Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 11
auðgazt á járnbrautum og siglingum. Franklin fæddist 30. janúar 1882 og ólst upp í Hyde Park við mjög gott atlæti. Hann hafði einkakennara fram til 14 ára aldurs, lærði hestamennsku, sund, tenn- is, póló, meðferð skotvopna og þó fyrst og fremst siglingar. Hann ferðaðist til Evrópu, settist í Groton-menntaskólann 15 ára gamall og Harvard-háskóla 18 ára. Þar lagði hann stund á sögu og stjórn- lagafræði. Á sumrin dvaldist hann á sumarsetri fjölskyldunnar, eynni Campo- bello, þrjá kílómetra undan strönd Maine, nyrzt á austurströnd Bandaríkjanna. Allt uppeldi þessa myndarlega og að- laðandi unga manns, sem lagði svo mikla stund á íþróttir og útilíf, benti til þess að hann yrði venjulegur, farsæll efnamað- ur. Nafnið Roosevelt var að vísu orðið heimsfrægt um þetta leyti, en það var vegna þess að fjarskyldur frændi Franklins, Theodore Roosevelt, hafði ver- ið kosinn varaforseti Bandaríkjanna árið 1900, og þegar McKinley var myrtur ári síðar, tók hann við forsetaembættinu. „Ted frændi“ var einskonar náttúruafl sem hiaut að hafa sterk áhrif á hinn unga frænda sinn, þó þeir væru á önd- verðum meiði í stjórnmálum (Theodore Roosevelt var Repúblikani). Hann hafði verið ævintýramaður, kúreki, hetja í spænsk-ameríska stríðinu 1898 og herskár krossfari gegn fjármálaspillingu (bjó m. a. til enska orðasambandið „vested interests“). Hann var einnig auðugur, hafði verið í Groton og Harvard og stund- að nám við lagadeild Columbia-háskóla, en þangað fór Franklin 1904. Tengslin milli þeirra frænda urðu enn nánari þegar Franklin gekk að eiga frænku sína, Önnu Eleanor Roosevelt, bróðurdótt- ur forsetans, í marz 1905. Að námi loknu vann hann um skeið á lögfræðiskrif- stofu án þess að vekja á sér nokkra at- hygli og kom því öllum á óvart þegar hann var kosinn á fylkisþingið í New York fyrir heimabyggð sína árið 1909. Sumir sögðu að hann hefði þar notið ættarnafnsins, og má vera að það hafi verið rétt, þótt þeir frændur væru í and- stæðum flokkum. Á þingi sýndi Frank- lin Roosevelt bæði hugrekki og skarp- skyggni þegar hann virti að vettugi hina voldugu flokksvél í Tammany Hall og hafði betur í átökunum við flokksfor- ingjana þar. Árið 1913 bauð hinn ný- kjörni Bandaríkjaforseti, Woodrow Wil- son, honum embætti aðstoðarflotamála- ráðherra, en því embætti hafði Theodore Roosevelt einnig gegnt á sínum tíma. Þannig var Franklin Roosevelt kominn til Washington og tekinn til við málefni al- ríkisins. Hann var glaðlyndur og geð- felldur, en dálítið stífur og hafði ekki að marki þroskað með sér þá ríku samúð með almúgamanninum sem gerði hann að stórmenni síðarmeir. Löngu síðar sagði hann við vinkonu sína, Frances Perkins, fyrsta kvenmanninn í banda- rískum ráðherrastóli: „Ef ég á að segja þér satt, var ég mesta meinhorn þegar ég fór fyrst út í pólitík." En hann var fljótur að læra, og var það æ siðan einn farsælasti eiginleiki hans. Wilson og ýmsir aðrir meðal hinna nýju félaga og samstarfsmanna smituðu Roosevelt af umbótavilja og siðferðileg- um eldmóði. Kannski var hægt að koma í veg fyrir örbirgð, útrýma fátækra- hverfum, banna barnaþrælkun og nætur- vinnu kvenna, stytta vinnutíma karl- manna og bæta laun þeirra. Bandaríkin voru fjarri því að vera verkalýðsparadís Roosevelt i janúar 1939 árið 1913, og stjórn Wilsons átti ríkan þátt í að uppræta verstu meinin. Kjörorð hans, „New Freedom“ (nýtt frelsi), hljóm- ar einsog bein fyrirmynd kjörorða Roose- velts tveimur áratugum síðar, „New Deal“ (ný stefna). Roosevelt lærði lika af Wilson að bera virðingu fyrir mennta- mönnum og hagnýta hæfileika þeirra, enda voru hinar velheppnuðu aðgerðir hans gegn kreppunni uppúr 1930 fyrst og fremst heilafóstur háskólakennara og þeirra líka. Roosevelt var aðstoðarflotamálaráð- herra í sjö ár, gat sér orð fyrir framtak, stjórnsemi og öryggi. Hann studdi Wil- son heilshugar í stríðinu og ekki siður þegar hann kom fram með hugmyndina um Þjóðabandalagið 1918. En Banda- ríkjamenn voru orðnir leiðir á sundur- lyndi Evrópubúa, drógu sig inní skel einangrunar og höfnuðu Wilson, sem missti heilsuna. Öldungadeild Banda- ríkjaþings felldi Versalasamninginn. Demókratar voru klofnir í alþjóðasinna og einangrunarsinna, og þegar Roosevelt var valinn varaforsetaefni árið 1920, var Wilson dauðvona og hugsjón Þjóðabanda- lagsins vonlaus í Bandaríkjunum. Repú- blikanar komust því til valda og stjórn- uðu næstu tólf árin, „gullaldarárin“ svo- nefndu og verstu kreppuárin 1929—’32. Á flokksþingi Demókrata í San Francisco í ágúst 1920, þegar Roosevelt var kjörinn varaforsetaefni, var hann enn hár og grannur, sterklegur, lagleg- ur og ákaflega vinsæll. Nákvæmlega ári seinna, þegar hann var 39 ára gamall, var hann sleginn hræðilegum sjúkdómi, sem nálega gerði útaf við hann, en varð til að þroska hann andlega. Hann var í sumarleyfi á Campobello ásamt fjölskyldu sinni, synti þar og sigldi af hjartans lyst, þegar hann lamaðist skyndilega uppað mitti og munaði mjóu að hann biði ald- urtila. Lengi var tvísýnt hvort hann mundi nokkurntíma geta setið uppi, en niðurstaðan varð sú að hann gat aldrei framar gengið óstuddur, mátti aldrei vera einn nema rétt á meðan hann svaf, gat ekki haldið ræðu standandi nema með sterkum stál-legghlífum og öflugum ræðustóli til að styðja sig við, hann þoldi ekki einu sinni hraða ferð í bíl eða lest, þar sem hann hafði ekki vöðvakraft til að halda jafnvægi á beygjum. Batinn sem hann fékk var hægur og mjög erfið- ur, en árið 1924 uppgötvaði hann hinar heitu heilsulindir í Warm Springs í Georgíu-fylki, sem urðu honum mikil hjálp, enda varði hann ómældum fjár- munum til að gera staðinn að heilsuhæli lömunarsjúklinga. Hann lét aldrei af bar- áttunni gegn krankleik sínum, og ýmsir telja að árangur þeirrar baráttu hafi eflt með honum sannfæringuna um að eng- ir erfiðleikar væru óyfirstíganlegir: „Það eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur,“ sagði hann þegar hann tók við forsetaembætti 1933. Aðrir héldu því fram, að líkamlegt hjálparleysi hans hefði aukið honum valdaþorsta. Hvað sem því líður, gerði það honum Ijósa þörfina á samhjálp og samvinnu mannanna, dýpkaði innsæi hans og samúð með öðr- um ógæfumönnum, fátæklingum, sjúkl- ingum, atvinnuleysingjum, fórnarlömb- um arðræningj anna. í einu tilliti var afrek hans áreiðanlega einstætt: enginn einstaklingur jafnbæklaður og hann hef- ur nokkurntíma brotizt til æðstu valda í nokkru landi. Lömunin bægði honum ekki frá stjórn- málalífinu; hann tók virkan þátt í kosn- ingunum 1924; hann var vinsæll og bar nafn sem hafði á sér töfraljóma. Ýmsir trúðu því að hann ætti mikla framtíð fyr- ir sér. Hann stundaði heilsuböðin í Warm Springs af kappi og var einmitt staddur þar árið 1928, þegar honum var óvænt boðið að verða frambjóðandi í fylkis- stj órakosningunum í New York. Hann hafnaði boðinu af heilsufarsástæðum, lét síðar telja sér hughvarf og vann kosn- ingarnar með naumum meirihluta sama ár og 40 af 48 fylkjum Bandaríkjanna kusu Repúblikanann Herbert Hoover for- seta. Það var ömurlegt ár fyrir Demó- krata, en sigurár fyrir Roosevelt. Árið 1928 var fjármálaástandið í Bandaríkjunum enn í góðu gengi. Þriðji áratugurinn var skeið stórstígra tækni- legra og efnahagslegra framfara: bíla- iðnaðurinn var í blóma og kvikmyndaiðn- aðurinn í Hollywood gerbreytti siðum og hugsunarhætti landsmanna og raunar hálfrar heimsbyggðarinnar. Rafmagns- tæki af öllum gerðum og stærðum flæddu yfir landið. Árið 1929 voru nálega 70% af öllum framleiðsluvörum framleidd með rafmagni, sem bæði flýtti fyrir fram- leiðslunni og jók hana gífurlega á svæð- um sem til þessa höfðu verið lítið iðn- vædd, í vestur-, miðvestur- og suður- ríkjunum. Olíuframleiðsla tók gífurlegt stökk framávið samfara bílaiðnaðinum, og sömu sögu var að segja um gerviefna- iðnaðinn og fjölmargar aðrar iðngrein- ar. Á einum mannsaldri fimmfaldaðist tala nemenda í skólum landsins. Aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.