Samvinnan - 01.12.1967, Side 26

Samvinnan - 01.12.1967, Side 26
skildu því sem farið hefur til Suður-Ameríku. Verkun salt- fisks skapaði mikla vinnu, sem oft var kærkomin, því þá var oft minna um atvinnu, og einn- ig jók það á verðmæti fisks- ins. Kaupendur okkar hafa nú sjálfir komizt upp á lagið með þetta, enda er það þeim mun hagstæðara, þar sem vinnu- laun og annar tilkostnaður er mun lægri. Fyrst var þetta gert á mjög frumstæðan hátt, en nú á seinni árum eiga þeir margir, bæði á Spáni og Portú- gal, mjög fullkomnar saltfisk- verkunarstöðvar, svo ekki gef- ur eftir því bezta sem við þekkjum í þeim efnum, enda má segja að meginhluti fisks- ins í þessum tveim viðskipta- löndum okkar sé þurrkaður, áður en hans er neytt. Öðru máli gegnir um ítalíu og Grikkland; þar er hans neytt óverkaðs. Nokkuð er misjöfn milli ára þörf markaðanna fyrir okkar saltfisk, og fer það að sjálf- sögðu að mestu leyti eftir því, hvað keppinautar okkar hafa mikið að bjóða. En þar er helzt að telja frændur okk- ar, Norðmenn og Færeyinga, eins Grænlandsverzlunina og Þjóðverja; nokkuð kemur frá Frakklandi, einkanlega inn á Ítalíumarkað; einnig frá Ný- fundnalandi og nú seinustu árin frá Rússlandi, fyrst inn á gríska markaðinn og svo nú 2—3 seinustu árin á þann ítalska. Ekki hefur saltfiskmarkað- urinn við Miðjarðarhaf verið yfirfylltur nú seinni árin að talið verði, heldur hið gagn- stæða; það hefur heldur vant- að á svo að hægt hefði veriö að selja nokkuð meira magn þangað seinustu árin en við höfum haft að bjóða, en að sjálfsögðu myndi það skiptast á milli áður talinna saltfisk- framleiðsluþjóða, ef þær allar ykju framleiðslu sína. Neyzluvenjur þessara landa hafa ef til vill ekki breytzt mjög mikið í þessum efnum; þó hefur saltfiskneyzla ekki aukizt hlutfallslega við fólks- fjölgun og þá sérstaklega ekki á Spáni og Ítalíu. Velmegun er vaxandi í þessum löndum, og krefst það betri vöru, en í þeim efnum höfum við ekki fylgt eftir sem skyldi. Þá hefur nú á seinustu 3—4 árum í vaxandi mæli komið inn á markaðinn heilfrosinn fiskur, sem að miklu leyti er veiddur út af suðvesturströnd Afríku, frystur um borð í veiðiskipum, og kemur því tiltölulega vel á sig kominn inn á markaðinn og er seldur á mun lægra verði en saltfiskur okkar eða um það bil helmingi lægra og getur því er stundir líða fram orðið hættulegur keppinautur. Á þessu ári höfum við selt og flutt út sem hér segir (CIF- verð í öllum tilfellum): Til Portúgals: 9.992 tonn — auk þess nú í fyrsta sinn í 15 ár örlítið af verkuðum fiski eða 55 tonn — heildarverðmæti í ísl. kr. 199.324.520,00, og má telja þetta nokkuð minna en eðlileg þörf Portúgala fyrir íslenzkan salt- fisk. Til Spánar 4.290 tonn að verðmæti isl. kr. 91.924.983,65, og er það um 2000 tonnum minna en eðlilegt mætti teljast samkvcemt reynslu undangenginna ára. Til Ítalíu 1.757 tonn að verðmæti ísl. kr. 38.478.968,45. Telja verður að fyrir þann markað hefðum við þurft að eiga að minnsta kosti um 3000 tonnum meira. Til Grikklands 874 tonn, allt smáfiskur, að verðmæti ísl. kr. 14.607.551,80, en þangað höfum við selt eitt til tvö þúsund tonn nú á seinni árum. Smáfiskur hefur á und- anförnum tveimur árum ótt nokkuð örðugt uppdráttar, en ríkisvaldið hefur hér hlaup- ið undir bagga. Til Bretlands 1088 tonn að verðmæti í.sl. kr. 17.249.526,85, og er hér um að ræða nær eingöngu III og IV fisk, sem þeir síðan verka og flytja út. Við höfum sum árin saltað þangað yfir 2000 tonn af sömu gæðaflokkum. Til Þýzkalands 837 tonn að verðmæti ísl. kr. 17.757.230,95, og er hér um að ræða ufsaflök nær ein- göngu, sem og eru notuð í svo- kallaða sjólaxframleiðlslu þeirra. Nokkuð er þetta magn misjafnt frá ári til árs, og ekki hægt að nota ufsa sem veiðist hér á tímabilinu marz og apríl, þegar hann er í hrygningu, nema þá að mjög litlu leyti; eins er mjög erfitt um sölu smærri flaka, það er þegar yfir 35 stykki fara í 50 kg. pakka; sama gildir um nr. III af öllum stærðum. Til Noregs 440 tonn að verðmæti ísl. kr. 7.808.450,00. Þetta er að mestu leyti söltuð langa, sem erfitt var að selja, en þeir munu hafa haft þörf fyrir hana til að uppfylla gerða samninga. Til Danmerkur 106 tonn að verðmæti ísl. kr. 2.394.924,45, en þeir hafa keypt 100—300 tonn árlega til eigin þarfa, og þetta þarf að vera mjög góður fiskur — nr. 1 og lítið eitt af nr. II. Til Bandaríkjanna 10 tonn að verðmæti ísl. kr. 249.110,00. Allt er þetta óverkaður salt- fiskur að undanskildum áður- nefndum 55 tonnum til Portúgals — eða samtals 19.394 tonn að verðmæti ísl. kr. 389.795.280,00 — en í dag eru til í landinu aðeins um 500 tonn óseld og verður væntan- lega selt á næstu dögum. Þá höfum við einnig haft nokkur viðskipti við Suður- Ameríku, og er þar að mestu leyti um harðþurrkaðan fisk að ræða og oftast að megin- hluta fisk, sem ekki passar fyrir aðra markaði. En sölur þangað hafa dregizt mjög saman, svo að seinni árin hef- ur hér aðeins verið um að ræða 1000—2000 tonn, en var oft á árunum áður 4000—5000 tonn og jafnvel meira stundum. Til þessa samdráttar liggja ýmsar orsakir. Framleiðslukostnaður hér hefur hækkað nokkuð mik- ið, þá má nefna óhentugar skipaferðir og þá alltaf með umhleðslu, og vill þá fiskur verða fyrir hnjaski; einnig eru þessi farmgjöld og umhleðsla í erlendum höfnum og geymsla á viðkomandi umhleðsluhöfnum mjög kostnaðarsöm og kemur þyngra niður á litlu magni en því sem meira væri. Hefur þess verið farið á leit við íslenzk stjórnarvöld, að þessi fram- leiðslugrein yrði styrkt, svo að hún gæti aukizt og ekki þyrfti að flytja fiskinn óverkaðan úr landi, svo sem til Englands; hefur þessari málaleitan verið sýndur nokkur skilningur, og hefur það bjargað því að þessi þáttur hefur ekki algjörlega lagzt niður. Þá hefur og verið á það bent, að ekki væri óhugsandi að fiskur sá, er farið hefur í skreið fyrir Afríkumarkað, gæti að einhverju leyti átt heima hér í þessari fram- leiðslugrein, og væri ákjósan- legt ef svo reyndist og geta þá staðið á tveimur með afsetn- ingu hans. Á árinu 1967 hefur verið selt til Suður-Ameríku sem hér segir: Brasilía: 1016 tonn að verðmæti ísl. kr. 35.403.349,72 — og er hér um að ræða, eins og áður segir, að verulegu leyti fisk sem ekki hentar öðrum markaði. Panama: 5 t. að verðm. ísl. kr. 137.869,50 Cristobal 1 t. ísl. kr. 56.695,00 Beirut 2 tonn ísl. kr. 387.000,00 Þá eru óseld 350—400 tonn af fiski, sem verkaður er fyrir þennan markað, og er nú unnið að sölum á þeim. Einnig hafa á þessu ári verið seld til Belgíu 24 tonn af þurrkuðum fiski að verðmæti ísl. kr. 390.746,15, sem er allar tegundir fisks og ekki ganga á aðra markaði, en Belgar selja hann til belgíska Kongó. Til Bretlands seldust 20 tonn að verðmæti ísl. kr. 350.322,90. Portúgal, sem áður getur, 55 tonn að verðmæti ísl. kr. 2.098.532,90. Er þá heildarverð- mæti fyrir þurrkaðan saltfisk það sem af er árinu ísl. kr. 38.824.512,00. Æskilegt væri að hægt yrði að auka útflutning til Suður-Ameríku. Brasilía er talið náttúruauðugt land, og þar býr fjölmenn þjóð, og sú staðreynd að hún neytir fisks ýtir undir þá viðleitni af okk- ar hálfu að skapa þar markað. Framleiðendur saltfisks á ís- landi eru margir og flestir eða allir í Sölusam'oandi íslenzkra fiskframleiðenda (S.Í.F.), eða meira en 250 talsins, og hefur verið svo frá stofnun þeirra samtaka, þó með nokkrum undantekningum. Eru þetta frjáls samtök framleiðenda. En í þeim fáu tilfellum síðan S.Í.F. var stofnað, sem fleiri hafa selt þessa framleiðslu okkar til neytenda, hefur það tæplega orðið þjcðinni til góðs, nema ef síður væri, og höfum við þess glögg dæmi. Fjarri er mér þó að ætla, að ekki geti borið af réttri leið hjá slíkum samtökum sem öðrum, þar sem þau ná yfir allt landið og ýmis vandamál, sem oft kunna að koma upp hjá svo fjölmennu félagi, og eiga þá oft rót sína að rekja til þess hve dreifðir við erum um landið. En oftast held ég að megi úr þessu bæta að mestu, ef gott samband er haft við starfsmenn og forystumenn þeirra, og vil ég hvetja menn til þess. Tómas Þorvaldsson. 26

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.