Samvinnan - 01.06.1970, Síða 26

Samvinnan - 01.06.1970, Síða 26
Það mun flestum kunnugt, sem fylgzt hafa með framvindu íslenzkra nútímabók- mennta hin síðari árin, að það er ekki svo ýkja langt síðan skammaryrðið „kerlinga- bækur“ var tíðnotað, a. m. k. manna á milli, um þær bækur, sem kvenrithöfundar sendu frá sér. Þetta var kannski ekki alveg að ósekju, því að staðreyndin er sú, að sé litið á framlag kvenna til bókmenntanna síðustu tvo áratugina eða svo, þá er þar furðu lítið um raunverulega lífvæn skáldverk, heldur má benda á verulegan hluta þeirra, sem hvað gæði snertir stendur á hreinu eldhús reyfarastigi. Síðustu árin hafa á hinn bóginn ýmsar markverðar hræringar verið að eiga sér stað í íslenzku skáldsögunni. Ein þeirra er sú, að konur eru nú farnar að láta miklu meir til sín taka á því sviði en fyrr var, og það sem skiptir mestu máli er, að þær eru farnar að senda frá sér kjarnmeiri verk en lengi hefur verið. Þetta á ekki sízt við að því er snertir þjóðfélagslegu skáldsöguna, sem raunar má segja að sé allt að því tízku- fyrirbæri eins og er, svo 'mjög sem hún drottnar innan íslenzku nútímaskáldsögunn- ar. Úr þessum hópi hafa einkum þrjár kon- ur vakið athygli allra síðustu árin fyrir líf- vænleg verk einmitt þessarar tegundar, og er hér átt við þær Grétu Sigfúsdóttur með skáldsögunni í skugga jarðar (1969), Jak- obínu Sigurðardóttur með skáldsögunni Snaran (1968) og Svövu Jakobsdóttur með skáldsögu sinni Leigjandinn (1969). Allar þessar konur hafa áður sent frá sér verk, sem vakið hafa eftirtekt og umtal. Gréta gaf út skáldsöguna Bak við byrgða glugga (1966), þar sem fjallað er af kven legu innsæi um vandamál ástandsstúlku í Noregi og því þjóðfélagslega vandmeðfarna efni gerð góð sálfræðileg skil. Var sú bók að ýmsu nýstárleg og þörf viðbót við heldur fátæklegar persónulýsingabókmenntir okkar á síðari tímum. Jakobína hefur, auk einnar ljóðabókar (Kvæði, 1960), gefið út smá- sagnasafnið Púnktur á skökkum stað (1964), og auk þess skáldsöguna Dægurvísa (1965), sem vakti athygli á sínum tíma sem óvenju- myndræn lýsing á ólíkum íbúum húss í Reykjavík, er úr varð líkt og lítil og snotur þjóðfélagsmynd í hnotskurn. Svava hefur áður sent frá sér tvö smásagnasöfn, Tólf konur (1965) og Veizla undir grjótvegg (1967), en í hinu fyrra bregður hún upp smámyndum af tólf ólíkum konum, t'lfinn- ingum þeirra og viðbrögðum við umhverf- inu, en í hinu síðara fæst hún við hinn sameiginlega höfuðverk ungs nútímafólks: vandamálið að eignast nægilega gott hús næði, og slær því fram í ýmsum ádeilu- kenndum myndum. í ýmsum sögum beggja bókanna kemur og fram — og þó öllu greini- legar í hinni síðari — sérstök tilhneiging t:l fáránleikatjáningar, þ. e. til beitingar lýsinga, sem eru fjarri allri skynsamlegri mannlegri reynslu, við hina fagurfræðilegu túlkun. Sú tegund tjáningar er og einmitt burðarásinn í skáldsögunni Leigjandinn, sem er meðal þess, sem hér verður vikið að. í SKUGGA JARÐAR Þessi bók Grétu Sigfúsdóttur -— með sínu vægast sagt nokkuð umdeilanlega nafni — er framtíðarskáldsaga, sem gerist nánar til tekið á Stór-Reykjavíkursvæðinu árið 1991 og hin næstu þar á eftir. Umhverfið hefur þá tekið risastökkbreytingum frá því sem við þekkjum nú, því að auk þess sem byggð- in hefur þanizt út og háhýsi, ólík þeim sem nú tíðkast, setja svipmót á byggðina, þá aka menn almennt um háloftin í eigin svifbílum og ferðast skemmri vegalengdir með sjálf- stýrðum almenningsvögnum, sem fara með ofsahraða. Þá eru íslendingar líka farnir að nálgast hálfa miljón að höfðatölu, og fisk- veiðarnar eru að mestu leyti úr sögunni sem höfuðatvinnugrein, svo að stóriðjurekstur erlendra auðfyrirtækja er helzta haldreipið í atvinnulífi landsmanna. Söguþráðurinn snýst að mestu leyti um álverksmiðjuna í Straumsvík, og er höfuð- uppistaða hans togstreitan á milli hinna er- lendu auðvaldsfulltrúa og þeirra, sem vilja viðhalda íslenzku sjálfsforræði. í verksmiðj- unni gerist örlagaríkasti atburður sögunnar, er erlendu auðmennirnir láta myrða sjötta forseta íslenzka lýðveldisins, Grím Gríms- son, sem þar er í kosningaleiðangri og hef- ur það að aðalstefnumáli að láta þjóðnýta verksmiðjur þeirra. Að Grími myrtum tekur Garðar Ægis við forsetaembættinu sem eftirmaður hans, og svo sem skipuleggjendur morðsins höfðu vænzt, reynist hann ásamt Eysteinn Sigurðsson: Grcta Sigjúsdóttir. Svava Jakobsdóttir. Jakobína Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni. J 26

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.