Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 61
•^tiVoítv alUr^eífu intacijp ^^awcrTycmactv íino /*t (Sr&arHtvtna ftcoen^úV/atSs^lvirc 3$ iDí<^ Ví>u affm Qsiittbett uni ■WTiffclljfta fftt u«6 cr(iajjf< í?ir ^lle ^tVafnv auf} •^áSí* í- «' , <- Eitt af ódýrustu af- látsbréfum Tetzels, sem hljóðar svo: ,,Með full- tingi allra heilagra og í meðaumkun með þér leysi ég þig frá öllum syndum og misgjörðum og létti af þér allri hegningu í tíu daga. Johannes Tetzel." Leó X -* <- <- Karl keisari V að vita með vissu, hvenær allar syndir voru upptaldar í skriftastólnum, en þó miklu erfiðara að vita, hvenær nóg var að gert til þess að afplána þær. Það virð- ist og svo, að syndarvitund alls þorra manna hafi verið allmikil á þessum tím- um. Hin almenna þátttaka í öllu því, er miða mátti til sáluhjálpar og syndafyr- irgefningar, talar sínu máli um það. En hér kom svo aflátið til sögunnar og varð til mikillar „nytsemdar", einkum varð það drjúg tekjulind kirkjunni og höfðingjum hennar. í fyrstu var það fólgið í ýmiss konar óverulegri góðverk- um, er kirkjan lagði mönnum á herðar, en síðar breyttist það svo, að allt mátti afplána með fégjöfum. Kirkjunnar menn seldu sem sé í raun og sannleika hverjum sem borgað gat af verðleikanægtum Krists og allra helgra manna. Upphaflega veittist með aflátinu einungis eftirgjöf þeirra refsinga, er kirkjan lagði á menn. Hinni eilífu refsingu réð Guð einn. En síðar var farið að veita algjöra lausn frá allri fullnægjugjörð eða refsingu, bæði þessa heims og annars. Urban II hét fyrstur slíku afláti árið 1095 öllum þeim, er fara vildu hina fyrstu krossferð. Bonifatius VIII veitti einnig hliðstætt af- lát í sambandi við júbilárið 1300. Loks var svo á tveim síðustu öldum miðalda farið að veita „indulgentiam a poena et a culpa“, þ. e. a. s. ekki einungis eftirgjöf refsingarinnar, heldur einnig syndasekt- arinnar -— að því er virðist. Maðurinn var m. ö. o. aftur settur í það „sakleysis- ástand“, sem hann var í eftir skírn sína. Þá fóru páfar einnig, er tímar liðu, að veita dauðum mönnum í hreinsunareld- inum aflát gegn því, að einhverjir trúaðir á jörðunni greiddu fyrir þá það gjald, sem tiltekið var. Á sama hátt var að sjálfsögðu unnt að gera yfirbótarverk fyrir þá, sem dauðir voru. Kaþólskum mönnum er vitanlega ógeð- fellt, að talað sé um aflátssölu. Þeir skýra þessa fjáröflun kirkjunnar svo, að þeim er aflát hlutu hafi verið gefinn kostur þess að gefa fé til styrktar góðum mál- efnum í þakkarskyni. Hinar mörgu og fögru kirkjur miðalda tala hins vegar sínu máli um það, hvað þessi fjáröflunar- aðferð gaf af sér. Þó gefa þær enga hug- mynd um allan þann auð, er safnaðist kirkjunni og kirkjunnar mönnum. Um aldamótin 1500 átti kirkjan t. d. um það bil þriðjung allra jarða í Þýzkalandi. En auðskilið má það heita, að fáfróð- ur almenningur ruglaðist nokkuð í rím- inu og gerði ekki alltaf réttan greinar- mun á syndafyrirgefningu og afláti. ErJcibisku'psstóll á 12.000 dúkata Það er von á gestum í bæinn. Fyrir- mennirnir halda til móts við þá. Síðan er gengið í hátíðlegri prósessíu inn á torgið. Á undan er borinn rauður kross með skjaldarmerki páfa, og páfabréfið um aflát er borið hátt á gullbryddri flossessu. Sendimaður páfa, náðarboðinn Jóhann Tetzel frá Leipzig, doktor og prófessor í guðfræði og bróðir af Dóm- iníkana-reglu, er kominn með aflátsbréf handa syndugum mönnum. Og fólkið þyrpist að og horfir á við- höfnina. Síðan hefur náðarboðinn prédik- un sína. Hann talar af glóðheitri mælsku eins og hrossakaupmaður á réttarvegg, og hann talar svo alþýðlega, að fólkið skilur. — Hans heilagleiki Leo X páfi hafði gefið út aflátsbréf með fullkomnu afláti til þess að ráða bót á ömurlegri að- búð jarðneskra leifa hinna blessuðu post- ula Péturs og Páls og beina fjölmargra heilagra og píslarvotta, er lægju rotnandi skjóllaus og vanhelguð af regni og bylj- um. Nú máttu allir sjá og skilja, hversu nauðsynleg náð hins æðsta prests og staðgengils Guðs væri hverjum þeim, er erfa vildi eilífa lífið, hvort heldur dauð- um eða lifandi. Og hér var ferns konar náð á boðstólum: Fullkomin uppgjöf allra syndarefsinga, einnig þeirra er afplán- aðar skyldu í hreinsunareldinum; réttur til þess að kjósa sér skriftaföður, er veita skyldi hinum iðrandi aflausn frá gróf- ustu syndum einu sinni í lifanda lífi og öðru sinni á dauðasænginni; hlutdeild í bænum og öllum góðum verkum, er kirkjan iðkar og iðka mun sem söfnuður trúaðra; og loks aflát handa hinum vansælu sálum í hreinsunareldinum. Verð var breytilegt eftir efnum og ástæðum. Þess var vænzt, að konungar, drottningar, erkibiskupar og biskupar og aðrir háir herrar gæfu tuttugu og fimm Rínargyllini, aðrir skyldu gefa tuttugu og svo koll af kolli allt niður að hálfu gyll- ini. □ □ □ Jóhann Tetzel var aðeins einn margra aflátsprédikara, er hófu dreifing þessa afláts í Þýzkalandi í ársbyrjun 1517. En almenningur þar í landi hafði litla hug- mynd um þann kaupskap og þær samn- ingagerðir, er lágu að baki aflátssölunni. Bak við tjöldin var valdabarátta háð. Ungur aðalsmaður af Hohenzoll- ern-ætt, Albrecht von Brandenburg, hafði setzt á erkibiskupsstól í Magdeburg árið 1513 í ágúst, þótt hann væri raunveru- lega of ungur til þess að taka biskups- tign. Mánuði síðar varð hann jafnframt biskup að auki í Halberstadt, og loks átti hann hálfu ári síðar kost þess að verða að auki erkibiskup í Mainz af stjórn- málaástæðum — og þar með primas kirkj- unnar í Þýzkalandi. En slík völd og emb- ætti fengust ekki útlátalaust. Kúrían í Róm krafðist ekki einungis hinnar venjulegu upphæðar, er greidd var fyrir innsetningu í slíkt embætti, 14.000 dúk- ata, heldur og 12.000 dúkata að auki, eins þúsunds fyrir hvern postula. Albrecht bauð á móti 7000, þúsund fyrir hverja dauðasynd. Var að lokum samið um 10.000 dúkata aukagreiðslu fyrir sam- þykki páfa og Kúríunnar. Það var gífur- leg fjárhæð, og gat Albrecht að vonum ekki snarað henni úr pyngju sinni tafar- laust. En Kúrían kunni ráð við því. Albrecht skyldi að vísu reiða féð af hendi án tafar, því að páfa lá á. Varð hann því að taka lán hjá banka Fuggers, sem þá var umsvifamestur fésýslumaður í Evrópu. Hins vegar var honum um leið heimilað að hefja aflátssölu í ríkjum sín- um. Skyldi helmingur ágóðans renna til byggingar kirkju heilags Péturs í Róm, en hinn helminginn skyldi Albrecht hljóta til greiðslu á skuldum sínum. Mátti aflátssala þessi standa í 8 ár. Vegna samningagerða og seinlætis Kúriunnar dróst þó, að hún kæmi til framkvæmda allt til ársins 1517. Amore et studio elucidande veritatis. . . . Þannig var þá í pottinn búið, en ekki vissi Lúter það fremur en almenningur. Húsbóndi Lúters á veraldar vísu var hinn ágæti kjörfursti Saxlands, Friðrik III, nefndur hinn vitri. Hann var hógvær og guðhræddur hugsjónamaður, einn hinn áhrifamesti virðingamaður á sinni tíð í Evrópu og stóð allnærri keisaratign m. a. Hugsjón hans var að gera Wittenberg að höfuðstað kirkju og mennta í Þýzkalandi. Hann hafði stofnað háskóla þar og lagði kapp á að fá að honum hina færustu kennara. í hópi þeirra var Lúter, sem þá þegar var meðal lærðustu manna í heimspeki og guðfræði, enda naut hann mikillar hylli kjörfurstans. Þá hafði Friðrik vitri og lagt mikið kapp á að safna helgra manna leifum og öðrum helgum dómum að Hallarkirkjunni, enda naut hún þeirrar sérstöku náðar páfa að mega veita fullt aflát þeim trúuðum, er veittu hinum helgu gripum hennar lotn- ingu. Meðal dýrgripa hennar má nefna brot af stöfum þeirra Arons og Móses; 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.