Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 17
Islenzkur sjávarútvegur OTHAR HANSSON HELGI G. ÞÖRÐARSON ARNI BENEDIKTSSON GÍSLI KONRÁÐSSON BALDUR GUÐMUNDSSON TÚMAS ÞORVALDSSON BRAGI EIRÍKSSON ÞORODDUR TH. SIGURÐSSON GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON DR. JÖN JÖNSSON DR. MAGNÚS Z. SIGURÐSSON OTHAR HANSSON: ER VALT AÐ TREYSTA SJÁVARAFLA? Engum dylst, að undanfarin ár hefur verið hafður í frammi magnaður áróður fyrir þeirri kenningu, að ekkert sé okkur íslendingum nauðsynlegra en að komast sem fyrst á það stig efnahagsþróunarinnar, að við þurfum ekki lengur að draga fram lífið á því að veiða fisk og verka. Hefur svo rammt að þessu kveðið, að allir helztu forystu- menn landsins hafa þar lagt orð í belg og allir á einn veg. Hefur það og þótt mjög væn- legt til kjörfylgis, einkum nú hin síðari ár, að segjast munu byggja verksmiðjur stórar til úrvinnslu góðmálma landi og lýð til blessunar; en þó alveg sérstaklega háttvirtum kjós- endum þess og þess kjördæmis, er hlutaðeigandi er í staddur það og það skiptið. Vígorð þessara manna hefur og alla jafna verið á einn veg: „Sjávarútvegur er áhættusam- ur — á hann er ekki að treysta". Enn hefur þessi áróður auk- izt hin síðustu misserin í sam- bandi við umræður um verðfall það, sem átt hefur sér stað á flestum afurðum okkar. Er nú jafnvel svo langt gengið, að ástandinu í dag er líkt við kreppuna miklu upp úr 1930. Er nú býsnazt mikið og hvergi sparað í vandlæting- unni, þegar rætt er um verð- fall útflutningsafurðanna, en ekki um hirt að minnast á, að sjávarútvegurinn hefur verið bundinn í þær viðjar af ríkis- valdinu, að honum er gert að skila inn í verðbólguiðuna hverju tangri og tötri af þeim hækkunum, sem hann hefur fengið undanfarin ár, en verð- ur svo að standa uppi slyppur og snauður, þegar ástand mark- aðarins breytist örlítið til hins verra. Væri vissulega full ástæða til að fjalla nánar um það atriði, en það var ekki ætlun mín í þessu greinarkorni. Þó er það hörmulegt, að sjáv- arútvegurinn hefur ekki haft þeim forystumönnum á að skipa, að þeir hefðu kveðið niður þennan áróður, heldur er nú svo komið málum, að iandslýður allur er farinn að trúa honum. Gildir hér hið sama og hjá Göbbels forðum, að sé lygin endurtekin nógu oft, þá fari fólkið að trúa henni. Áróður þessi hefur verið not- aður til að gylla þær fram- kvæmdir, sem hér hafa verið gerðar og kallaðar „stóriðja". Nú skal ekki lastað það, sem gert hefur verið undanfarin ár í uppbyggingu iðnaðar hér á landi, nema síður sé, en ég vildi aðeins benda á, að hollt er að missa ekki sjónar á að- alatriðum þessara mála. Það er t. d. lofsvert framtak að byggja kísilgúrvinnslu við Mývatn, leggja veg til Húsavík- ur þaðan, reisa geymsluskála á Húsavík og hvaðeina. Það er jafngott hér i fásinn- inu, að landslýður skuli vera þess fullviss, að við eigum at- orkusömum mönnum á að skipa: mönnum, sem aldrei verður ráðafátt, samanber beiðni um aðstoð hermála- stjórnarinnar bandarísku við að koma rafmagnsvörum hing- að, svo hægt væri að fremja vígsluathafnir á tilsettum tíma með ræðuhöldum og ráð- herraveizlum. Hinsvegar er mér til efs, að embættismenn okkar hefðu verið jafn ráða- góðir, ef t. d. krúntappinn í Gísla Árna hefði brotnað á hafi úti og það mikla aflaskip þannig orðið verklaust um sinn. Þó er dæmi þess, að einn síldarbátur íslenzkur getur skilað hráefni á einni viku, sem gefur af sér útflutnings- verðmæti að upphæð 4 millj- ónir króna, og er það ekki svo lítið, þegar borið er saman við áætlanir um framleiðsluverð- mæti kísilgúrvinnslunnar. Því minnist ég hér á Kísil- iðjuna við Mývatn, að mjög hefur verið haldið á loft, hvað þar hafi allt gengið vel og snyrtilega: áætlanir um bygg- ingarkostnað og framkvæmda- hraða staðizt fullkomlega, og er það vel. Á það hefur líka verið minnzt, þótt ekki hafi hátt far- ið, að þar hafi aldrei skort fjármagn til framkvæmdanna, en slíkt er jafn-sjaldgæft hér á landi og guðsþjónustur í Kreml. Og er manni ekki grunlaust, að fleira gæti vel gengið, ef ekki stæði á pening- unum. En hvað á svo Kísiliðjan við Mývatn að gera? Samkvæmt upplýsingum Pét- urs Péturssonar, forstjóra,1) er byggingakostnaður áætlað- ur 148 milljónir. Að láni hafa fengizt 92 milljónir, en hluta- fé er 78 milljónir. Þar af á Ríkissjóður 51%. Miðað við fulla vinnslu er framleiðslu- verðmæti verksmiðjunnar 120 milljónir FOB, en þar frá dragast sölulaun, 40 milljónir. Raunverulegt FOB-verðmæti verksmiðjunnar, þegar hún er komin í full afköst, er því um 80 milljónir á ári. Reiknað er með, að þessi fullu afköst ná- ist eftir 7 ár, en t. d. á öðru ári er reiknað með 36 milljón króna raunverulegu FOB-and- virði. Þó tekur forstjórinn fram, að þessi áætlun byggist á því, að flutningskostnaður héðan á markað verði ekki nema um 600 krónur á smálest. Er það athyglisverð tala, ekki sízt fyr- ir þá einstaklinga, sem hér hafa verið að berjast í að sjóða niður fiskmeti til útflutnings og verða að gera sér að góðu að greiða 1500 krónur á smá- 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.