Samvinnan - 01.10.1970, Page 3

Samvinnan - 01.10.1970, Page 3
Egilsst. 20. okt. ’70 Hr. ritstjóri. í 4. hefti Samvinnunnar hjó ég eftir þeim orðum þínum að lesendabréfin mættu vera miklu fleiri, og undrun þinni á hve fá þau bréf eru, sem berast blaðinu. Ef til vill er ástæðan sú að flestir lesend- anna finni í hverju hefti ein- hvern sem túlkar þeirra eigin málstað og þeim finnist þar af leiðandi óþarft að leggja orð í belg. En hvað um það, bréfi þessu var ekki ætlað að vera ein- hverjar bollaleggingar um ástæðuna fyrir því að lesend- ur Samvinnunnar eru svo pennalatir sem raun ber vitni, heldur langaði mig til að verða við þeirri áskorun að senda inn nokkrar línur um efni og frammistöðu blaðsins. Þar er skemmst frá að segja að ég er ánægður með pappír, prentun og útlit blaðsins, og margt af því efni sem birt hef- ur verið er einkar athyglisvert. Þó er einn hlutur sem ekki hefur enn litið dagsins ljós í þessu ágæta blaði og mér finnst vera full ástæða til að tekinn verði til sérstakrar at- hugunar, og myndi ég vilja nefna þann greinaflokk MENGUN, og á ég þar ekki við þá mengun sem oftast er talað um í lofti, láði og legi og yfirleitt allsstaðar heldur miklu frekar þá mengun sem virðist vera til staðar i hverjum krók og kima okkar þjóðfélags. Svo stæk er þessi mengun að undrum sætir, og mætti reynd- ar gefa henni annað nafn og það er AFSKIPTALEYSI (og þar er ég kominn að liklegustu ástæðunni fyrir fæð lesenda- bréfanna til Samvinnunnar). Það er ótrúlegt en satt að það er engu líkara en að ís- lendingnum komi yfir höfuð ekki nokkur skapaður hlutur við annar en hann sjálfur. Og má á það benda að í flestum öðrum löndum í heiminum eru skattsvikarar flokkaðir sem ó- tíndir glæpamenn og með- höndlaðir sem slíkir en hér á landi eru þeir álitnir einskonar „sniðugir náungar“. Annað dæmi um þetta af- skiptaleysi okkar er hversu erf- itt uppdráttar jafn sjálfsögð hreyfing og neytendasamtök eiga. Ef til vill má segja að dæmið um skattsvikarana sé að ein- hverju leyti að kenna stefnu þeirrar stjórnar sem leyfir sér að segja við ýmsa þá sem stolið 30 þotuferðir á viku til Evrópu og Ameríku STYTTUR TÍMI — AUKIN ÞÆGINDI. Tilkoma Douglas DC-8 þotu Loftleiða eykur enn einum kafla í merka flug- sögu íslendinga. LoftleiSir hafa langa og góða reynslu af Douglas flugvélum, s.s. Dakota, Skymaster og Cloud- master, sem lengi voru stolt íslenzka flugflotans. Þessar vélar voru fyrirrenn- arar hinna nýju og glæstu DC-8 þota, sem þjóta á 3 klst. til Luxemborgar og 5 klst. til New York. DC-8 er talin meðal þægilegustu þota, sem smíðaS- ar hafa verið. FLUGFERÐ STRAX — FAR GREITT SÍÐAR. I OFTIEIDIR hafa undan skatti: „Við vitum ósköp vel að þið hafið gert þetta en ef þið verðið nú góðu börnin og leiðréttið framtölin, þá er allt í lagi.“ Mætti um þetta rita langt mál en ég læt nú staðar numið hér að sinni en skora á alla lesendur blaðsins að reka nú af sér slyðruorðið og láta til sín taka á blööurn Samvinn- unnar sem fyrst, um þetta mál og önnur. Virðingarfyllst, Kolbeinn Sigurbjörnsson Lagarás 8, Egilsstöðum T. S. Eliot (1888—1966), bandarísk-brezka ljóðskáldið og ritgerðahöfundurinn sem hlaut bókmenntaverðlaun Nó- bels 1948, var eitt sinn heiðurs- gestur í mjög fínu miðdegis- verðarboði í Lundúnum ásamt þáverandi yfirmanni herfor- ingjaráðsins, Sir John Harding. Ein af frúnum í samkvæminu hvatti Eliot eindregið til að fara með eitt af Ijóðum sínum, og fór það ákaflega í taugarnar á honum. Hann bar höndina afsakandi uppað hálsinum og sagði: „Ekki í dag, kæra frú, ég er hræðilega illa fyrirkallaður. En biðjið Sir John að skjóta af ein- hverri fallbyssunni sinni.“ 1

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.