Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 57

Samvinnan - 01.10.1967, Qupperneq 57
ara nútímans, Josef Svoboda, en kenningar hans og vinnu- brögð eru mjög gott dæmi um stefnu í leikmyndlist á okkar tímum. Josef Svoboda er fæddur 10. maí 1920 í Cáslan í Tékkóslóv- akíu. Að loknu námi í leikmynda- teiknun réðst hann sem yfir- leikmyndateiknari til Þjóðleik- hússins i Prag. Samhliða því starfi er hann einnig yfirleikmyndateiknari við hið víðfræga leikhús Laterna Magika í Prag. Hann hlaut sérstök heiðurs- verðlaun árið 1954 fyrir frá- bært starf í þágu listar sinnar frá tékkneska ríkinu. Á þriðju leikmyndasýning- unni í Sao Paulo vöktu verk hans heimsathygli, enda hlaut hann gullverðlaun sýningar- innar fyrir bezta verkið. Josef Svoboda er nú löngu þekktur fyrir sín frábæru verk og er vafalaust einn fremsti leikmyndateiknari allra tíma. Svoboda er fyrst og fremst maður leiksviðsins; hann er ekki aðeins listmálari, þó hann noti striga og liti; hann er ekki aðeins byggingameistari, þó hann noti tré og málm; hann veit að listamaðurinn verður að þekkja vel efnið, sem sköpun- arverk hans er unnið úr, kosti þess og kröfur, og einnig hverja þýðingu ljós, augu, efni og eðli hafa. Fyrir Svoboda er hver leik- mynd tilraun að svo miklu leyti sem verkið krefst hugsun- ar, úrlausnar, hagnýtrar skipu- lagningar, og að því leyti sem árangur verka hans er lagður undir úrskurð áhorfenda. Aðalástæðan fyrir því að Josef Svoboda hefur náð svo langt í list sinni er samfelld rannsókn hans á möguleikum sviðsins og áhrifum þess á sam- tíðina. Svoboda hefur sagt: „Ég vil hafa hreyfanlegt leiksvið, þar sem hreyfing er lögmál, svið sem getur breytt formi og byggingarlagi eftir þörfum leiksins í samræmi við inni- hald hans.“ Ef það er rétt að leiksýning heimti ákveðið form í uppsetn- ingu, er einnig rétt að sviðið og þýðing þess kallar fram hreyfingu og framtakssemi skáldsins og hefur áhrif á það. Frumleiki Svoboda felst ekki hvað sízt í því, að hann þekkir alla möguleika nútímasviðs- tækni og kann að nota sér hana í þágu listarinnar og læt- ur jafnframt leikritaskáldinu í té þekkingu á áhrifamætti leiksviðsins. LeikmyncL eftir Svoboda fyrir óperuna „Prodana Nevesta" eftir Smetana. Leikmynd eftir Svoboda fyrir óperuna „Tosca" eftir Puccini. 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.