Samvinnan - 01.12.1968, Síða 34

Samvinnan - 01.12.1968, Síða 34
Að' nautgripur taki tvísýna sótt, vek- ur hvergi minnstu umhugsun, utan þess býlis, sem nytjar þann grip, en þar skipt- ir sá atburður sköpum. Og fólkið á Bæn- um stóð nú andspænis þeirri vá. Ein af fimm baulum fjóssins var fársjúk. Hún lá hræringarlaus á þröngum básnum, með augun opin upp á gátt. Stunur hennar og fnæs yfirgnæfðu jórtur og búkhljóð hinna kúnna. Granir hennar og eyru voru náköld, eins og hún væri þegar dauð. Jón Benedikt Björnsson: Forráðamenn fjóssins þræddu sízt grafgötur um það hverrar ættar þessi óáran hennar væri. Þeir mundu margar hliðstæður. Hér var doði á ferðinni, súr- doði. Sá illvígi fjandi allra fjósa, og um það var ekki að villast. Öllum, sem 'hags- muna áttu að gæta í fjósinu, varð ljóst mikilvægi sjálfs sín og þess að bregða nú fumlaust og einart við. Og þar var enginn undanskilinn, ekki bóndinn, hús- freyjan, drengurinn, fjósamaðurinn né heldur gamla konan, sem heita mátti í kör og alltaf var inni í bæ. Það var tvímælalaust bóndinn, sem raunhæfast leit á málið. Hér var í hættu góður gripur í fjósi. Fimm vetra mjólkur- kýr í góðri nyt og nýborin, enda renndi hún viðamikilli stoð undir afkomu bús- ins. Illa væri farið ef öll fóðrun hennar, geldrar, væri nú á glæ. Og bóndinn, sem endranær fann vel hemjanlega nautn í því að umgangast nautkindur, komst ekki hjá ofurlítilli meðaumkvun, þegar hann sá bágindi kýrinnar. Þess vegna ávarpaði hann ekki kúna lengur með niðrandi beljunafninu, heldur nefndi hana skepnuna, með sérstöku ívafi af virðingu og vorkunn í röddinni. Húsfreyjan hafði mjaltað alla ættar- tölu þessarar kýr í kvenlegg, svo lengi sem munað varð, og auk heldur verið nær þegar hún fyrst leit fjóssins ljós. Hun hafði tuttlað niður úr henni allar göt- ur síðan og gert henni margt gott auk- reitis milli mála. Hugur hennar til kýr- innar bar því fremur svip af væntum- þykju gæflyndrar matmóður á gegnu hjúi en kaldrifjaðri auðhyggju manns hennar. Engu að síður deildi hún hverri skoðun hans á málinu í orði, því tilfinn- ingar eiga lítinn samastað í fjósi. Enginn krafðist þess af drengnum, að hann mæti hættuna til fjár, enda til- einkaði hann sér þá sömu skelfingu, sem stafaði úr augum kýrinnar. Hann átti í henni vin, sem hann mátti ekki missa, því hann var yngstur allra á bænum og þurfti að semja sína leikfélaga sjálf- ur úr skepnunum eða bara úr ekki neinu. Og nú fannst ihonum, á þessari andrá, að engin þeirra allra, holdgaðra eða hug- sýna, væri sér jafn ómissandi eins og þessi veika kýr. Fjósamaðurinn var hróðugur, því hann vissi, að enginn gæti borið sér á brýn að súrdoðinn væri sprottinn af afglöp- um hans við hirðinguna. Margra ára reynsla hafði tamið honum að vera sí- fellt á verði gegn ásökunum, og nú var hann nánast feginn að þetta skyldi koma fyrir án mögulegrar sektar hans. Hann leit á það líkt og viðurkenningu fyrir vel unnin störf, og auk þess fannst honum næsta ánægjulegt að viðburðasnautt hversdagslífið á bænum skyldi taka svo óvænta stefnu. Kararkonan sýndi þessu óláni mikla alúð og helgaði því drjúga umræðu, sem endranær snerist ekki um annað en að ekki hefði hún brugðið vana sínum og sofið í nótt. Það var dæmafátt svefn- 34

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.