Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 21
um, að skilningur stjórnar- valda á vandamálum sjávar- útvegsins er í algjöru lágmarki, að viðhorf almennings til sjáv- arútvegsins er mjög neikvætt, að næstum hverjum sem er hefur verið heimilt að gera að engu þann ávinning, sem fram- farirnar áttu að gera mögu- legan, og oftast hefur verið veittur til þess opinber stuðn- Ingur. Leyfist mér að nefna dæmi iim þetta síðastnefnda: Fisk- /erkunarstöð hefur varið veru- (egri fjárhæð til framleiðni- xukandi endurbóta. Óðar hef- ir risið upp önnur fiskverk- 'inarstöð við hlið þeirrar sem fyrir var, reist með lánum úr opinberum sjóðum. Þessi nýja stöð hefur svo tekið veruleg- an hluta þess hráefnis, sem hin stöðin hafði og þurfti til þess að endurbæturnar skiluðu rilætluöum árangri. Gamla stöðin situr eftir með fjár- hagsbagga af endurbótunum, en endurbæturnar koma að iitlum eða engum notum. Margir vilja kenna sjávar- útveginum sjálfum um þessa bróun, en það er ekki réttlátt. Enginn aðili innan sjávarút- vevsins hefur nokkur tök á að stöðva hana. Það getur enginn nema stjórnarvöld landsins. Og til þess að stjórnarvöld geti stjórnað uppbyggingu atvinnu- veganna með nútímasjónar- miðum burfa þau eðlilega að kunna á þeim nokkur skil. Það hefur brugðizt hér á landi. Að vera meistari í útúrsnúningum er ekki einhlítt til landsstjórn- ar. III Eins og áður er getið hefur verið ákveðið að fram fari end- urskipulagning frystiiðnaðar- ins. Ég held að mér sé óhætt að segja að flestir forráðamenn frystihúsanna séu meðmæltir þeirri endurskipulagningu og ég fyrir mitt leyti vona að ekki verði um neitt kák að ræða, en óneitanlega hallast margir að því að svo muni verða. Hins vegar sárnar mörgum forráða- mönnum frystihúsanna það að frystiiðnaðurinn skyldi verða fyrstur fyrir valinu til endur- skipulagningar; þó að verkefn- in þar væru nægileg, væru verkefnin til endurskipulagn- ingar víða miklu meira aðkall- andi. Og vafalitið er það rétt að sj ávarútvegúrinn er í betra ástandi rekstrarlega en flest- ar aðrar atvinnugreinar hér á landi, þó að ástandið sé ekki gott. En samt sem áður ætti það ekki að saka þó hann verði fyrstur tekinn til endur- skipulagningar. Það er betra að æfa sig á hinu minna verk- efninu og betra verður að hafa nokkra reynslu í endurskipu- lagningu þegar röðin kemur t. d. að byggingariðnaðinum og ríkisbúskapnum, bankakerfinu og verzluninni. Málmiðnaðurinn er undir- stöðugrein tæknilegra fram- fara nútímans. Fyrir nokkrum árum var íslenzki járniðnað- urinn kominn vel á veg með að búa sig undir að takast á við stórt verkefni. Nú hallar aftur undan fæti. Með sama áframhaldi verður þess ekki langt að bíða að öll stærri verk- efni í járniðnaði verði að leysa með erlendri aðstoð. Þar mundi endurskipulagningar vera þörf. Það er verið að byggja upp stálskipasmíði í landinu. Því miður er sú uppbygging úrelt frá byrjun. íslenzkur stálskipa- iðnaður er byggður upp á sömu lögmálum og sá skipasmíða- iðnaður Vesturlanda, sem er núna að syngja sitt síðasta vers. Það er víða þörf fyrir end- urskipulagningu. IV Við höfum vissulega lifað við tiltölulega góð lífskjör á und- anförnum áratugum. Þó er það meira en umdeilanlegt hvort við tilheyrum þróuðum þjóðum eða vanþróuðum. Við höfum verið duglegir að til- einka okkur ýmsa tækni þró- aðra þjóða í einstökum atrið- um, en heildarskipulagning at- vinnulífsins ber öli einkenni vanþróaðra þjóða. Stjórnmála- leg forysta í atvinnumálum er mjög skammt komin á þróun- arbrautinni. En þrátt fyrir þetta hafa lífskjörin verið tiltölulega góð. Ekki byggist það á því að að- staða til landbúnaðar sé óvenju góð hér. Þvert á móti; aðstaða til landbúnaðar er af eðlilegum landfræðilegum orsökum nokk- uð erfið hér. Ekki byggist það á nýttum möguleikum til iðnaðar. Við höfum sáralítið af iðnaði, sem er þannig uppbyggður að hann geti orðið undirstaða þjóðfé- lagslegrar velmegunar. Það er að sjálfsögðu vel hugsanlegt að iðnaðurinn geti orðið veiga- mesta kjölfesta atvinnulifsins, en það getur ekki gerzt á fá- um árum jafnvel þótt hafizt yrði handa nú þegar og not- aðar raunhæfar nútímaaðferð- ir til uppbyggingar iðnaðarins. Sú festa, sem nauðsynleg er til þess að iðnaður geti skilað verulegum jákvæðum árangri, næst ekki á einum degi. Það þarf áratugi til. Veruleg iðnað- arfesta hefur enn ekki þróazt að neinu marki hér á landi nema á Akureyri. Undirstaða þeirrar velmeg- unar, sem hér hefur ríkt, bygg- ist að langmestu leyti á þeirri auðlind, sem hafið í kringum landið hefur verið. Það er vafa- mál að aðrar þjóðir hafi átt öllu betri auðlindir. Þessa auð- lind ber okkur að vernda og varðveita, okkur ber að rækta hana og okkur ber að stækka það hafsvæði, sem við helgum okkur. í matvælahungruðum heimi ber þjóð, sem staðsett er við matvælauppsprettu, að stunda matvælaframleiðslu. Allar þjóðir leggja fyrst og fremst áherzlu á að nýta þær auðlindir, sem þær hafa yfir að ráða. Olía er nýtt þar sem olía finnst í jörð, kol þar sem kolin eru, matvæli þar sem hentugt er til matvælafram- leiðslu. Þess vegna þurfum við ekki að fara í langa leit að nýjum atvinnuvegum. Þjóðin hefur eðlilegan starfsgrund- völl þar sem framleiðsla sjávar- afurða er ásamt þeim atvinnu- greinum, sem eðlilega þróast þar í kringum. íslenzka þjóð- in er það fámenn að hún verð- ur að einbeita sér að tiltölu- lega fáum verkefnum ef við- hlítandi árangur á að nást. V Velferð sjávarútvegsins og velferð þjóðarinnar í heild fer að mestu leyti saman. Þegar kreppir að sjávarútveginum kreppir að allri þjóðinni. Nei- kvæð viðhorf stjórnarvalda til sjávarútvegsmála koma niður á allri þjóðinni. Lágkúruleg stjórnmálaforysta hefur nei- kvæð áhrif á allt þjóðfélagið. Undir þeirri forystu, sem í meginatriðum boðar aftur- hvarf til stjórnleysis, hlýtur margt að fara úr skorðum. Undir slíkri forystu þenst bankakerfið út eins og blásið sé í gúmmíblöðru, innflytjenda- stéttin vex með tímgunarhraða nagdýra, braskarastéttin blæs út eins og illkynjað æxli. Hug- myndir manna um heilbrigt þjóðfélag riðlast, virðing manna fyrir þjóðfélagsstofn- unum fellur í lágmark. Menn stunda veiðar í landhelgi haf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1670-6315
Sprog:
Årgange:
62
Eksemplarer:
453
Registrerede artikler:
2
Udgivet:
1926-1986
Tilgængelig indtil :
1986
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Reykjavík ; Akureyri : Samband íslenzkra samvinnufélaga, 1926-1986. Kaupfélög, Samvinnufélög.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað: 9. Tölublað (01.12.1967)
https://timarit.is/issue/291740

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. Tölublað (01.12.1967)

Aðgerðir: