Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 24
Tvö bréf Náttúruverndarráðs. Bréf Náttúruverndarráðs til framkvæmdastjóra Þing- vallanefndar, Harðar Bjarnasonar húsameistara ríkisins: 21. sept. 1966 Með tilvísun til samtals formanns Náttúruverndarráðs við yður, herra húsameistari ríkisins, í tilefni af skrifum blaða að undanförnu um úthlutun lóða á Þingvöllum (einn- ig utan þjóðgarðs), staðfestist hér með, að það eru ein- dregin tilmæli Náttúruverndarráðs, að eigi verði aðhafzt í því máli, án þess að áður sé leitað álits ráðsins. Með virðingu, F. h. n. Birgir Kjaran formaður. Til húsameistara ríkisins, Reykjavík. 9. nóv. 1966 Með tilvísun til bréfs Náttúruverndarráðs til yðar, dags. 21. sept. s.l., skal hér með ítrekað, að ráðið hefur alvarlegar áhyggjur af fyrirhugaðri úthlutun lóða til byggingar sum- arbústaða í Gjábakkalandi. Telur ráðið, að þeir sumar- bústaðir hljóti óhjákvæmilega að trufla friðhelgi þjóð- garðsins, og beri fremur að stækka hið friðaða svæði en kreppa að því með byggingu sumarbústaða á hinu um- rædda landi. Skulu því þau eindregnu tilmæli Náttúruverndarráðs liér með ítrekuð, að eigi verði aðhafzt í þessu máli, án þess áður sé leitað álits ráðsins. Með virðingu, Birgir Kjaran. Til liúsameistara ríkisins, Reykjavík. sinni yfir merkin um manna- verk? Um Þingvallanefnd og Gjá- bakkahneykslið, sem svo er nefnt manna í milli, vildi ég segja þetta: Ef nefndin veit ekki hvað hún er að gera, er hún ófær um að vera Þing- vallanefnd. Viti nefndin hins vegar hvað hún er að gera, treysti tannleysi og sljóvgun almenningsálitsins og láti ann- arleg sjónarmið stjórna gerð- um sínum, verða aðrir að taka fram fyrir hendur henni. Það verður að gera á þann hátt að hressa upp á okkar karlæga almenningsálit og hvessa tenn- ur þess. Og þar duga engar gervitennur. Alger friðun — og ekki einungis friðun, heldur helgun Þingvalla, ætti að vera mál sem allir gætu sameinazt um af þeirri alvöru og festu að Alþingi sæi sér ekki ann- að fært en að ónýta leyfi Þing- vallanefndar um fyrirhugaðar sumarbústaðabyggingar. Með- ferð Þingvalla er prófsteinn á menningarlega og siðferðilega reisn okkar, ekki hagsmuna- mál í venjulegum skilningi; þar eiga engin sérgæðingssjón- armið að koma til greina, hvorki einstaklinga né nefnda. Hneykslið verður að dæmast án allrar linkindar og því verð- ur að afstýra. Enn er það ekki um seinan — og má ekki verða um seinan. Jakobína Sigurðardóttir ÞINGVALLA- NEFND OG ÞJÓÐGARÐURINN Eitthvert áþreifanlegasta dæmið um siðleysi það sem áratugum saman hefur við- gengizt í íslenzkum stjórnmál- um er meðferð hins háa Al- þingis á helgasta sögustað þjóð- arinnar, Þingvöllum. Af orsök- um, sem öllum mega liggja í augum uppi, þó sízt séu þær Alþingi til fremdar, ákvað það á sinum tíma að láta alþing- ismenn eina fjalla um og hafa yfirumsjón með þjóðgarðinum á Þingvöllum og hinum frið- lýstu svæðum umhverfis hann. Þar fengu náttúrufræðingar eða aðrir sérfróðir menn hvergi nærri að koma. Að vísu var Hörður Bjarnason gerður fram- kvæmdastjóri eða ritari Þing- vallanefndar meðan hann var skipulagsstjóri ríkisins, en hélt þeim bitlingi eftir að hann varð húsameistari rikisins, þannig að nefndin hefur ekki haft neitt samráð við núver- andi skipulagsstjóra. Hinsveg- ar skrifaði hún honum i fyrsta og eina sinn bréf í júlí 1966, þar sem þess var farið á leit að nágrenni þjóðgarðsins og Þingvallavatns yrði sett undir skipulag ríkisins, en nefndar- mönnum, sem eru þó löggjafar þjóðarinnar, sást yfir að þetta var alls ekki í valdi eða verka- hring skipulagsstjóra, heldur þurfti til þess úrskurð félags- málaráðherra og samþykki þriggja hlutaðeigandi hrepps- nefnda (Grímsneshrepps, Grafningshrepps og Þingvalla- hrepps). Skipulagsstjóri hefur samt í tvígang haft samband við hreppsnefndirnar, en ekki fengið neinar undirtektir, enda mun áhugi þeirra á skipulagi umræddra svæða takmarkað- ur. Niðurstaðan er þvi sú, að kringum 300 sumarbústaðir hafa risið umhverfis Þingvalla- vatn, og fær oddviti 10.000 krónur fyrir hvern sumarbú- stað í sínum hreppi. Þó full ástæða væri til að ræða nánar þá ringulreið sem af ofangreindu fyrirkomulagi skapast og skýrast blasir við í landi Miðfells, þá mun þess ekki freistað hér, heldur vikið stuttlega að sjálfum þjóðgarð- inum og hinum friðlýstu ríkis- jörðum umhverfis hann. Sú ráðstöfun Þingvallanefnd- ar að veita nokkrum völdum vinum nefndarmanna, tengda- mönnum og öðrum gæðingum heimild til að reisa sér sum- arbústaði á hinu friðlýsta landi Gjábakka austanvið þjóðgarð- inn hefur að vonum vakið bæði undrun og almenna hneykslun meðal landsmanna, og eru menn þó orðnir ýmsu vanir. Það þykir að sjálfsögðu kyn- legt að umræddar lóðir voru aldrei auglýstar opinberlega, en tilkynnt að úthlutun lok- inni að fleiri lóðum yrði ekki ráðstafað „að sinni“. Hitt er þó miklu meira blöskrunarefni að Þingvallanefnd skuli leyfa sér að ráðstafa þessu landi, og eru meðfylgjandi greinar og mótmæli lítill vottur um af- stöðu þorra landsmanna til þessarar ráðabreytni. Saga Gjábakkamálsins er í fáum orðum sú, að árið 1944 var jörðin Gjábakki tekin eign- arnámi af bóndanum þar, Snæ- birni Guðmundssyni, sem nú býr á Syðri-Brú í Grímsnesi, og hann flæmdur burt þaðan með búslóð sína. Áður hafði þó einn nefndarmanna, Gísli Jónsson, tryggt sér ellefu hekt- ara af landinu t.il leigu og ábúðar í 25 ár fyrir 12.000 krón- ur. Reisti hann þar veglegan sumarbústað, sem hann færði síðar Reykjalundi að gjöf, og setti upp skilti við heim- keyrsluna með orðinu „Einka- vegur“ — í landi sem keypt hafði verið fyrir hönd þjóðar- innar. Leigusamningur þessa bústaðar rennur út í síðasta lagi 1969, og ætti þá vitanlega að fjarlægja hann ásamt hinni rammbyggilegu girðingu. Von- andi hafa forráðamenn Reykja- lundar ríkari þegnskapartil- finningu og siðferðiskennd en löggjafarnir. Um leið og Snæ- björn fór frá Gjábakkalandi uppúr 1950, fékk Óskar Gísla- son, starfsmaður hjá Eimskipa- félagi íslands, leyfi til að reisa annan sumarbústað í landi Gjábakka, og mun það leyfi hafa verið veitt af Sigurði Kristjánssyni, sem þá sat í nefndinni Ekkja Óskars og dóttir eiga nú þennan bústað, sem stendur á svæðinu þar sem hinir nýju bústaðir, 24 talsins, eiga að rísa. Snæbjörn kveðst hafa sett það að skil- yrði, þegar hann fór frá Gjá- bakka, að ekki yrðu reistir þar fleiri sumarbústaðir meðan hann væri á lífi, enda erfitt að skilja hvað gat hafa vakað fyrir Þingvallanefnd með töku jarðarinnar annað en það að friða hana og koma í veg fyr- ir að landi hennar yrði ráð- stafað undir byggð. Um það er skýlaust ákvæði í lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum að Gjábakki skuli friðaður, og 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.