Samvinnan - 01.12.1967, Síða 43
EFTIR
MAGNÚS
TORFA
ÓLAFSSON
haust. Þar var það herinn sem
stillti til friðar, og nú er svo
að sjá sem herinn stjórni í
reynd mestum hluta Kína.
Rauðir varðliðar eru aftur
komnir á skólabekk, og vax-
andi áherzla er lögð á það í
blöðum að fela reyndum for-
ustumönnum sem lent hafa á
villigötum en séð að sér og bætt
ráð sitt ábyrgðarstörf á ný.
í þessu efni er enn einu sinni
fylgt gamalkunnri reglu Maós
sem hann orðar svo: „Eining
— gagnrýni og sj álfsgagnrýni
— eining.“
Hér hefur verið gerð laus-
leg grein fyrir nokkrum stór-
atburðum menningarbylting-
arinnar, en slíkur annáll segir
auðvitað ósköp lítið um hvað
að baki býr. Það er þó aðal-
atriðið.
Lítum aftur til stríðsáranna,
þegar Maó Tsetúng og Ljú
Sjásí bjuggu sinn í hvorum
hellisskúta í Jenan og var inn-
angengt á milli. Þaðan stjórn-
uðu þeir baráttunni gegn Jap-
önum og lögðu grundvöllinn að
sigri kommúnista í borgara-
styrjöldinni við heri Sjang
Kaiséks. Maó var foringinn og
hugsuðurinn en Ljú næstráð-
andi hans og skipuleggjandinn,
sá sem hafði þræði flokkskerf-
isins í sínum höndum. Eftir
sigurinn 1949 hélzt sama verka-
skipting. Forusta Kommún-
istaflokks Kína hefur í aldar-
fjórðung að mestu verið skip-
uð sömu mönnum og þeir hald-
ið svo vel saman að fádæmi
má telja. Nú er þessi gamal-
reynda forusta splundruð. Á
skrúðgöngum Rauðra varðliða
eru ásamt glansmyndum af
Maó bornar níðstengur þar sem
Ljú er sýndur í líki hunds,
svíns eða ófreskju. í kínversk-
um blöðum er hann aldrei
nefndur annað en Krústjoff
Kína, og er vandfundið verra
skammaryrði þar í landi.
Hvað veldur þessum um-
skiptum?
Valdastreita, segja sumir,
ágreiningur um afstöðuna til
Sovétríkjanna, segja aðrir,
misjafnt mat á hættunni af
bandarískri árás, hinir þriðju.
Maó og fylgismenn hans halda
því fram að um stéttabaráttu
sé að ræða. Maó hefur tekið
upp kenninguna um harðn-
andi stéttabaráttu eftir sigur
sósíalistískrar byltingar, sem
Stalín notaði til að réttlæta
hryðjuverk sín. Um afstöðu
Ljú og hans manna vitum við
hreint ekki neitt.
Gagnlegra til skilnings en
slík leit að einhverjum alls-
herjarsamnefnara flókinnar
atburðarásar er að kynna sér
aðdragandann.
?laó Tsetúng spjallar viö Vang Júfan úr jyrirmyndar olíuborunarflokki.