Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 23
Jón Stefánsson. GuSbrandur Jónsson. Davíð Stefánsson. Sigurjón Ólafsson. ræmi í sál og lífi sem speglast i málaralistinni. Danskir les- endur fá góða vitneskju um persónuleik hans í bók Pouls Uttenreitters um hann. Mikill hæfileikamaður var hka Jóhannes S. Kjarval, bæði í sérkennilegum teikningum sinum af íslenzkum sjómönn- um og bændum (sem Johannes Larsen dáðist að) og í draum- kenndum landslagsmálverkum sínum. En hvílíkur sérvitring- ur, hvílíkt afkáramenni á stundum! Skýjaglópur, og ekki getur maður fullkomlega losn- að við þá tilfinningu, að hann hafi líka gaman af að láta á sér bera. Ég man að hann kom einusinni hér uppá blaðið til að tala við mig. Það höfðu orðið jarðskjálftar í Japan, borgir höfðu hrunið til grunna, fjöldi fólks hafði látið lífið. En Kjarval hafði fengið hug- mynd, einfalda og snjalla í stórfengleik sínum einsog egg Kólumbusar og epli Newtons! Hugmyndina hafði hann feng- ið þegar hann var að leika sér að einu af þessum litlu bolla- staupum, sem hafa í sér blý- mola og reisa sig við í hvert sinn sem þeim er velt með fingrinum. Nú vildi hann biðja EKSTRABLADET að taka upp áróður fyrir hugmynd sinni: Öll hús í Japan yrðu eftirleiðis byggð þannig, að þau stæðu á pýramídalöguðum blýoddi; þá gætu jafnvel snörpustu jarðskjálftar ekki unnið þeim neitt grand. Við sama tækifæri skýrði hann fyrir mér, að sóhn væri ekki eldhnöttur, heldur grænn og sæblár bolti einsog jörðin. En sólarbúar hefðu náð miklu hærra menningar- og gæða- stigi en við, og þessvegna hefðu þeir þanið geysimikil rafmagnsþök yfir allan hnött sinn, svo að þeir gætu sent reikistjörnunum ljós. Allur hugarheimur hans var krökkur af draugum og aftur- göngum. Draumóramann og hstamann einsog Kjarval má víst Uka kalla Guðmund Thorsteinsson, sem do ungur, en annars voru þeir mjög olíkir menn. „Mugg- ur“, einsog hann var jafnan nefndur meðal vina, var gerð- ur af miklu linari efniviði — víst alltof Unum — en hvílik- um yndisþokka og fjöri bjó ekki maðurinn yfir! Strax í skóla sagði einn af kennurun- um við hann eitt sinn eftir að hann hafði verið veikur: „Þeg- ar þú ert fjarverandi er bekk- urinn einsog blómlaus kaktus“. Ennþá táknrænni er lítill drátt- ur í mynd hans sem prestur- inn málaði við jarðarför hans heima á íslandi: Dag nokkurn hitti Muggur í Reykjavík gamla vatnsburð- arkonu frá þeirri tíð þegar vatnsleiðslur voru ekki komn- ar heim í húsin. Hann vissi að maður hennar hafði látizt fyr- ir nokkrum dögum og vildi gjarna víkja að henni vin- gjarnlegu orði. En hún grét og kveinaði: — Nú hefur hún Guðrún veikzt, hún sem var búin að lofa að vera með mér á morgun við jarðarförina. — En það ætti ég nú að geta gert, sagði hann, við tvö skul- um fara saman til þessarar jarðarfarar. Og nú verður lesandinn að hafa í huga, að Guðmundur Thorsteinsson var ekki einasta sonur mesta kaupmanns á ís- landi, hins stórgáfaða Péturs J. Thorsteinssonar, heldur per- sónulega elskaður hvar sem hann kom á íslandi. Daginn eftir kom hann með ekkjuna við hönd sér inn kirkjugólfið, sat hjá henni og fór síðan með henni yfirí kirkjugarðinn. Presturinn kvaðst ekki hafa séð hamingju- samari brúði en gömlu konuna þar sem hún gekk við hliðina á Muggi eftir kistunni. Þá staðfestu og þann þráa, sem þarf til að einbeita sér að áralongu, meðvituðu hstrænu verkefni, átti Muggur ekki. Hann reiknaði, málaði, skar í tré, steinprentaði, gerði klipp- myndir og spil, myndskreytti barnabækur — lengst munu þokkafullar og hugkvæmar teikningar hans við íslenzk ævintýri varðveita minninguna um hann sem listamann. Allt frá bernskuárum var hann nátengdur Danmörku, þar sem hann var í bernsku tekinn inná heimili mála- mannsins Kristoffers Nyrops og varð sonur fjölskyldunnar. Einnig um hann hefur Poul Uttenreitter, bezti kunnáttu- maður okkar um íslenzka mál- aralist, samið bók þar sem birt eru nokkur hrífandi og mjög persónuleg bréf frá honum til danskra og norskra vina. Kvik- myndahúsgestir, sem muna eins langt aftur og til kvik- myndarinnar um „Sögu Borg- arættarinnar“ eftir Gunnar Gunnarsson (1919), hafa átt þess kost að sjá Mugg — það var samkvæmt ósk skáldsins að hann lék Ormar. Einnig það tókst honum, og síðustu ævi- árin vann hann að altaris- töflu! Hann lézt aðeins 33 ára að aldri á heilsuhælinu í Sölle- röd, og hugsanir hans snerust bara um eitt: að komast heim í litla húsið i Hafnarfirði, þar sem foreldrar hans bjuggu, og verða aftur heill heilsu. Glugg- arnir voru opnir útí skínandi vorsólskinið, sem fyrir döprum augum hans varð einsog snjó- fjúk ... Og heim komst hann, þessi velkti förusveinn, og heim komumst við öll. Gunnar Gunnarsson og Jó- hann Sigurjónsson hitti ég ré tt um það leyti sem dagur frægðarinnar var að renna upp fyrir þeim, þegar þeir bjuggu í nábýli útí Charlottenlund, annar á Pr. Alexandrines Allé, hinn á Johannevej. Gunnar Gunnarsson hafði einmitt eftir langt og erfitt elju- og fátækt- arskeið lokið við „Sögu Borg- arættarinnar“, en siðasta bindi hennar um Gest eineygða hafði skapað verkinu miklar vinsældir. Gunnar kemur því alltaf í verk að skrifa daglega stuUa minnisgrein um það sem hann hefur tekið sér fyrir hendur eða lifað, og hann hlýtur að hafa sýnt mér slíkar minnisgreinar frá örbjarga skeiði í Árósum, þar sem hann leitaði sér ígripavinnu í bóka- safninu eftir að hann hafði stundað nám í Askov og verið verkamaður um tíma. í þessum minnisgreinum var oft vikið að Grétu og fimm krónum, og um það leyfði ég mér að gera óviðurkvæmilega athugasemd. En það kom á daginn, að Gréta var nafnið á frakkanum hans, sem hann gat ævinlega veðsett fyrir fimm krónur, þegar ekki voru önnur úrræði til að verða sér úti um hinar daglegu brauðskorpur. Þegar ég kynnt- ist honum, var hann enn ekki orðinn kunnari en svo erlend- is, að honum barst ávísun á þóknun fyrir þýðingu á verki hans, stíluð á Ormar Örlygs- son — titilpersónuna í fyrstu bók hans — ritlaun fyrir skáld- söguna „Gunnar Gunnarsson“! Til allrar hamingju áttaði póstþjónustan sig á misgrip- unum, og Gunnar fékk ávís- unina greidda. Gunnar Gunnarsson hefur keypt sér sveitabýli á fæðing- arey sinni og er horfinn heim. Jóhann Sigurjónsson er löngu látinn — árið 1919 — ævi hans varð stutt, óróleg, blossandi; sjónleikur þar sem sigur og torilming rákust hastarlega saman. Aðeins 31 árs gamall hafði íslenzka dýralæknisefnið unnið úrslitasigur með „Fjalla- Eyvindi". Leikritið fór sigurför um heiminn, og hið unga, fal- lega skáld með föla, granna andlitið og hrafnsvarta hárið 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.