Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 41
17. öld. Hann er enn dáður af öllum Úkraínumönnum, stytt- ur af honum eru um allt, og eitt af heiðursmerkjum hers- ins heitir eftir honum. Það var einnig í Úkraínu sem fjölda- morðin í Babí Jar áttu sér stað árið 1941. Niður í samnefnt gil utanvið Kænugarð steyptu Þjóðverjar og innlendir sam- starfsmenn þeirra gyðingum borgarinnar, ungum og göml- um, dauðum og lifandi: 50.000, 100.000, kannski jafnvel ekki færri en 200.000 manns fórust með þessum hætti. Hvað er til minningar um þetta fólskuverk? Kvæði eftir Évtúsénkó sem skapaði honum óvild stjórnarvaldanna. Ekkert annað. Leiðsögumenn Intúrist (sovézku ferðaskrifstofunnar) fara ekki með ferðamenn þang- að. Enda er þar alger auðn. Hvorki minnisvarði né áletruð plata. Fjöldamorðunum hefur einfaldlega verið „gleyrnt". Og þegar útlendingur fer til sam- kunduhússins, einsog ég gerði, koma trúarleiðtogar sem eiga góða samvinnu við yfirvöldin og leiða hann að sérstökum bekk, einskonar einangrunar- bekk sem skilur hann frá öðr- um dýrkendum, svo hann kom- ist ekki í snertingu við ætt- bræður sína. Um gervallt Sovét-Rússland er gyðingum mismunað. Há- skólar takmarka stúdentafjöld- ann: einungis 2% af háskóla- stúdentum mega vera gyðing- ar, þareð það er hlutfall þess- arar „þjóðar“ í heildaríbúatölu Sovétríkjanna. Samt halda op- inberir embættismenn því fram að gyðingar geti komizt til æðstu metorða og hafa á hraðbergi nöfn einsog píanó- leikarann Emil Guillels, fiðlu- leikarann David Oistrakh, skákmanninn Botvinik, eðlis- fræðinginn Lev Landá, hag- fræðinginn Évsei Líberman og rithöfundinn Ilja Ehrenbúrg, sem gegndi mjög vafasömu hlutverki meðan á hreinsunum Stalíns stóð, að ekki sé meira sagt. En sannleikurinn er sá að æðstu embætti í utanríkis- þjónustunni og hernum eru lokuð öllum gyðingum í Sovét- ríkjunum. Þeir vilja fá sömu með- ferð og sovézkir þegnar af þýzkum uppruna Og ekki nóg með það. Unnið er skipulega að því að leggja menningu gyðinga í rúst. Hebreska og jiddíska eru ekki lengur kenndar í skólum. Það er jafnvel lagt blátt bann við að kenna þær. Bókmenntir gyðinga eru komnar í þá að- stöðu, að þeim er nú dreift leynilega í handritum frá manni til manns. Engin rit gyðinga eru gefin út nema lít- ið tímarit í 25.000 eintökum. Það birtir aðallega áróður handa útlendingum. Andspæn- is þessum ofsóknum,. 'þessari viðleitni við að kæfa gyðing- dóminn standa fullorðnir gyð- ingar grandalausir. „Hvar höfum við gert okkur seka um mistök?" spyrja þeir. „Við reyndum að falla inní sovét- skipulagið, en okkur var mein- að það. Það er litið á okkur sem sérstaka „þjóð“, en okk- ur er synjað um réttindi þjóð- ar.“ Þeir biðja ekki um annað en að með þá sé farið á sama hátt og sovézka borgara af þýzkum uppruna. í stríðinu voru þeir síðarnefndu fluttir til Síberíu, en síðan hefur þeim verið leyft að reka sína eigin skóla, dag- blöð, útgáfufyrirtæki og veitt færi á að læra sitt eigið tungu- mál — en allt er þetta gyð- ingum fyrirmunað. Og þegar nokkrir menn reyndu að fá dómstólana í lið með sér, til dæmis á sviði fræðslumála gyðinga, lentu þeir í fangelsi, sakaðir um „þjóðernisæsing- ar“. Samhliða þeirri viðleitni að ikæfa menningu gyðinga er ‘hin and-trúarlega barátta í Rússlandi. Henni er stefnt gegn öllum trúarbrögðum, en engin þeirra verða eins hart úti og gyðingdómurinn. Fyrir bylting- una voru 3000 samkunduhús í landinu, en nú eru þau ekki yfiú 100 talsins. Engar bæna- bækúr eru lengur prentaðar. Talá rabbína er ekki hærri en 60, og hinir yngstu þeirra hljóta að vera kringum sjötugt. Þareð eina rabbínaskólanum, sem verið hafði við lýði framá síðustu ár með eina tylft nem- enda, var lokað ekki alls fyrir löngu að skipun yfirvaldanna, verður enginn rabbíni eftir í Sovétríkjunum að tíu árum liðnum. Eftir að ég hafði safnað sam- an öllum þessum staðreyndum af vörum hikandi játenda og hvíslandi heimildarmanna, eft- ir að ég hafði tínt upp fjöl- margar skrýtlur og tækifæris- sögur, fór ég að skilja orsak- irnar til hins lamandi ótta sem heltekur gyðinga í Sovétríkj- unum. Það eru ekki lengur of- sóknir á hendur einstaklingum og alls ekki nauðungarflutn- ingar eða líflát sem þeir ótt- ast. Það er óttinn við útrýming gyðingdóms sem þrúgar þá. Þessvegna halda þeir dauða- haldi í hvaðeina sem gefur til kynna návist gyðingdóms á jörðinni. Allir útlendingar, og einkanlega Bandaríkjamenn, eru spurðir í þaula um hlut- skipti gyðinga heimafyrir. Það er þeim mikill léttir að fregna, að ættstofn þeirra lifi af ann- arstaðar og búi jafnvel við vel- sæld. Ef satt skal segja, held ég ekki að núverandi ráðamenn Sovétríkjanna séu í eðli sínu andvígir gyðingum, en þeir vita ekki hvernig á að ráða framúr gyðingavandamálinu. Sú stað- reynd ein, að það skuli vera fyrir hendi eftir loforð Leníns um að samlaga gyðinga sovét- skipulaginu og eftir tilraunina til að mynda „gyðingaríki", er stöðugt gremjuefni. Eftilvill er dýpri orsök þessara mistaka fólgin í árekstri og ósættanleik tveggja messíasarkenninga: gyðingdóms og marxisma. Það er að verða óþolandi Eftir að ég kynntist þeim að- stæðum sem gyðingar í Sovét- ríkjunum verða að búa við, get ég ekki orða bundizt. í samkunduhúsinu, á strætum úti hvísluðu þeir til mín jafn- skjótt og þeir vissu að ég var einn af þeim: „Vektu almenn- ingsálitið. Mótmæltu." Þegar ég kom heim í hótelherbergið á kvöldin fann ég bréfsnepla sem hafði verið laumað í vasa mína ánþess ég yrði var við. Ég las: „Gerðu eitthvað fyrir okkur. Aðvaraðu bræður okk- ar.“ Maður sem ég hitti fyrir framan samkunduhús kvöldið sem ég kom til Moskvu, sagði við mig eftir að hann hafði gengið úr skugga um að enginn veitti okkur eftirtekt: „Veiztu hvað er að gerast hér? Svip- astu um og leggðu á minnið. Hlustaðu og gleymdu engu. Og talaðu síðan þegar þú kemur heim til þín aftur. Tíminn er að renna út: við þolum þetta ekki miklu lengur.“ Svo hvarf hann ánþess að kveðja, einsog hundeltur maður. Eftir dauða Stalíns héldu gyðingar um sinn að áþján- inni væri af þeim létt, en nú hafa þeir gefið sig á vald ör- væntingunni. Þessvegna er bók mín neyðaróp, vitnisburður um sjálfan mig, gyðing sem er ásóttur af ótta bræðra minna. Á hann eftir að heyrast? Á ákall þeirra eftir að heyrast?" Marc Chagall, 1912 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.