Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 30
Ísraelsríki hið nýja verður ekki tvítugt fyrr en að vori, en á þessum skamma ferli hefur það háð þrjár styrjaldir við ná- grannaríkin, tvær við þau öll og' hina þriðju við Egypta- land eitt. í öllum lotunum hafa ísraelsmenn borið hærri hlut og með mestum yfirburð- um í þeirri síðustu, sex daga stríðinu í júní í sumar. Þegar bardögum lauk voru herir Ar- abaríkjanna svo illa leiknir að ísraelsher stóðu opnar leiðir til höfuðborganna Kairó, Dam- askus og Amman. Flugherir Egyptalands, Sýrlands og Jórdans voru úr sögunni og landherir þeirra tvístraðir eða á undanhaldi. Sigurinn vannst með svo skjótri svipan að öðr- um Arabaríkjum gafst ekki ráðrúm til að veita banda- mönnum sínum lið. ísraelsher naut þess að atlaga hans kom andstæðingunum að óvörum, en auk þess sýndu stjórnendur hans slíka yfirburði í öllu sem að skipulagningu og herstjórn lýtur, að segja má að ísrael eigi allskostar við margfalt fjölmennari nágrannaríki. Þrátt fyrir alla sigrana stend- ur ísrael litlu nær því en áð- ur að ná yfirlýstu markmiði sínu, að fá nágrannana til að viðurkenna tilverurétt sinn. Þótt ríkisstjórnum araba beri margt á milli, eru þær sam- mála um að sýna engan bilbug í því efni. ísraelsstjórn er jafn staðráðin í að sleppa engum skika af herteknu landi, nema Arabaríkin gangi til beinna samninga við hana. Samein- uðu þjóðirnar eru lamaðar. Ár- ið 1956 beittu Bandaríkin og Sovétríkin í sameiningu al- þjóðasamtökunum til að hefta árás ísraels, Bretlands og Frakklands á Egyptaland, en nú eru kjarnorkustórveldin á öndverðum meiði, Bandaríkin draga taum ísraels en Sovét- ríkin standa með aröbum. Bæði vilja forðast að dragast bein- línis inn í hernaðarátök í lönd- unum fyrir Miðjarðarhafs- botni, og því tókst að ná sam- komulagi í Öryggisráðinu um að fyrirskipa vopnahlé, en lengra nær samstaðan ekki. Aðdragandi vopnaviðskipt- anna í sumar liggur sæmilega ljóst fyrir. Eftir að róttækari armur Baath-flokksins náði völdum í Sýrlandi snemma á síðasta ári, ukust árásir skemmdarverkaflokka sem Sýr- lendingar gerðu út á landa- mærabyggðir fsraelsmanna í Galíleu. ísraelsher svaraði með hefndarárásum á þorp í Jórd- an, og sögðu ísraelsk yfirvöld ástæðuna vera að víkingasveit- ir Sýrlendinga færu um jór- danskt land til að krækja fyr- ir öflugustu landamæravirki ísraelsmanna. Um svipað leyti kom til bardaga milli herflug- véla frá Sýrlandi og ísrael. Eftir þessa atburði lýsti for- seti ísraelska herráðsins, Rabin hershöfðingi, yfir að svo kynni að fara að ísraelsmenn veldu þann kost að hertaka Dam- askus og skipta um stjórn í Sýrlandi. Eshkol forsætisráð- herra sagði um sömu mundir, að ísrael myndi „velja stað, stund og ráð til að klekkja á árásarseggjunum." Sýrlands- stjórn tók þessar hótanir al- varlega og leitaði liðsinnis hjá Nasser Egyptalandsforseta í samræmi við sáttmála land- anna um sameiginlegar her- varnir undir einni stjórn. Nasser brá skjótt við. Allt frá lokum Súezstríðsins 1956 hafði gæzlulið á vegum Sam- einuðu þjóðanna staðið milli herja Egyptalands og ísraels, en eingöngu í stöðvum á egypzku landi, þar sem ísraels- stjórn neitaði að veita því við- töku sín megin landamæranna. Nú vísaði Nasser gæzluliðinu umsvifalaust á brott og lét egypzkar hersveitir taka sér stöðu meðfram landamærun- um. Þar með hafði egypzki her- inn fengið aðstöðu til að ráð- ast gegn ísrael, ef ísraelsmenn gerðu alvöru úr að leggja til atlögu við Sýrland. Áróðursmenn í ríkjum araba höfðu að vanda stór orð um hvað til stæði, sögðu að nú yrði ísraelsmönnum sýnt í tvo heimana, þeir reknir í sjóinn eða brytjaðir niður. Engum var kunnugra en stjórnarvöld- um ísraels að þessar hótanir voru innantómt orðagjálfur, ísraelsmönnum stafaði engin hætta af egypzka hernum í bráð, hersveitirnar voru ný- komnar að landamærunum og það hlaut að taka þær langan tíma að búast þar um til fram- búðar, hvað þá heldur að und- irbúa árás. En þeir forustu- menn ísraels sem fara vildu varlega í sakirnar, svo sem ' Eshkol og Eban utanríkisráð- herra, áttu í vök að verjast. Ýmsir landar þeirra vildu neyta yfirburða sinna með taf- arlausum gagnaðgerðum. Stríðssinnarnir fengu brátt almenningsálitið í ísrael á sitt band. Til þess lágu einkum tvær orsakir. Önnur var að Nasser lét sér ekki nægja að flytja egypzka herinn að landa- mærunum, hann ákvað að þurrka út með öllu árangurinn af sigri ísraelshers í Súezstríð- inu. Fram til 1956 höfðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.