Samvinnan - 01.12.1967, Page 41

Samvinnan - 01.12.1967, Page 41
ekki kyndugur gestur jafnvel í samkvæmi með Filippusi prins sem heimtaði að fá að sýna honum upp í sig af því hann væri með gulltönn? Stundum fá menn heiðurs- merkin fyrir að vera til. Ný- bakaðar sendiherrafrúr eru naumast fyrr búnar að láta niður í ferðatöskurnar en þær eru slegnar til riddara af fálkaorðunni eða fálka af ridd- araorðunni eða hvað það nú heitir. Þó geta þetta verið indæliskonur. Af hverju í ver- öldinni er það talið meira þrekvirki að vera eiginkona ambassadors með ráðherralaun og risnu heldur en verkamanns með dagsbrúnarkaup og ríg? Hversvegna í veröldinni telst það yfirleitt til afreka að sofa hjá sendiherrum? Ein og ein stjarna hrekkur óneitanlega úr smiðju orðunefndar á verðuga brjóstkassa, en það eru pípu- hattarnir og loðkápurnar sem gína yfir fengnum, rétt eins og skuplurnar og sixpensararnir séu ekki til, það er að segja obbinn af þegnunum. Ekki held ég hún hafi fengið marga heiðurspeningana um dagana konan sem ég þekki til sem á heilsulausan mann og sem árum saman hefur unnið fyrir heimilinu hörðum hönd- um með húsmóðurstarfinu og sem þó hefur unnið það af- rek um leið að koma börnum sínum ágætlega til mennta. Hetjur hversdagslífsins eru ekki hafðar með í leiknum. En auk þess sem svona fólk fær nánast aldrei gyllta stjörnu, þá er þetta svo kjána- legt tildur, svo hjákátlegt grín. Ef við tækjum nú upp sokka- bandsorðuna hérna heimafyr- ir til þess að apa eftir Bretan- um, þá mundi það vekja verð- skuldaða kátínu. Menn mundu naumast koma sér til þess að sýna sig á almannafæri með buxnaskálmarnar gyrtar ofan í sokkana og krómað dinglum- dangl við kálfann. En er þetta nokkuð spaugilegra heldur en silkiborðinn sem liggur á ská yfir belginn á stórriddurum okkar í öllum regnbogans lit- um? Okkur mundi finnast jólatré ofhlaðið með svona skræpótta veifu, og þó erum við að basla við að hengja þetta á náungann. Sumir menn rjúka meira að segja upp með vonsku ef það er ymprað á því að við ættum að afnema glingrið. Skúli Guð- mundsson fékk ákúrur í einu Reykjavíkurblaðanna þegar hann hreyfði þessu á þinginu í fyrravetur. Greinarhöfund- urinn varð svo barnalega sár að hann fór að reyna að gera því skóna að Skúli væri á móti heiðursmerkjum af því hann ætti ekkert sjálfur. Mig minn- ir að fyrirsögnin á klausunni væri: „Þau eru súr.“ Þetta var lágkúruleg aðdróttun sem var þar að auki fölsk, af því emb- ættisferill Skúla hefur verið slíkur að hann hefði getað eignast heila öskutunnu af pjátri um dagana ef hann hefði kært sig um. Það er ein- mitt eitt af því hjákátlega við kerfið að menn sem vilja ekki dansa með eiga samt á stund- um fullt í fangi með að forða sér undan orðuregninu. Nú ættum við að taka okkur til og afnema orðufarganið. Við verðum bráðum 1100 ára og ættum að vera vaxin upp úr þessu. Það er svo fáfengilegt að ríkisvaldið skuli standa fyrir því að fáeinir eru stimplaðir eins og kjötskrokkar en aðrir fá ekki einu sinni skoðunar- vottorð. Og svo að ég víki nú aftur að upphafinu, þá ætti útvarpsráð líka að sjá sig um hönd og afturkalla dagskipun sína um gæðamatið. Það væri langtum hyggilegra — og raunar tími til kominn — að skrúfa að fullu og öllu fyrir útvarpsjarðarfarirnar. Það er vísast skylt að gera undan- tekningu með þjóðhöfðingja, og ráðherrar mættu svosem líka fljóta með ef þeir fengju hægara andlát fyrir bragðið. En það virðist ástæðulaust að gera upp á milli íslendinga eft- ir að þeir eru dauðir. Það þarf ekki að mismuna okkur á lík- börunum líka. Nóg er nú samt. □ Kaupmenn ættu að gera það upp við sig fyrr en seinna hvort þeim sé í raun og veru alvara þegar þeir eru að lofsyngja frjálsa verslunarhætti. Það væri líka fróðlegt að heyra skilgreiningu þeirra á hugtak- inu „samkeppni". Mér finnst annað slagið eins og þeir séu dálitið blendnir í trúnni. Þeir segja með öðru munnvikinu að frjáls verslun sé paradís á jörðu af því þá geti þeir tog- ast á um viðskiptavininn í ró og næði með góðri vöru og hóf- legri álagningu. Þessum boð- skap fylgir ansi oft hástemmd lýsing á því hvað viðskiptavin- urinn græði á svona vinnu- brögðum. En svo kemur kall- inn í Hagkaupum eins og hann gerði í haust með sínar frjáls- mannlegu hugmyndir um vöru- gæði og verðlag, og þá ætlar allt vitlaust að verða. Ég segi fyrir mig að ég er alveg steinhættur að fylgjast með. Reglurnar gerast of flókn- ar fyrir venjulegan utanbúðar- mann. Þetta er eins og sagan um rafvirkjana sem voru að hengja upp ljósakrónuna í hinu háa Alþingi. í sama mund voru þingmennirnir í hinni deildinni að hnakkrífast um gengi krónunnar. Sumir gól- uðu að hún ætti að hækka og aðrir öskruðu að hún yrði að lækka, og aumingja ræfils tuskurnar í hinu herberginu gerðu ekki annað allan liðlang- an daginn en að hífa krónuna upp undir loft og að fýra henni á næsta augnabliki niður und- ir gólflistana. Það verður ekki bæði sleppt og haldið, ekki einu sinni í við- skiptalífinu. Kaupmennirnir verða að segja okkur í ein- lægni hverskonar frelsi þeir hafi í huga þegar þeir verða hásir af geðshræringu. Þeir verða að merkja vöruna. Það er nefnilega eins með frelsið eins og fjölmargan glansvarn- ing sem nú er á boðstólum, að það er til í margskonar um- búðum. Þangað til kaupmenn- irnir byrjuðu að ybba sig við félaga sinn í Hagkaupum, þá hélt maður satt að segja að þeir vildu einmitt fá að kljást og bítast og að það væri aðals- merki frjálsrar verslunar. Auga fyrir auga og undirboð fyrir undirboð og rýtingurinn á sín- um stað í erminni. En stymp- ingarnar í haust voru af allt öðrum toga spunnar. Það er eins og æði margir kaupmenn vilji hafa verslunina frjálsa í efri endann en ófrjálsa í þann neðri. Með öðrum orðum má smyrja ofan á verðið en alls ekki klípa neðan af því. Af því það eru jólin, þá vil ég ekki ljúka þessum vanga- veltum með leiðindum. Það vakir alls ekki fyrir mér að setja kaupmenn í gapastokk- inn sem afleita borgara. Eins og ég sagði áðan: mér sýnist bara eins og þeir vilji stundum aka báðumegin á veginum og að þeir séu fyrir bragðið of- boðlítið hjáróma þegar þeir eru að prísa frelsið. En þið megið ekki misskilja mig. Kaupmenn- irnir eru ekki aldeilis þeir einu sem vilja fá nokkuð fyrir sinn snúð. Það var einu sinni sagt um þjóðkunnan mann að ef krónu- peningur kæmi skoppandi fyrir húshorn, þá mætti bóka það að þessi maður kæmi á handa- hlaupum fyrir hornið í sömu svifum. En núna erum við nánast öll komin í blóðspreng á eftir aurnum. Það veitir held- ur ekki af síðan það urðu meira að segja opinber fram- færsluvísitölusannindi að það kostar ekki naumar fimm þúsundir að framfæra meðal- fjölskyldu í einn mánuð held- ur þvert á móti góðar tuttugu þúsundir. Kannski það viti á gott að friðhelgi þessa maka- lausa plaggs hefur loks verið rofin. Það er svona heldur ógæfulegt að byggja heilt hag- kerfi á töluvísindum sem mað- ur mundi ekki hika við að kalla uppspuna frá rótum ef jólin væru ekki í nánd. En við erum öll um borð í hringekjunni til góðs eða ills. Við lifum á þannig tímum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er búið að bylta þjóðfélaginu við og kasta fyrir borð gömlum sannindum og í eltingarleik okkar við lífsgæðin og í sjálfu mati okkar á lífs- hamingjunni, þá eru meira að segja gömlu máltækin orðin úrelt. Neyðin kennir ekki leng- ur naktri konu að spinna. Neyðin kennir naktri konu að kaupa sér sjónvarpstæki með afborgunum. 41

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.