Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 15
Síðasti fundur Roosevelts við Stalín og Churchill í Jalta 11. febrúar 1945. Bandaríkjanna sem mjög auðveldaði upp- bygginguna eftir heimsstyrjöldina og tryggði jafnframt Bandaríkjunum ör- ugga viðskiptavini í öðrum álfum. Hjálp- arstarfið sem Roosevelt hratt af stað átti líka sinn stóra þátt í að auka fram- leiðsluna heimafyrir og búa þannig þjóð- ina undir þau beinu átök sem í vændum voru. Þessu næst tókust Bandaríkin á hendur hernám fslands og Grænlands, létu tundurspilla sína fylgja skipalest- um bandamanna þegar kafbátahernað- ur Þjóðverja var í algleymingi, lögðu hald á þýzk og japönsk skip í bandarísk- um höfnum, hættu öllum viðskiptum við Japan og veittu Rússum láns- og leigu- kjör eftir að Þjóðverjar réðust á þá sum- arið 1941. Hinn 31. október sökktu Þjóð- verjar bandariska tundurspillinum Reuben James, og Roosevelt tilkynnti í útvarpinu: „Bandaríkin hafa orðið fyr- ir árás. . . . Skothríðin er hafin.“ En allt gleymdist þetta við reiðarslagið í Pearl Harbour. Á sama tíma og tveir japanskir sendimenn voru að ræða við Cordell Hull í Washington um hugsan- leg viðskipti, gerði öflugur japanskur flugfloti skyndiárás á mestu flotastöð Bandaríkjanna á Kyrrahafi, Pearl Har- bour á Hawaii. Á nokkrum mínútum voru fimm stór herskip eyðilögð og þrjú lösk- uð, auk allmargra minni skipa. Var það mesta áfall sem bandaríski flotinn hafði nokkru sinni orðið fyrir. En atburðimir 7. desember 1941 rændu Roosevelt ekki svefni. Hann kom velsofinn í þingið dag- inn eftir og hélt sex mínútna ræðu um að Bandaríkin ættu nú í styrjöld við Japan. Allur þingheimur fagnaði forset- anum hjartanlega, einangrunarsinnar jafnt og nýstefnumenn, og þjóðin stóð á bakvið hann sem einn maður. Þremur dögum síðar sögðu Þýzkaland og Ítalía Bandaríkjunum stríð á hendur. í um það bil heilt ár héldu hrakföllin áfram að margfaldast. Árásin á Pearl Harbour hafði gefið Japönum forskot og tryggt þeim í taili yfirráð yfir Kyrrahaf- inu, enda unnu þeir á skömmum tíma miklar lendur: Hong Kong, Indókína, Burma, Thaíland, Malaja, Singapore, Súmötru, Jövu, Borneó, Selebes, Tímor, Filippseyjar, norðanverða Nýju-Guineu og Nýja-Bretland, og ótölulegar eyjar á sunnanverðu Kyrrahafi. í árslok 1942 voru Japanir við þröskuld Indlands og Ástralíu. Bandaríska herliðið undir stjórn MacArthurs veitti öfluga mótspyrnu á Filippseyjum, og varð Roosevelt að skipa MacArthur að forða sér frá Corregidor. En MacArthur sneri aftur á árunum 1943—’45 og varð sennilega vinsælasta hetja stríðsins. Roosevelt hafði mjög náið samband við Winston Churchill öll stríðsárin; þeir skrifuðust stöðugt á og hittust oft. Þó þeir væru ósammála um margt, kom þeim strax ásamt um, að Þýzkaland yrði að vera ofar á blaði en Japan, þannig að Bandaríkin urðu að þola langvinna auð- mýkingu á Kyrrahafssvæðinu. Roose- velt lagði hart að Churchill að hraða inn- rásinni í Frakkland, og sama gerði Stal- ín, en Churchill var fastur fyrir og sann- færði Roosevelt um að svo tröllaukið verkefni væri ekki tímabært árið 1943. Forsetinn var hinsvegar sammála Churc- hill (gagnstætt ýmsum ráðgjöfum sín- um, m. a. Marshall hershöfðingja) um að 1942—’43 væri heppilegur tími til að ráð- ast inní Norður-Afríku og þjarma að óvininum þar og í Suður-Evrópu. Roosevelt lagði ákaflega hart að sér og fylgdist nákvæmlega með öllu, enda var hann í senn yfirmaður alls herstyrks landsins, æðsti borgaralegi embættis- maður ríkisins (hafði m. a. yfirumsjón með allri framleiðslu stríðsáranna) og þjóðhöfðingi. Samt sem áður hafði hann stöðugt fyrir augum, einsog kennari hans, Wilson, hvað verða mundi eftir að friður kæmist á. Það var hann sem átti hug- myndina að Atlantshafssamþykktinni (1941) er varð grundvöllur Sameinuðu þjóðanna. Roosevelt hitti Stalín fyrst á Teheran- ráðstefnunni 1943, eftir aö bandamenn höfðu lagt undir sig Norður-Afríku og voru komnir til ítalíu, og orustan við Stalíngrad var um garð gengin. Forset- inn hafði áhyggjur af því, hve illa hon- um gekk að komast í samband við ein- ræðisherrann, sem var „nákvæmur, stíf- ur, alvarlegur, broslaus", og hélt að það kynni að stafa af tortryggni Rússans vegna sameiginlegs tungumáls, menn- ingar og erfða Bretans og Bandaríkja- mannsins. Tók hann því til bragðs að erta og stríða Churchill þegar færi gafst, og fyrtist Churchill oft við, en Stalín virt- ist hafa gaman af og brosti stundum. Með þessu móti taldi Roosevelt sig hafa unnið rússneska björninn, en sannleik- urinn var sá að hann gerði sér litla grein fyrir aðferðum, áformum og undirferli Stalíns, og hefði betur farið að dæmi Churchills, sem gerði sér engar tylli- vonir um samningana við Rússa. Næsta ráðstefna leiðtoganna var hald- in í Jalta á Krímskaga snemma árs 1945. MacArthur hafði þá endurheimt mikið af Kyrrahafssvæðinu og var í þann veg- inn að taka Filippseyjar; Rússar voru komnir að Oder og herir Eisenhowers að Rín. Roosevelt hafði verið kosinn forseti í fjórða sinn, en bar það með sér að heilsu hans var mjög hrakað. Honum hafði verið ráðlagt að taka sér hvíld, en það var orðið of seint. í Jalta brá vin- um hans, sem ekki höfðu hitt hann um skeið, þegar þeir sáu kinnfiskasogið and- litið, titrandi hendurnar og fjarrænt augnaráðið. Hann hafði samt ekki glat- að neinu af persónutöfrunum og var reifur þráttfyrir veika burði. Hann geisl- aði frá sér sannfæringunni sem komið hafði fram í fjórðu innsetningarræðu hans: „Við getum ekki öðlazt varanlegan frið, ef við nálgumst hann með tortryggni og vantrausti — eða ótta.“ En Stalín var fullur tortryggni, Churchill þrúgaður af vantrausti, og þær milljónir manna, sem áttu framtíð sína undir ákvörðunum þeirra, höfðu fulla ástæðu til að bera kvíðboga fyrir framtíðinni, því Rauði herinn hafði þegar hertekið Pólland og fór einsog eyðandi eldur yfir Austur- Þýzkaland. Járntjaldið var orðin stað- reynd sem engin vingjarnleg orð gátu töfrað burt. Vissulega urðu málamiðlanir í Jalta, en Stalín fór með flesta vinn- ingana, enda töldu bandamenn þá að tryggja yrði stuðning hans til að vinna lokasigur á Japönum. Kjarnorkusprengj- an var enn ekki hugsanlegur möguleiki. Roosevelt taldi sig eiga í fullu tré við Stalín og gerði honum örlát tilboð sem innsigluðu örlög Póllands, Ungverjalands, Balkanlanda, Austur-Þýzkalands og Tékkóslóvakíu. Auk þess fengu Rússar Kúril-eyjar og hálfa Sakhalín-ey í Asíu fyrir tæprar viku málamyndaþátttöku í stríðinu gegn Japan. Roosevelt hélt heimleiðis feigur maður og lézt í Warm Springs 12. apríl 1945, nokkrum vikum áður en Hitler framdi sjálfsmorð í Berlín. Valdaferlar þeirra höfðu verið furðulega samsíða — en með öfugum formerkjum. Hálfu fjórða ári eftir fráfall Roosevelts, þegar Harry S. Truman kom öllum (nema sjálfum sér) á óvart með því að vinna forsetakosn- ingarnar 1948, birti stórblaðið Times í Lundúnum ritstjórnargrein undir fyrir- sögninni „Fimmta kjörtímabil Roose- velts“. Sú umsögn hefði glatt hjarta hugsjónamannsins sem átti þann draum æðstan „að bæta lífskjör almúgamanns- ins“, að því er kona hans sagði. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.