Samvinnan - 01.10.1967, Page 48

Samvinnan - 01.10.1967, Page 48
Siglaugur Brynleifsson: NIETZSCHE OG ÞÝZKAR BÓKMENNTIR Elisabeth Förster-Nietzsche á yngri árurn Þýzkir höfundar hafa löng- um verið úr tengslum við meg- inþorra landa sinna. Bók- menntir þar í löndum voru lengi vel stundaðar við hirðir konunga og fursta, og þegar kemur fram á 18. öld verða frönsk áhrif og smekkur ríkj- andi meðal þýzkrar yfirstéttar og höfundar leita sér fyrir- mynda í frönskum bókmennt- um. Þýzkir rithöfundar voru mjög lítið lesnir af þýzkum al- menningi, og skáldin urðu að leita sér stuðnings meðal furstanna, sem á 18. öld drógu dám af Frökkum á flestum sviðum lista og bókmennta. Markaður fyrir bækur var mjög þröngur og „verndarinn“ var hverjum höfundi lífs- nauðsyn. Svo hafði löngum verið víðast hvar. En á 18. öld tekur þetta að breytast, eink- um í Englandi; læsi eykst og áhugi vaknar meðal millistétt- anna fyrir bókmenntum og listum. Þetta gerist síðar á Þýzkalandi. Skáldin eru þar bundnari „verndaranum". Þvi eru þýzkar bókmenntir á 18. öld ekki tengdar þjóðinni, held- ur fámennum hópi áhuga- manna eða hluta yfirstéttar, sem talaði frekar frönsku en þýzku. Þetta tekur að breyt- ast með Goethe og rómantísku stefnunni. Áhugi manna tekur að aukast fyrir þýzkum mennt- um með vaxandi gengi borg- arastéttarinnar. En „verndar- inn“ mótar þó áfram snið verkanna lengur á Þýzkalandi en annarsstaðar. Almenningur leit á bókmenntaiðju og bók- menntir sem upphafið fyrir- brigði, og skáldin litu á sig sem arftaka prestanna eftir að áhrif kirkjunnar tóku að dvína. Þýzkir rithöfundar litu á sig sem uppalendur þjóðar- innar og prédikuðu sem slík- ir. Þetta einkenni kemur í Ijós um það leyti sem heimspeki og veraldlegar bókmenntir taka við hlutverki guðfræðinnar með upplýsingarstefnunni. Þýzk skáld litu á sig öðrum þræði sem nokkurskonar presta og sú „andlega veröld" sem þeir hrærðust í var oft víðs- fjarri raunveruleikanum og í litlum tengslum við baráttu dauðlegra manna. Þýzk gagn- rýni einkenndist lengi af þess- ari afstöðu gagnvart „andleg- um efnum“, og hrærðist eins og skáldin á andlegum plön- um, þar sem skilgreining hug- mynda varð oft hart úti í hinu sífellda hugsjónamold- viðri sem þar geisaði. Höfund- ar sinntu lítt veraldlegum efn- um. Madame de Stael er sögð hafa orðið hvumsa, þegar hún kynntist áhugaleysi Goethes, Schillers og Wielands á stjórn- málum, en þó voru þessi skáld tengdari þjóðlífinu en flestir arftakar þeirra. Goethe var stjórnarembættismaður, Schill- er sagnfræðingur og Wieland hafði afskipti af fræðslu- og uppeldismálum. Um og eftir aldamótin 1800 furðaði marga útlenda menntamenn á þeirri ríkjandi skoðun þýzkra skálda og menntamanna, að menntun og menning væri sérstakur heimur úr tengslum við þjóð- líf og samfélag, og sumir virt- ust hyllast til að álíta þessa heima andstæða. Menntun og menning var sniðin frá ver- aldlegu lífi, og þjóðlíf og þjóð- félag skiptu engu máli. Rómantíska stefnan í Þýzka- landi tók einnig á sig sérstaka mynd. Þar hneigðust róm- antíkerar til íhaldsemi í þjóð- málum, þótt þeir upphæfust sem andstæðingar Napóleons og forsvarsmenn þjóðlegs sjálf- ræðis. Þýzk rómantík var mun víðfeðmari en ensk og frönsk, en þar í löndum var stefnan að meginhluta bókmenntaleg. Andrationalismi var einnig mun meira áberandi með þýzk- um skáldum en stéttarbræðr- um þeirra á Frakklandi og Englandi. Þýzkir rómantíker- ar fyrir og um miðja 19. öld leystu sig úr viðjum skynsem- innar og gáfu ímyndunarafl- inu, fantasíunni, frjálst svig- rúm. Þeir verða fyrstir til að kanna, ýmist meðvitað eða ómeðvitað, djúp sálarinnar sem nú á dögum eru nefnd undirvitund. Þessi könnun sálardjúpanna og þetta viðja- leysi leiddi til symbólismans, expressjónismans og súrreal- ismans síðar. Novalis og E. T. A. Hoffman höfðu sterkust á- hrif í þessar áttir. í þjóðern- ismálum hafði stefnan þau á- hrif að meta að nýju þjóðleg- ar bókmenntaerfðir og stang- aðist í því efni mjög á við skynsemisstefnuna eða upp- lýsinguna, auk þess sem stefn- an var í upphafi kveikja þjóð- ernisvakningar, sem átti síð- ar eftir að draga á eftir sér ófagran slóða. Afstaða róm- antísku skáldanna þýzku til stjórnmála var um miðja öld- ina afturhaldsemi. Þeir viður- kenndu ekki þær kenningar, sem upplýsingarstefnan rök- studdi með skynseminni. Fyr- irmynd þeirra í þjóðfélagsmál- um voru þýzkar miðaldir, og framtíðarríki þeirra var með þeim svip. í fáum ríkjum hefur lengur ríkt meiri tilhneiging til að steypa alla í sama mót en á Þýzkalandi. Þar skal hver stétt og hópur vera á sínum stað. í slíku þjóðfélagi er erfitt um 48

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.