Samvinnan - 01.12.1967, Page 4

Samvinnan - 01.12.1967, Page 4
HVERS VEGNA ekki SAMBYGGT útvarp/sjónvarp? GRAND FESTIVAL 23” eða 25” KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR • Með innbyggðri skúffu fyrir plötuspilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandað verk, — byggt með langa notkun fyrir augum. • Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum, þar á meðal FM og bátabylgju. • Allir stillar fyrir útvarp og sjónvarp í læstri veltihurð • ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann, lengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víða um land. Aðalumboð: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2. uppeldis- og sálarfræði? Ef kennarar við sama fræðslustig eiga að vera í mismunandi launaflokkum, verða þá ekki einnig að gilda mismunandi einkunnastigar fyrir nemend- urna? Varla er hægt að ætl- ast til sama námsárangurs af nemendum kennarans í 17. launaflokki og hins hálærða í 20. fl. (sbr. kröfur háskóla- menntaðra kennara). Þetta þyrfti þá að rannsaka nánar, t. d. í sambandi við einkunnir á landsprófi. Nei, kennarar eiga sameig- inlega að berjast fyrir því, að öll kennslustörf verði svo vel launuð og mikils metin, að skólarnir geti valið úr hæfi- leikamönnum, í stað þess að sóa kröftum sínum í að reyna að koma samstarfsmönnum sínum í örlítið lægri launa- flokk en þeir eru í sjálfir, sem virðist vera einasta hugsjón háskólamenntaðra kennara. Það er líka reginfirra að barnakennarar þurfi síður á menntun að halda en aðrir kennarar og eigi ekki skilin jafnhá laun. Á engum hvílir í rauninni meiri ábyrgð en hin- um fyrstu uppalendum, og því yngri sem börnin eru, þeim mun dýpri og varanlegri eru áhrif kennarans til góðs eða ills, og getur ráðið úrslitum um alla síðari skólagöngu nemand- ans, að fyrstu kynni hans á menntabrautinni séu jákvæð. Einn megingalli á skólakerfi okkar er sá, að á fyrstu náms- árunum er öllum ætlað að læra hið sama. Níu ára barn á að læra námsefni fyrir níu ára börn, hvorki meira né minna. Það er í rauninni álíka gáfu- legt og að skylda öll níu ára börn til að nota ákveðið númer af skóm, sem fyndist með því að taka meðaltal af fótstærð allra 9 ára barna í landinu. Andlegur þroski er ekki síður mismunandi og einstaklings- 4

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.