Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 48
Pílagrimar í Asturias á Norður-Spáni.
— Nei, ef satt skal segja, er allt
þetta tal um trúfrelsi bara til að
gera nútímamanneskjur rólegar.
Himinninn verður eftir sem áður
bara handa fólki einsog þér og
mér.
Spán að lýðveldi, en árangur þeirra er þó sá, að unnt er að tala
um aukið frjálsræði og tilslakanir innan ramma einræðisins.
Meðal hinna mest áberandi endurbóta má nefna trúfrelsi
fyrir mótmælendur (99,7% af íbúunum eru rómversk-kaþólsk-
ir), prentfrelsi (þó ekki algjört), beinar kosningar til þjóðþings-
ins, Cortes (þó aðeins einn sjötti hluti þingsæta), verkfallsrétt
verkamanna (þó ekki vinnustöðvanir í pólitísku augnamiði) og
skerðingu á valdi hinnar fasísku Falangistahreyfingar, einkum
yfir stéttarfélögunum, sem hingaðtil hafa verið kúguð.
Margir munu með miklum rétti leggja áherzlu á takmarkan-
irnar í nefndum umbótum. En ástæða er til að taka eftir, að
þessir varfærnislegu tilburðir til umbóta eru þrátt fyrir allt
merki þess, að nú eiga sér stað framfarir á Spáni (gagnstætt
Portúgal), og auk þess gæti verið ástæða til að minna á, að
„sjálfskipað verkefni Francos hershöfðingja var að stöðva bylt-
ingar, ekki að hefja þær.“
Spænska borgarastyrjöldin heitir einfaldlega á máli Spán-
verja „stríðið“ — einsog ríkislögregluþjónninn í Almendralejo
kallaði hana. Borgarastyrjöldin, minningin um þennan tíma-
mótaatburð, ógnir hans og hryðjuverk, er enn þann dag í dag
skilyrði til skilnings á Spáni einsog hann er. Samt sem áður
má greina það nú, að borgarastyrjöldin hefur ekki eins lam-
andi áhrif á þjóðarsálina og áður. Það hafa orðið kynslóða-
skipti á Spáni. Minna en helmingur núlifandi íbúa hefur lifað
ragnarök fjórða tugs aldarinnar, og þessvegna verður ríkis-
stjórninni sífellt erfiðara að reka velheppnaðan áróður með
hinu þreytandi slagorði „Franco eða ringulreið".
Jafnvel sú líffræðilega staðreynd, að sigurvegarinn í „kross-
ferðinni gegn bolsévismanum“ er orðinn 74 ára og líkamlega
ekki deginum yngri, gerir nauðsynlegt að finna eftirmann hins
sterka manns Spánar undanfarin 28 ár.
Þær stjórnarskrárbreytingar, sem gerðar voru með miklum
meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 14. des. 1966,
hafa gert kleifa skiptingu ríkisvaldsins. Franco er áfram rikis-
stjóri, en hann hefur falið öðrum forystu ríkisstjórnarinnar.
Mestu breytingar á Spáni eru þó ekki stjórnarfarslegar. Þær
hafa orðið á efnahags- og félagslegum sviðum. Spánverjar eru
raunverulega sú þjóð meðal Vesturlandabúa sem tekið hefur
mestum framförum á síðustu 5—6 árum. Þessi þróun er að sjálf-
sögðu ekki Franco að þakka, en hún hófst vegna þess að Franco
48