Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 38
Hermenn jlykkjast saman á Flotatorginu í Petrógrad í april 1917. Á borðunum stendur: „Lengi lifi hið lýðfrjálsa lýðveldi", „Land og frelsi", „Höfnum gamla heiminum." var hluti af rússneska keisaradæminu, en þá leið þurftu þeir að fara ýmist með lest eða á sleðum. Rússnesku landamæra- verðirnir við Tornio neituðu að hleypa útlendingunum Platten og Radek inn í landið eins og búizt hafði verið við, en „þeir þorðu ekki að stöðva bolsévíkana“, að því er kona Leníns segir. í raun og veru virðast þeir tveir menn, sem mesta ábyrgð báru á því að Lenín var leyft að hverfa heim aftur — þeir Miljúkov í bráðabirgðastjórninni og Tsjkheidze í sovétinu í Petrógrad — hafa tekið þá ákvörðun í samræmi við þá sannfæringu sína, að byltingin væri mál, sem snerti alla þá er unnið hefðu gegn keisara- stjórninni. Miljúkov vissi, að Lenín hafði lýst því yfir, að bráðabirgðastjórnin væri handbendi brezkra og franskra heims- valdasinna, og Tsjkheidze var kunnugt um fyrirlitningu Leníns á sósíalísku bylt- ingarsinnunum og mensévíkunum í sovét- inu í Petrógrad. Líklega hafa þó báðir þessir menn vonað, að Lenín myndi taka hófsamlegri afstöðu til málanna, þegar hann væri kominn aftur heim. Miljúkov vanmat Lenín stöðugt sem stjórnmála- mann, og sósíalistarnir í sovétinu í Petró- grad óskuðu eftir að sýna Lenín vin- semd sína og samstöðu með honum gegn þeim „borgaralegu" ásökunum í hans garð, að hann hefði unnið með Þjóðverj- um. Þegar hér var komið sögu, voru að nýju komnir páskar, en í þetta skipti í hinu rússneska Finnlandi, og að minnsta kosti var því þannig háttað hjá mörgum af rússnesku herflokkunum, sem söfnuðust saman á járnbrautarstöðvunum og þyrpt- ust upp í lestina. Gamall rússneskur her- maður tók Róbert litla í fangið og gaf honum páskaköku, og Róbert talaði glað- lega við hann á frönsku á milli munnbit- anna. „Við erum í okkar eigin landi núna,“ hrópaði Lenín. Hann skók hnef- ana og hrópaði: „Við skulum sýna þeim, að við erum verðugir þess að ráða land- inu í framtíðinni.“ En hann gat ekki kom- izt hjá því að vera órólegur yfir því, hvaða móttökur biðu þeirra í höfuðborginni. Eftir því sem Krúpskaja segir, hræddist hann það, að þeim yrði öllum varpað í fangelsi. * * * Óvissa Leníns um stjórnmálaástandið í Rússlandi var skiljanleg. Eftir fall keis- arastjórnarinnar réðu tvö öfl mestu í landinu. Hinni svonefndu bráðabirgða- stjórn var ætlað að fara með yfirstjórn landsmála í Rússlandi fyrsta kastið. Sú stjórn hafði sprottið upp úr fram- kvæmdanefnd rússneska þingsins, Dúma, sem hafði nú liðið undir lok. Forsætis- ráðherrann var G. Lvov prins, sem var aðalsmaður og hafði snúizt til fylgis við kenningu Tolstoís um undanlátssemi gagnvart hinu illa. Prófessor P. Miljúkov var utanríkisráðherra, og A. Kerensky, lögfræðingur og sósíalískur byltingarmað- ur (og þar að auki sonur gamals skóla- stjóra Leníns), fór með dómsmálin. Bráðabirgðastjórnin átti einkum stuðn- ing hjá fylgjendum Októberistaflokksins og öðrum fylgjendum þingbundins stjórn- arfars að vestrænni fyrirmynd, sem flest- ir voru úr efri eða miðstéttunum. Margir rússneskir verkamenn, bændur og hermenn tóku samt sem áður við fyr- irskipunum úr annarri átt, þ. e. frá við- komandi ráði (sovéti) skipuðu fulltrúum verkamanna og hermanna. Sem dæmi má nefna sovétið í Petrógrad, en í því sátu rúmlega 2000 fulltrúar, eða einn fyrir hverja 1000 verkamenn og einn fyr- ir hverja herdeild. Sósíalísku byltingar- mennirnir, mensévíkarnir og bolsévík- arnir voru helztu stjórnmálaflokkarnir í sovétunum; í þeim voru fáir eða engir fulltrúar fyrir hagsmuni efri eða mið- stéttanna og þau sendu jafnvel stöku sinnum frá sér tilskipanir um hernaðar- og fjárhagsmál, sem brutu þvert í bága við fyrirmæli bráðabirgðastjórnarinnar. Áður en keisarinn féll, höfðu bolsévíkar verið léttvægt afl í rússneskum stjórn- málum, bæði var meðlimatalan lág og flestir forystumannanna í útlegð. Eitt af fyrstu verkum bráðabirgðastjórnarinn- ar eftir fall keisarans var að lýsa yfir uppgjöf saka fyrir alla pólitíska útlaga og tryggja borgaralegt frelsi (hinn 15. marz 1917), og eftir það fóru bolsévíkaleiðtog- ar að tínast aftur heim til Petrógrad, en flokkur þeirra var samt sem áður enn óskipulagður og ofurseldur ringulreið. * * * Svo hélt lestin áfram, og Lenín velti því fyrir sér, hvað biði hans framundan. Sem smáan en einkennandi vitnisburð um áróðurshæfileika Leníns má bera framkomu hans saman við hátterni Grígorí Ussevitsj, sem var annar bolsé- víkaleiðtogi og hafði einnig komið frá Sviss. Þegar lestin rann gegnum finnsku brautarstöðvarnar, sem troðfullar voru af hermönnum, rak Ussevitsj höfuðið út um gluggann og hrópaði: „Lengi lifi byltingin!“ en hermennirnir gerðu ekki annað en horfa undrandi á hann. Lenín ávarpaði hermennina einnig — en hann ávarpaði hermennina, sem söfnuðust ein- hverju sinni saman í járnbrautarlestinni og hlýddu þar á rökræður hans og föl- leits rússnesks liðsforingja, sem hélt því fram, að Rússland ætti að halda áfram þátttöku í styrjöldinni við Þýzkaland. Lenín aftur á móti fordæmdi stríðið og heimtaði, að Rússar hættu þegar í stað þátttöku sinni í því. Slík orð, sem í fljótu bragði virtust bera vott um litla ættjarðarást, vöktu athygli á ræðumanninum. Rússnesku hermennirnir hlýddu á, fyrst með hlut- lausum svip, en fleiri og fleiri þeirra þrengdu sér inn í vagninn. Þegar föl- 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.