókar. Haítí var ekki aðeins fyrsta sjálfstæða ríkið í rómönsku Ameríku, heldur einnig fyrsta lýðræðisríki negra í öllum heiminum. 42 Einsog önnur lönd og eyjar á Karíbahafi, var Hispaniola- eyjan lögð undir spænsku krúnuna á landafundatímanum. Síðar lögðu Frakkar eyjuna undir sig og nefndu Saint Domingue; þeir settust að á vestasta þriðjungi eyjarinnar, þar sem jörð var frjósöm og mjög hentug til ræktunar á eftirsóttustu nýlendu- vöru þeirra tíma: reyrsykri. Frumbyggjunum, vingjarnlegum indíánum, sem sýnt höfðu Kólumbusi óvenjulega gestrisni, hafði fyrir löngu verið útrýmt. Skortur á vinnuafli var leystur með innflutningi þræla frá Afríku. Á síðara hluta 18. aldar bjuggu þar um 40.000 franskir plantekrueigendur og ríktu yfir hálfri milljón þræla. Saint Domingue hafði breytzt í „Drottningu Vestur-Indía" og var talin auðugasti hluti hins stóra nýlendu- veldis Frakka. Tveim árum eftir stjórnarbyltinguna miklu hófst lengsta og blóðugasta þrælauppreisn, sem nokkru sinni hefur verið gerð í Vesturálfu. Þar var uppreisnargjarn þræll, Jean Jacques Dessa- lines, í fylkingarbrjósti, og kúgaðir negrarnir tóku undir vígorð hans: „Coupé tétes! Boulé cailles!" (kreólska sem þýðir: Háls- höggvið! Brennið hús!). Vopnaðir kylfum, uppskeruhnífum og heykvíslum hófu þeir fjöldamorð á hvítu yfirstéttinni. Napóleon sendi öflugar hjáiparsveitir til eyjarinnar, en þær urðu negrun- um og gulunni að bráð. Eftir þrettán ára eyðileggingarstyrjöld gat Dessalines lýst yfir stjálfstæði Haítí árið 1804. „Ættum við að fullgera sjálf- stæðisyfirlýsingu," sagði Dessalines, „yrðum við að nota húð af hvítum manni fyrir pergament, hauskúpu hans fyrir blek- byttu, blóð hans fyrir blek og byssusting fyrir penna." í hinni nýju stjórnarskrá var Frökkum heitið „eilífu hatri." Frelsishetjan lét þessu næst hylla sig sem Jakob keisara I. Tveim árum síðar var hann myrtur. # # * Annar morðingjanna, Henri Cristophe, gerðist konungur yfir norðurhluta eyjarinnar. Takmark þessa óvenjulega stjórnanda var að skapa nýtízku þjóð úr brotunum, og þó fyrst og fremst að gefa negrunum aftur virðingu sína sem frjálsir menn í ríki jafnréttháu öðrum ríkjum. „Við eigum ekkert eftir nema dansa okkar," sagði Cristophe konungur við brezkan flotaforingja, „aðeins trumbur, hlátur, ást og hreysti. Við eigum ekkert sem þið hvítu mennirnir getið skilið. Þið fyrirlítið drauma okkar. En meðan ég lifi ætla ég að skapa það stolt sem við þörfnumst, og þannig að hvíti maðurinn skilii það. Ég skal berja inní menn stoltið, þó svo það kosti, að ég hryggbrjóti hvern einasta mann í ríki mínu." Eitt minnismerki um þennan draum stendur enn; hið gífur- lega virki við Cap Haitien, la Citadelle du Roi Cristophe, sem Cristophe konungur lét byggja á fjallstindi. Ósk hans um tækni- lega aðstoð — líklega fyrstu aðstoð við vanþróuð ríki — var kuldalega visað á bug af stjórnvöldum Evrópu. Og þó, Frakkland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.