Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 65

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 65
Sú næstum sprengikynjaða útbreiðsla, sem kvikmyndin hlaut strax í upphafi, byggðist engan veginn á því að höndl- endur hennar væru himinfalln- ir vegna nýrrar listgreinar og þrotlausra möguleika hennar — þvert á móti var litið á þetta tæki sem kærkomið dreifing- argagn þeirra listgreina, sem fyrir voru, einkum leiklistar. Iðnvæðing listanna er eldra fyrirbrigði en kvikmyndin og því fellur hún í upphafi svo vel að markmiðum risaauðsins, að hann fann í þessu tæki þá þrotlausu útbreiðslumögu- leika, sem á hafði skort til að innlima dreifingu listar í kerfi auðhyggjunnar. Því er peningavaldið búið að gera kvikmyndina að stóriðnaði áð- ur en listamenn átta sig á því að hér er á ferðinni nýtt list- form. Alla götu síðan hefur þetta verið meginþversögnin innan þessarar greinar. Sjálf- stæðisbarátta þeirra, sem skapað hafa kvikmyndalistina, uppgötvað lögmál hennar og aukið við sérlega túlkunar- möguleika hennar, hefur frá upphafi verið og er enn háð við sjónarmið hinna, sem tíð- ast halda krumlunni um sýn- ingartækin og aðstöðuna til að móta smekkinn. í raun og veru hafa þessir aðilar aldrei horfið frá því sjónarmiði, að kvik- mynd sé ekki annað en út- breiðslutæki fyrir bókmenntir, leiklist og tónlist og vitaskuld láta þeir ekki af því sjónarmiði fyrr en daginn sem það sann- ast að annað sé ábatavænlegra. En ung grein sem er í sköpun verður mjög að gæta sín gagn- vart hinum eldri, sem eiga sér að baki þúsund ára hefð, svo að ekki þrengi sér upp á hana gróin og fastmótuð vinnubrögð eldri greinanna. Þetta er þeim mun erfiðara sem háskinn er á hinn bóginn augljósari ef sam- hengið rofnar að öllu við hin- ar greinar listanna, sem sam- eiginlega mynda það sem kall- að er menningararfur. Það er því nokkuð krappur sjór, sem iðkendur þessarar nýju greinar þurfa að sigla með ásækin áhrif eldri greinanna á hælum sér eins og holskeflu en grynn- ingar peningahyggjunnar til beggja handa, af öllu þessu verður að taka mið en sigla þó ótrauður sinn sjó. Það er því vissulega engin furða þótt a. m. k. framan af þeirri baráttu, sem áður er getið, milli skapandi afla og þénandi, verði meirihluti fram- leiðslunnar annað hvort sori ellegar gæðastimpluð dreifing tízkuvarnings, sem ekkert á skylt við list — minnihlutinn og sá óvinsælli verði verk með persónueinkennum höfunda sinna, sem hugsa á máli mynd- arinnar, skapa verðmæti. Hins vegar er fjarri því fallinn neinn endanlegur dómur í þessari djúpstæðu deilu. Ef við lítum á sögu þöglu mynd- anna vitnar hún einmitt um sívaxandi áhrif listamannanna á framleiðsluna og löngu er það viðurkennt að þögla mynd- in er sjálfstætt listskeið, sem náði sínum hápunkti, og eft- irtakanlegt er það að þeir fáu meistarar, sem voru færir um að halda áfram ferli sínum eftir að hljómmyndin kom til sögunnar, hafa orðið tindarnir í kvikmyndagerð millistríðsár- anna og áranna fyrst eftir stríðið. Nægir þar að nefna Chaplín, Eisenstein og Dreyer. Með tilkomu hljómmyndanna gerðist það, að ný og kostn- aðarsöm tækni gerir peninga- valdinu aftur kleift að ná und- irtökunum. Með fáeinum ein- staklingsundantekningum líkt og glatast allt það sem unnizt hefur í baráttu hinna skapandi afla, verzlunarsjónarmiðið rík- ir enn á ný og beitir nýjabrumi hljómsins til að draga áhorf- endur aftur niður á frumstæð- ara dómgreindarstig. Mörgum finnst sem kvikmyndin hafi aldrei borið sitt barr eftir til- komu hljómmyndarinnar og sumir telja jafnvel að hún hafi þá endanlega dáið. Slíkt er ekki annað en svartagallsraus, því nær væri að líta svo á, að henni hefði slegið niður, gömul veikindi tekið sig upp, baráttan hafizt að nýju svo til frá upp- hafi og þannig skoðað væru þau tíðindi, sem greint er frá hér í upphafi og gerzt hafa seinasta hálfan annan áratug- inn, einmitt mikilsverður áfangi, hversu svo sem við lít- um á einstök verk þeirra manna, sem að þessari fram- sókn kvikmyndalistarinnar standa. Fylking þeirra, sem berjast fyrir sjálfstæðri kvik- myndasköpun, er að breikka. Sagan frá skeiði þöglu mynd- anna er vissulega að endur- taka sig, áhrif skapandi lista- manna eru vaxandi og hópur þeirra, sem fremur vilja sjá kvikmyndaverk með höfundar- einkennum heldur en láta mata sig á gæðastimplaðri moðsuðu, fer stækkandi. Til- koma sjónvarps hefur líka margháttuð örfandi áhrif á þessa þróun, m. a. með því að draga til sín undanrennuna úr áhorfendaskaranum og ógna þannig auðsöfnun bíóeigend- anna um leið og þeir eru skild- ir eftir með vandlátari áhorf- endur, þ. e. a. s. þá sem fara í kvikmyndahús kvikmynd- anna vegna en ekki bara til að fylla tómið í sálinni. Ég hef hér reynt að sýna fram á hvernig meginöflin í framvindu kvikmyndasögunn- ar speglast í raunsannri og skarpri skiptingu Truffauts á viðurkenndum kvikmynda- verkum í gæðastimplaða vöru annars vegar en raunveruleg kvikmyndaverk hins vegar. Að mínu viti er skynbragð á þessa skiptingu, það að gera grein- armun á mynd, sem er tilreidd í anda vörudreifingarinnar, og hinni, sem borin er uppi af persónuleika höfundar síns, er tjáning hans í hreyfanleg- um skuggum á tjaldi, lykill- inn að öllum skilningi og forsendan fyrir öllum vitleg- um umræðum um kvik- myndir. Ræðum við t. a. m. hryllingsatriði kvikmyndar getum við varla tekið greind- arlega afstöðu til þess fyrr en okkur er ljóst hvort það er ófrávíkjanleg nauðsyn til að koma hugsunum höfundarins á framfæri eða hvort um er að ræða endurtekningu á tízku- bundinni vörueiningu, sem bú- ið er að kenna áhorfendum að heimta. Þannig um óramargt fleira — en það er sorglega fá- títt að heyra umræður um þessa og þvílíka hluti á nokkr- um grundvelli, þeim mun al- gengara aftur á móti að heyra jafnvel greint fólk skella Jam- es Bond og fvani grimma und- ir einn hatt og fordæma þá báða á sömu forsendu. Nú má ekki skilja þessa skiptingu of þröngum skilningi og flokka myndir einfaldlega eftir því hvort þær eru byggð- ar á bókmenntaverki eða eru sjálfstæður uppdiktur, í því liggur engan veginn munurinn heldur fyrst og fremst í afstöðu höfundarins (kvikmyndahöf- undarins) til tjáningarmeðala sinna, skugganna hreyfanlegu á hvíta tjaldinu. Mynd gerð eftir bókmenntaverki getur verið stórfengleg og sjálfstæð kvikmyndalist — dettur manni þá kannske fyrst í hug japönsk mynd um Idíót Dostojevskís, gerð af Kurosawa — og það er algengt að myndir séu unnar frá rótum eftir aðfengnum reglum leikhúss eða bókmennta án beinnar fyrirmyndar. Á sinn hátt er það sambæri- legt að hugmyndafræði Októ- berbyltingarinnar hefur fengið sína stórfenglegu túlkun í verk- um manna eins og Eisensteins og Púdovkíns og stórlega eflt verk þeirra — en á hinn bóginn verða fyrir okkur heil eyði- merkurtímabil í kvikmynda- sögu sósíalísku landanna þar sem kvikmyndin virðist vera rekin sem dreifingargagn fyrir hrútleiðinlegar áróðursræmur í anda þeirrar sömu hugmynda- fræði. Enn er það sama lög- málið sem skilur á milli feigs og ófeigs. — Eru menn að hugsa í kvikmynd eða ekki? 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.