Samvinnan - 01.12.1967, Page 24
ingspunds, verði að selja það
í viðskiptabanka sínum fyrir
120 krónur. Síðan kemur Pétur
og Páll í bankann, kaupir
pundið fyrir 120 krónur og
honum er veittur fullur rétt-
ur til þess að nota það til
kaupa á þessum varningi eða
hinum og möguleiki til bess
að leggja á þann varning —
misjafnlega mikið að vísu, eft-
ir því um hvaða varning er að
ræða — en jafnvel svo, að
verðið, sem hann greiddi fyrir
gjaldeyrinn, fær hann aftur
tvöfalt eða vel það. Byggt á
sömu forsendum má segja að
útgerðin sé að greiða þriðj-
unginn af því lúxusflakki, sem
ferðagjaldeyrir er keyptur til
fyrir 120 krónur pundið. En
það er helzt úr hópi þessara
Pétra og Pála, þeirra sem
njóta þessara sérréttinda, sem
maður heyrir oftast raddirnar
um ómagana á þjóðarbúinu,
sem alltaf séu betlandi um
bætur og styrki.
Það hefur mikið verið rætt
og ritað um togarana, útgerð
þeirra og endurnýjun, þar sem
elztu nýsköpunartogararnir
hafa nú þegar komizt yfir tví-
tugsaldurinn. Nefnd hefur um
nokkurt skeið verið starfandi
fyrir atbeina ríkisstjórnarinn-
ar til þess að gera athuganir á
og tillögur um gerð og stærð
nýrra togara. Mig furðar ekki
á því þótt nefndin þurfi lang-
an tíma til starfa og hafi ekki
skila'ð áliti enn, því að mínum
dcmi er ómögulegt að gera til-
lögur um gerð eða stærð tog-
ara, sem ætla mætti að nálg-
aðist það að bera sig við að-
stæður síðustu ára. Að vísu
verður vart um það deilt, að
nokkra kostnaðarliði mætti
lækka á nýjum skipum, svo
sem olíu, viðhald og e. t. v. eitt-
hvað í mannahaldi, en aftur á
móti er verð nýrra og full-
kominna skipa svo hátt, að
eðlilegar afskriftir og vextir
munu gera miklu meira en éta
upp sparnaðinn, og aflamögu-
leikar sennilega lítið meiri en
gömlu togaranna.
En sé það rétt, sem ég held
þrátt fyrir allt, að halda áfram
togararekstri á íslandi — að
því hníga mörg rök — verður
að endurnýja flotann, jafnvel
þótt ekki sé fyrirfram séð að
um hallalausan rekstur verði
að ræða, og þá má ekki lengi
bíða úr þessu til þess að endur-
nýjun geti farið fram sam-
tímis því að gömlu skipin falla
úr fatinu, og umfram allt má
ekki svelta gömlu skipin í hel
fyrr en hin nýju taka við.
Gísli Konráðsson.
BALDUR
GUÐMUNDSSON:
ÞRÓUN VÉLBÁTA-
ÚTVEGSINS
UNDANFARIN ÁR
Eftir að ég hefi ráðið það
við mig að stinga niður penna
og skrifa greinarstúf um vél-
bátaútveginn, er mér það ljóst
að ég verð að líta um öxl, nokk-
ur ár aftur í tímann. Aldrei í
lífi íslenzku þjóðarinnar hafa
orðið eins miklar sviptingar í
uppbyggingu og rekstri vél-
bátaflotans og á síðustu 10
árum, enda þótt veruleg breyt-
ing hafi einnig orðið þar á
næstu tólf árin áður.
Eftirfarandi tölur sýna nokk-
uð byggingaþróun á tuttugu
og tveggja ára tímabili, árin
1945—1966.
Hér eru talin fiskiskip með
þilfari önnur en togarar og
hvalveiðiskip.
Á stríðsárunum var ágæt
veiði, bæði síldveiði og bolfisk-
veiði. Hagur þjóðarinnar batn-
aði þá verulega, og þegar leið
að lokum stríðsins var hafizt
handa undir forustu utan-
þingsstjórnarinnar, sem þá sat
að völdum, um að semja um
byggingu 45 fiskibáta í Svíþjóð.
30 af þessum bátum voru af
stærðinni 80—100 rúmlestir, en
15 bátar af stærðinni 51—53
rúmlestir. Siðar samdi Reykja-
víkurborg um smíði 5 báta til
viðbótar; þannig urðu þessir
bátar endanlega 50 talsins.
Nýsköpunarstjórnin tók við
völdum 21. okt. 1944, og þar
með varð hennar hlutverk að
hafa endanleg afskipti af þess-
um samningi og veita bátunum
móttöku.
Auk þessa lét hún byggja
innanlands nokkra báta af
stærðunum 39 og 66 rúmlestir.
Strax að stríðinu loknu voru
keyptir margir notaðir bátar
í Svíþjóð og Danmörku. Allir
þessir bátar bættust í fiski-
bátaflotann á árunum 1945—
1948. En um leið voru lagðir
niður margir gamlir og úreltir
bátar, þannig að segja má að
bátaflotinn hafi verið að veru-
legu leyti endurnýjaður með
stærri og betri bátum.
Árin eftir 1950 fór aukning
bátaflotans hægt, allt fram
að 1960. Þó bættust nokkrir
bátar árlega við. Þessu réð
mest aflaleysi á síldveiðum,
sem hófst með árinu 1945 og
hélzt óslitið í 17 ár, en árið
1962 fór síldveiðin að glæðast
og óx verulega eftir það.
Síldarleysisárin voru fiski-
bátaflotanum erfið, og gekk á
ýmsu með rekstur bátanna.
Mörgum bátanna, sem komu
nýir eftir stríðið, var ætlað að
stunda togveiðar, en urðu að
hætta því eftir að fiskveiði-
takmörkin voru færð út 1952.
Veiðimöguleikarnir minnkuðu
í bili, en bátaflotanum var
stefnt yfir á þorsknetaveiðar,
sem jukust mikið næstu árin.
Fyrir sumarið 1954 voru
fyrstu astictækin sett í þrjá
báta. Þeir voru Mímir frá
Hnífsdal, skipstjóri Karl Sig-
urðsson; Víðir, Garði, skip-
stjóri Eggert Gíslason; Sigurð-
ur Pétur, Reykjavík, skipstjóri
Bjarni Sigurðsson.
Fyrsta síldin, sem vitað er
um að veiddist með aðstoð
astictækis (áður hafði veiðzt
síld með aðstoð dýptarmælis),
veiddist á m/b Mími, er bátur-
inn var á leið til Siglufjarðar
ásamt öðrum bátum, þegar
skipstjórinn kastaði nótinni
eftir asticinu og fékk 400 tunn-
ur í kastinu.
Þrautseigja Eggerts Gíslason-
ar við að reyna astictækið
þetta sumar og framvegis er
talin eiga mestan þátt í því,
að hve miklu gagni astictækið
kom við síldveiðarnar á næstu
árum. En hann lét ekkert tæki-
færi ónotað og eyddi öllum
stundum í að kanna, á hvern
hátt það yrði notað svo að það
kæmi að tilætluðum notum.
Tækniþróun astictækjanna
er önnur af tveim ástæðum,
sem gerðu síldveiðarnar að
þeirri mokstv rs-atvinnugrein,
sem þær urðu á næstu árum.
Ingvar Pálmason skipstjóri
var á ferð í New York vetur-
inn 1956, þegar það varð að
samkomulagi milli hans og
Davíðs Ólafssonar, þáverandi
fiskimálastjóra, að Ingvar færi
á vegum Fiskifélags íslands
vestur á vesturströnd Kanada
til þess að athuga flotvörpu,
sem verið var að reyna þar.
í þessari ferð sá Ingvar kraft-
blökkina í notkun, sem varð
til þess að Fiskifélag íslands
og Haraldur Böðvarsson & Co.
á Akranesi keyptu hvor sína
kraftblökkina.
Sumurin 1956 og 1957 var
blökk Haraldar Böðvarssonar
& Co. reynd í notkun á m/b
Böðvari. En þrátt fyrir að það
tókst að draga nótina í blökk-
inni, náðist ekki veiðiárang-
ur. Blökk Fiskifélagsins var
svo reynd á m/s Fanney sum-
arið 1958, án þess að árangur
næðist.
Þrátt fyrir þessar tilraunir
voru menn, sem trúðu á að
kraftblökkin ætti eftir að
koma að gagni, og þar á með-
al voru Ingvar Pálmason og
Sturlaugur Böðvarsson, sem
fram að þeim tíma áttu mest-
an þátt í að láta reyna blökk-
ina.
í júnímánuði 1959 lagði m/b
Guðmundur Þórðarson frá
Reykjavík af stað til síldveiða
norður fyrir land, útbúinn með
kraftblökk og hringnót. Skip-
stjóri var Haraldur Ágústsson,
sem hafði ráðið mestu um stað-
setningu blakkarinnar í bát-
inn og annað fyrirkomulag í
sambandi við nótina. Þegar
Haraldur var búinn að vera á
veiðum í hálfan mánuð, var
hann búinn að ná þeim tökum
á notkun blakkarinnar, sem
honum og öðrum hefur dugað
síðan.
í þessu sambandi verður að
geta þess að Kanadamenn
notuðu blökkina á frambyggða
báta, þar sem nægjanlegt rúm
er fyrir nótina aftantil á bát-
unum. En okkar bátar eru
með alla yfirbyggingu afturá,
og því miklu minna rúm á aft-
urþilfari.
Nótin á m/b Guðmundi Þórð-
arsyni var staðsett í byrjun
aftast á aðalþilfari bátsins. En
um sumarið var nótin færð
upp á bátaþilfar. Þannig var
nótin staðsett á öllum stærri
bátum í mörg ár. En eftir að
næturnar hafa stækkað og bát-
unum er orðið ofviða að hafa
þær svo hátt vegna yfirvigt-
ar, er aftur farið að koma þeim
fyrir á aðalþilfari á sama stað
1944: skip yfir 100 rúmlestir 18 — 2559 rúmlestir
bátar undir 100 rúml. 560 — 11725 —
1950: skip yfir 100 rúmlestir 48 — 6905 rúmlestir
bátar undir 100 rúml. 538 — 16950 —
1956: skip yfir 100 rúmlestir 46 — 6809 rúmlestir
bátar undir 100 rúml. 584 — 19739
1961: skip yfir 100 rúmlestir 92 — 13497 rúmlestir
bátar undir 100 rúml. 657 — 23539 —
1966: skip yfir 100 rúmlestir 181 — 40470 rúmlestir
bátar undir 100 rúml. 575 — 19101 —
24