Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 62
Lúter meðan hann var munkur. Tréskurðarmynd eftir Lucas Cranach. leifar hins logandi þyrnirunna; þyrni úr kórónu Krists, er sagt var að hefði níst augnbrún lausnarans; tönn úr Jeremíasi spámanni; fjögur hár af guðsmóður; þrettán flísar úr jötu Krists; heyvisk úr jötunni; mola úr gulli vitringanna; nagla úr hendi Krists á krossinum — og þannig mætti lengi telja. Segja sumar heimildir, að árið 1520 hafi safn þetta verið orðið svo umfangsmikið, að vinna hefði mátt til 1.902.202 ára og 270 daga afláts með því að heimsækja kirkjuna á allra heilagra messu, en þá var safnið allt til sýnis. Dóminíkaninn Jóhann Tetzel fékk ekki aðgang að ríki Friðriks vitra með varning sinn. Má ætla, að kjörfurstanum hafi þótt vel fyrir þegnum sínum séð, svo að ekki þyrftu þeir að eyða fjármunum í að leita lengra eftir afláti. Stjórnmálaástæður kunna og að hafa valdið einhverju hér um. En Tetzel brá hins vegar á það ráð að halda sig sem næst landamærum Sax- lands. Fór því svo, að margur þegn kjör- furstans freistaðist til þess að neyta þeirra kostakjara, er Tetzel bauð. Um þessar mundir hafði Lúter á hendi starf sóknarprests við Hallarkirkjuna í Wittenberg. Þrívegis hafði hann talað gegn aflátinu af prédikunarstól árið 1516, hið síðasta sinni kvöldið fyrir allra heil- agra messu. Að vísu hafði hann talað fremur varlega og nokkuð óljóst, en þó nógu ljóst til þess að kjörfurstanum gremdist. Það var næsta eðlilegt. Háskól- inn og Hallarkirkjan nutu t. d. teknanna af aflátinu, svo að gagnrýni Lúters bitn- aði beinlínis á þeim stofnunum, er hann sjálfur þjónaði. En árið 1517 fór Lúter svo að hitta fyrir sóknarbörn í skriftastólnum, sem drógu fram aflátsbréf frá Jóhanni Tetzel. Og þau höfðu ýmsar sögur að segja, þessi sóknarbörn. Þau höfðu heyrt Tetzel stæra sig af því, að hann hefði frelsað fleiri sál- ir með aflátinu heldur en Pétur og Páll með prédikun sinni. Þau höfðu heyrt hann segja, að aflátskrossinn með skjald- armerki páfa væri jafnmáttugur krossi Krists, að aflátið er hann byði mundi jafnvel duga þeim manni, sem hefði sví- virt sjálfa guðsmóður. □ □ □ En nú var mælirinn fullur. Kvöldið fyrir allra heilagra messu, hinn 31. októ- ber 1517, gekk Lúter að norðurdyrum Hallarkirkjunnar í Wittenberg og negldi á þær blað með 95 greinum varðandi af- látið. Þær voru á latínu svo sem lærð- um mönnum hentaði, enda voru þær samkvæmt þeirrar tíðar hætti eins konar áskorun til rökræðna um efnið. Það réð tölunni, að erindisbréf það, er Tetzel hafði meðferðis frá erkibiskupinum í Mainz, var í 95 greinum. Fyrirsögnin að greinum Lúters hófst á þessum orðum: „Amore et studio eluci- dande veritatis . . .” Þau yrðu þýdd eitt- hvað á þessa leið: „Af kærleika og ástund- un þess að leiða sannleikann í ljós mun rökrætt verða um neðanritað undir for- sæti dr. Marteins Lúters, meistara í frjálsum listum og guðfræði, en hann er einnig fastakennari í sömu fræð- um. Þess vegna biður hann þess, að þeir, er ekki geta rætt við oss munnlega, geri það fjarverandi skriflega. í nafni Drottins vors Jesú Krists. Amen.“ í hinni fyrstu grein segir svo: „Þegar Drottinn vor og meistari Jesús Kristur sagði: Gjörið iðrun o. s. frv., þá vildi hann, að gjörvallt líf hinna trúuðu væri yfirbót." f næstu þrem greinum gerir Lúter síðan grein fyrir þeirri skoðun sinni, að Jesús muni ekki hafa átt við „sakramentala" yfirbót fyrir meðalgöngu prestsins, heldur sanna iðrun og betrun, er vari allt til inngöngunnar í himininn. í 5. gr. segir: „Páfi vill ekki og getur ekki veitt eftirgjöf neinna refsinga nema þeirra, er hann hefur á lagt að eigin vilja eða eftir kirkjurétti." Þess hafa sumir til getið, að Lúter muni hafa verið í allæstu skapi, er hann samdi greinarnar, og er ekki ólíklegt, að svo hafi verið. Greinarnar virðast flausturs- lega og fremur óvarlega samdar. Þær eru engan veginn árás á páfa beinlínis, held- ur virðist fremur vaka fyrir höfundinum að verja páfa fyrir illum tungum gagn- rýnenda og gera skilnað milli hans og spilltra þjóna kirkjunnar og verka þeirra og aðferða. Hann afneitar ekki aflátinu, heldur misbeiting þess og fégræðgi selj- endanna. Hann afneitar ekki heldur hreinsunareldinum. Virðist hann alls ekki hafa brotið til mergjar hin ýmsu vandamál, er hann drepur á. Skoðanir hans og kenningar eru enn í deiglunni. í rauninni er hann enn hollur sonur hinni rómversk-kaþólsku kirkju og vill umfram allt vera það. Hins vegar má og glögglega greina í setningum hans hinn nýja skilning á trúnni og Guðs orði, er var hin raunverulega undirrót siðbótar- innar og kjarni hennar. Tilgangur Lúters birtist þegar glögglega í hinum fimm fyrstu greinum, er sagt hefur verið frá, en hér skulu nú raktar að auki fá- einar hinna athyglisverðustu og skýrustu greina: 10. Óviturlega og illa breyta prestar þeir, er halda að deyjandi mönnum yfir- bótarkröfum kirkjuréttar í hreinsunar- eldinum. 13. Deyjandi menn leysast frá öllu í dauðanum og eru þegar dánir frá öllum kirkjuréttarákvæðum og hafa með því hlotið lausn undan þeim. 32. Fyrirdæmdir um eilífð munu þeir verða ásamt kennifeðrum sínum, er telja sig örugga um sáluhjálp sína fyrir af- látsbréf. 37. Sérhver sannur kristinn maður, hvort heldur hann er lífs eða látinn, á hlut í öllum gæðum Krists og kirkjunn- ar. Þau eru honum af Guði gefin, einn- ig án aflátsbréfa. 42. Kenna ber kristnum mönnum, að ekki sé það skoðun páfa, að lausn fyrir aflát sé á nokkurn hátt sambærileg miskunnarverkum. 43. Kenna ber kristnum mönnum, að sá, sem gefur fátækum eða lánar þurf- andi mönnum,. gerir betur en þótt hann keypti aflát. 50. Kenna ber kristnum mönnum, að 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.