Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 51
móður hans og systur um Lou urðu til að fjarlægja Nietzsche vinum sínum og eyðileggja samband þeirra, og litlu mun- aði að Nietzsche sjálfur fremdi sjálfsmorð. „Mér geðjast ekki að móður minni,“ skrifaði hann ári síðar, „og ég þoli ekki að heyra rödd systur minnar; mér verður illt í nærveru þeirra." Bráðlega dró þó til sátta með honum og mæðgunum, sem hann í senn hataði og elskaði. Árið 1883 trúlofaðist systir hans þýzkum þjóðernissinna, Bernhard Förster. Hann hafði frægt sig með því árið 1881 að senda beiðni til Bismarcks um að hert yrði á eftirliti með Gyð- ingum í Þýzkalandi. „Þetta andstyggilega gyðingahatur er orsökin að ósamkomulagi syst- ur minnar og mín,“ skrifar Nietzsche 1884. Fjöldi fals- bréfa systur hans síðar var gerður í þeim tilgangi að fjar- lægja allan grun um ósam- komulag og jafnvel sanna að- dáun Nietzsches á mági sín- um og skoðunum hans. Allt til þess er Nietzsche veiklaðist 3. janúar 1889, gekk ekki á öðru en fjölskylduerjum og sáttum þess á milli, enda er gnægð falsbréfa frá þessum ár- um, þótt Förster og frú hyrfu til Paraguay 1886 til þess að standa fyrir þýzkri nýlendu- stofnun þar í landi. Það síðasta sem Nietzsche lét frá sér fara var stríðsyfirlýsing gegn þýzka ríkinu og hið fræga bréf til Jacobs Burckhardts, 5. janúar 1889, þar sem hann hrekur Bismarck og alla gyðingahat- ara út í yztu myrkur. Um það bil helmingur verka Nietzsches var ógefinn út þeg- ar hann veiklaðist, og hann var sjálfur algjörlega ófær að sinna slíku þann tíma sem hann átti ólifaðan, en hann lézt 25. ágúst 1900. Því var auð- velt að skekkja og bjaga þessi verk og falsa það sem systirin áleit sér hentugt. Nietzsche var í fyrstu á geðveikrahæli í Jena og síðar í umsjá móður sinnar, þar til hún lézt 1897. Systirin kom aftur heim til Þýzkalands 1893; maður hennar hafði framið sjálfsmorð vegna þess hve nýlendustofnunin hafði mistekizt hrapallega, og nú tók hún til óspilltra málanna að ná undir sig réttinum til útgáfu á verkum bróður síns, sem henni tókst með harðfylgi og frekju í árslok 1893, og stofnaði skömmu síðar Nietzsche-Archiv í Weimar. Hún veitti beirri stofnun forstöðu að nafninu til, þar til hún lézt 1935. Þessi kona taldi sig „deutsch- national“ í stjórnmálum, en svo nefndist sá flokkur, sem taldi sig íhaldsflokk á Þýzka- landi um þetta leyti. íhaldsemi konu þessarar var þó ekki meiri en svo, að hún gaf sam- þykki sitt til þess að nazistar hefðu tögl og hagldir á safninu áður en þeir náðu völdum á Þýzkalandi. Þetta má sjá á dagbókum Kesslers greifa, sem komu út 1961 og ná frá 1918 til 1937. Kessler greifi var einn þeirra manna, sem héldu skyn- semi sinni óbjagaðri þrátt fyr- ir þjóðernismoldviðri og hug- sjónavellu þýzkra mennta- manna á þessum árum. 13. október 1927 skrifar Kessler í dagbók sína: „Manni þykir fyrir því að finna smáborgaraskapinn í öllu, sem þessi kona segir og gerir. Hún segist vera gamall þýzkur útflytjandi og hljóti því að vera deutsch-national (hún hefur undanfarin þrjá- tíu ár dvalið í landinu og Deutsch-national-flokkurinn var ekki til, þegar hún flutti til Paraguay, auk þess sem gamli íhaldsflokkurinn vildi að verk bróður hennar yrðu bönnuð). Það er óþægilegt að hlusta á slíka þvælu úr munni systur Nietzsches og í Nietzsche-safni.“ 15. október sama ár: „Salurinn var þéttsetinn ... Spengler tókst að gera Nietzsche leiðinlegan; það fáa skemmtilega í ræðunni voru endileysur og della frá honum sjálfum . . . Það er ömurlegt til þess að vita, að þessum hálfmenntaða fals- ara skuli vera leyft að tala í Nietzsche-safninu . . . Ef til vill verður þetta fyrirbrigði fyrsti Nietzsche-presturinn; Guð forði oss frá þeirri dýra- tegund . . . 7. ágúst 1932: „Hún blaðraði um að Nietzsche-safnið væri nú pólitísk þungamiðja. Það er búið að skipa nazista, prófess- or frá Jena, forstjóra safns- ins, og allt starfsliðið er af sömu tegund, en hún segist vera áfram deutsch-national. Hún sagði mér frá heim- sókn Hitlers og einnig að Hermina keisaraynja hefði drukkið te með sér nýlega. Maður getur grátið yfir ör- lögum Nietzsches . . .“ Árið 1934 var níræðisafmæli Nietzsches haldið hátíðlegt í Weimar. Búizt var við foringj- anum sjálfum, en það féll í hlut „heimspekingsins" Alfreds Rosenbergs að mæta fyrir hönd foringjans. Þarna voru haldn- ar ræður, og meðal annars féllu þessi orð: „Menningu er ekki ætlað að fegra lífið, né gera það þægilegra og allra sízt að gera það hættulaust. Menning er háspekilegrar merkingar . . .“ Þegar frú Förster lézt ári síðar, mætti foringinn sjálfur við minning- arathöfnina. Verk Nietzsches fóru ekki varhluta af fölsunum, brengl- unum og mistúlkunum. Fjöldi bréfa var birtur, sem hann skrifaði aldrei; önnur voru birt í öðru sambandi en upp- haflega; sleppt var úr verk- um hans og merking setninga skekkt með því að hnika til orðum, og þessu fylgdu inn- gangar og formálar systur hans, heimskulegir, flatir og fullir af lygi. Auk þess reyndi hún að falsa dánarorsök föð- ur hans og sleppa því að nefna bróður hans, sem dó í bernsku, svo og líkamlegri veiklun Nietzsches, og auðvitað því, að talið var að meginástæða and- legrar veiklunar hans hefði verið sýfílis á háu stigi. Þrátt fyrir allar þessar falsanir hlýt- ur hver glöggur lesandi að sjá, að verk Nietzsches eru kveikt af stöðugri baráttu milli sjálfs- ins og skugga þess. Podach telur, að lýsingin á systur Nietzsches sem hálfri Nietzsche og hálfri Naumburg (en í þeim bæ bjó fjölskyldan frá 1850) eigi einnig að nokkru við Nietzsche sjálfan. Hann var mjög bundinn móður sinni og systur, og hefði þörf hans fyrir móðurhlýju verið minni, er ekki víst að hann hefði þurft að nefna sig „sjálfstæðasta mann Evrópu," eins og hann gerði 1884, né heldur hefði hann þurft að lýsa því yfir, að hann væri orðinn „einn mesti einmani sem nokkru sinni hefur uppi verið“ (úr bréfi frá 1882). Því meir sem hann fann til þess að vera öðr- um háður og bundinn Naum- burg (fjölskyldu og uppvexti), því heiftarfyllri varð hann gegn þeim, sem hann fann sig bundinn, og því dýpri varð sj álfsfyrirlitning hans. Hann varð að klifra hærra eða kom- ast lengra burt frá þessu fjötr- aða sjálfi. Þótt hann að eðlis- fari væri fullur samúðar, sam- vizkusamur og mildur, þá þoldi hann ekki vorkunnsemi; hún varð honum helvíti og þess- vegna hóf skuggi hans, eða hið neikvæða sjálf hans, hörku og tillitsleysi upp sem hina einu sönnu lausn — sem frelsi frá sjálfsvorkunn. Hann segir í bréfi: Thomas Mann heimsœkir heimili Goethes í Frankfurt árið 1949. Á veggnum hangir málverk af Goethe 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.