Samvinnan - 01.10.1970, Page 15

Samvinnan - 01.10.1970, Page 15
OG KJARA- BARÁTTA Þröstur Ólafsson Ólafur R. Einarsson Björn Jónsson Stefán Ögmundsson Gunnar Guttormsson Ragnar Arnalds Þorsteinn Þorsteinsson Baldur Óskarsson Júlíus Valdimarsson Guðmundur Sæmundsson uðu heiftúðlega auðvaldsþjóð- félaginu. Verkalýðshreyfingin berst fyrir kosningaréttindum, oft ásamt borgarastéttinni, bæði sér og henni til handa. Um og eftir 1830 kemst borgarastéttin endanlega til fullra valda og iðnbyltingin sigrar. Borgara- stéttin tryggði sér kosninga- réttindi fyrir tilstilli verka- lýðsins, en þegar til kom „gleymdi“ hún að veita verka- lýðnum þessi sömu réttindi. Kjörorð hennar, frelsi, jafn- rétti og bræðralag, var þannig fljótlega fótum troðið af henni sjálfri. Þetta hlaut að orsaka viðbrögð verkalýðsins, og upp úr 1830 losar hann sig að mestu leyti við borgaraleg áhrif og þróast í sjálfstæða þjóðfélagsstétt með eigin stéttarvitund. Síðasta tilraun hans til bættra lífskjara og stjórnmálalegs jafnréttis inn- an marka hins ríkjandi efna- hagskerfis var febrúarbyltingin 1848. Eftir að uppreisn verka- manna sumarið 1848 hafði ver- ið brotin á bak aftur, er nýtt blað brotið í sögu evrópskrar verkalýðshreyfingar. Marxísk- ar skoðanir útrýma smámsam- an flestum forsósíalískum hug- myndum, þótt margar þeirra hafi verið mjög frjóar. Voru þær annaðhvort yfirlýstar sem villutrú eða afgreiddar sem „forboðar", og því ekki mark á þeim takandi. Kommúnista- ávarpið kom út í febrúar 1848 og verður með timanum að trúarjátningu hinnar sósíalísku hreyfingar. Reynslan hafði kennt Marx, að aðalverkefni hreyfingarinnar var stofnun verkalýðsflokks, sem bæri fram kröfur hins róttæka verkalýðs og hefði þjóðfélagsbyltingu stöðugt á stefnuskrá sinni. Verkalýðsstéttin hafði þar með fengið hugmyndafræði sem tæki til pólitískrar valdatöku. Byltingunni sem tæki til pólitískra umbóta hafði Marx kynnzt í París, og mótaði hún öll hans viðhorf til pólitískra aðferða. Sósíalísk bylting hef- ur verið á dagskrá róttækra þjóðfélagsafla síðan 1848. Hún hefur hvergi heppnazt eins og fyrir var spáð, og þar sem sósi- aliskum úrræðum hefur verið beitt til umsköpunar þjóðfé- laga, hefur árangurinn orðið tvíræður. En tímarnir eru duttlungafullir og mannleg skynsemi veikgeðja; ef efna- hagsþróunin blómstraði, hrörnaði mynd sósialismans og öfugt. Afkoman mótaði vitund- ina. Nú á sósíalisminn aftur miklu fylgi að fagna víða um heim án þess að hægt sé að tala um efnahagshrun — eða hrörnun — þvert á móti. Ann- að nútíma einkenni sósíalísks andófs er sú staðreynd, að verklýðurinn á þar minni hlut en áður. Námsmenn og rétt- indalitlir minnihlutahópar standa þar fremstir i flokki. Hvað hefur breytzt á þessum 120 árum, hugsýn verkalýðs- hreyfingarinnar eða þjóðfélag- ið? m. Sósíalisminn er hugmynd (idea) um það þjóðfélag sem taka á við af auðvaldsþjóðfé- laginu. Hinn vísindalegi sósíal- ismi er settur fram á grundvelli hinnar svokölluðu díalektisku efnishyggju og kennir, að stéttabaráttan, sem orsakast af ósættanlegum andstæðum, sé hreyfiafl sögunnar. Hin efna- lega söguskoðun „hefst á þeirri forsendu, að vöruskiptin séu undirstaða hinnar félagslegu uppbyggingar þjóðfélagsins" (Engels). Marx lítur á sósíal- ismann sem andstæðu auð- valdsþjóðfélagsins en ekki áframhald — en þó skilgetið afkvæmi þess. Takmarkið er valdataka öreiganna, tækið bylting. Verkalýðurinn afneit- aði ríkjandi þjóðfélagi, sagði sig úr lögum við kúgara sína og barðist fyrir því þjóðfélagi sem hann taldi mannúðlegt. Verkalýðshreyfingin hefur þannig tekið á sig það sögulega hlutverk að umbylta þjóðfélag- inu og uppfylla loforð frönsku byltingarinnar um frelsi, jafn- rétti og bræðralag. Hin kúgaða stétt krafðist stéttlauss þjóð- félags. Það er nauðsynlegt að gera sér þetta ljóst — hve stórfeng- legan hlut verkalýðshreyfingin vildi framkvæma — ef taka á afstöðu til verkalýðshreyfing- arinnar á Vesturlöndum nú, með það fyrir augum að at- huga hvað hún vill í dag, hvað hún getur og hvort það hlut- verk, sem hún tókst á hendur, sé framkvæmanlegt af einni stétt. Þvi það er annað að skapa stéttlaust þjóðfélag en að gera sig að nýrri yfirstétt, eins og reyndin hefur orðið fram að þessu. Reynsla árlegra verkfalla, ræðuhalda og skrifa verkalýðs- leiðtoga, daglegur praxís virðist segja okkur, að verka- lýðshreyfing hinna vestrænu iðnaðarlanda sé — þó ekki undantekningarlaust — allt annað en byltingarkennd. Hún vill óbreytt ástand. Þessi full- yrðing væri út af fyrir sig einskis virði, ef reynsla síðasta aldarfjórðungs hefði ekki bent á, að þjóðfélagsbylting verði ekki gerð fyrir tilstilli verka- lýðshreyfingarinnar einnar — enda skilgreina verkalýðsfélög sig ekki sem krossfara þjóðfé- lagslegrar endurnýjunar, held- ur sem hagsmunaleg baráttu- tæki launþega, er vinni á grundvelli ríkjandi laga. Verkalýðsstétt nútímans (stað- bundnar undantekningar eru fyrir hendi) er komin í svipaða aðstöðu og hún var í fyrir 1848: hin þjóðfélagslega draumsýn er horfin. Auðvitað er ekkert við því að segja; við verðum bara að vera heiðarleg og við- urkenna að svo sé. Byltingarfrumkvæðið er ekki lengur hjá verkalýðsstéttinni. Þýzkir stúdentar geta t. d. sagt margt frá viðbrögðum margra verkamanna við róttækum þjóðfélagslegum kröfum þeirra. Voru þau oft heiftúðugri en viðbrögð venjulegs óttaslegins og heimakærs miðstéttarfólks. Hver er orsökin til þessarar pólitísku stöðnunar, sem sum- um virðist svo augljós? Ekki er hægt að skrifa allt á reikning skrifræðisins. Athugum fyrst kenninguna. Er það rétt, að sósíalisminn sé slík andstæða auðvaldsskipulagsins, sem Marx hélt fram? Við lærum, að auðvaldskipulagið hafi þró- azt uppúr lénsskipulaginu, og smámsaman tekið við þeim hlutverkum sem gamla kerfið var ekki fært um að leika. Það tók borgarastéttina 500 ár að ná völdum, og þær byltingar sem hún gerði voru fremur síð- ustu átökin um endanleg póli- tísk völd en barátta um efna- hagslega uppbyggingu og sam- setningu atvinnulífsins. Lífs- skoðun borgarastéttarinnar var orðin ofaná löngu áður en bylt- ingin mikla var gerð. En vissulega geta hlutir þró- azt upp í andstæðu sína. Því verður þó ekki á móti mælt, að margt er líkt með vestrænu neyzluþjóðfélagi og austur- evrópsku framleiðsluþjóðfélagi, og þjóðnýting framleiðslutækja gerir ekki endilega eðlismun á kerfunum. Því er ekki að neita, að sósíalistar hafa um of einblínt á þetta sem nægilegt einkenni á sósíal- isma. Sú efnahagslega nauð- hyggja, byggð á söguskoðun- inni, sem einkennir svo mjög sósíalíska hugsun hygg ég að sé gagnrýnnar athugunar verð. Ég hef að vísu hvergi rekizt á 13

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.