Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 16

Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 16
Verkalýðshreyfingin sem þjóðfélagsafl neina athugun, sem hægt sé að taka alvarlega, er dragi í efa þýðingu framleiðsluháttanna fyrir yfirbyggingu þjóðfélags- ins. En ég held að reynsla allra síðustu ára bendi okkur á, að miklar hræringar geta orðið í þjóðlífinu án þess að beint samband sé milli efnahags- legra breytinga og þessara um- bóta. IV. Hugmyndir verða að þjóðfé- lagsafli eftir að þjóðin er búin að taka þær upp á arma sína, minnir mig að Marx hafi sagt. Nú má fullyrða með sanni, að hugmyndir detti ekki ofan úr skýjunum og að þær hljóti að hafa þjóðfélagslegan grundvöll. Rétt er það, en þær þurfa ekki endilega að hafa beint efna- hagslegt orsakasamband. Þjóð- félagið er meira en einföld undir- og yfirbygging. Það eru þarfirnar sem móta á gagn- kvæman hátt þjóðfélagið og einstaklingana. Ef ég hef vel í mig og á, er þörf mín fyrri menntun sennilega meiri en nýjar buxur; og hafi ég öðlazt menntun, er þörfin fyrir hvers konar frelsi meiri en eitt við- bótar skólaár. Auðvaldsþjóðfé- lagið er búið að taka hið mikil- væga skref úr nauðþurftar- til nægta- og sums staðar til alls- nægtaþjóðfélags. Tæknilega og efnahagslega geta Vesturlönd gert það sem þeim sýnist. í samræmi við þessa breytingu hafa þarfir einstaklinganna breytzt. Þarfir nægtanna eru aðrar en þarfir nauðþurfta. Um leið verður vinnan að framleiðsluþætti, sem of mikið verður af, og beina þarf þörf- um manna æ meir inná tilbún- ar brautir til að kerfið geri hvort tveggja, að tryggja at- vinnurekendum gróða og verkamönnum vinnu. Nægta- þjóðfélagið virðist þvi hafa skapað eitt smáræði, sem báð- um e: sameiginlegt, verka- mönnum og atvinnurekendum — neyzluna. Neyzlan er sam- eiginlegt áhugamál beggja. Að- eins með aukinni neyzlu virð- ast þeir geta tryggt framtíð sína. Jafnvel á landi eins og íslandi, þar sem utanríkisverzl- unin nemur einum þriðja þjóð- artekna, heyrist oft þessi rök- semdafærsla frá verkalýðsleið- togum: Hærri laun þýða meiri eftirspurn (eftir hverju?), sem hefur í för með sér hærri gróða. Aðalvandamál nútíma- auðvaldsþjóðfélags er ekki að tryggja öllum þokkalegt lifs- viðurværi — það er vel fært um það; þess vegna er verkamað- urinn og afkoma hans ekki stærsta vandamál iðnþróaðra landa. Það er hlydýpið á milli möguleika og krafna nútímans annars vegar og karlægrar fé- lagslegrar samsetningar þjóð- félagsins hins vegar: Rotnaðir flokkar, úreltar stofnanir, for- pokuð, uppidöguð hugsun. Fjármunum er fleygt i auglýs- ingar, i byssustingi og jafnvel til tunglsins, meðan stærstur hluti mankyns sveltur. Við er- um að kæfa okkur í ryki og skit vegna hagsmuna fárra for- réttindamanna. Ætla má að þekkingin rísi í ríkara mæli öndverð gegn félagslegu umhverfi sinu heldur en þekkingar- leysið. í tækniþjóðfélagi nú- tímans er þekkingin orðin að mikilvægum framleiðsluþætti. Vinna, tækni og þekking eru að fléttast saman i eitt þjóð- félagslegt afl. Öreigar Marx hafa breytzt, a. m. k. hér á Vesturlöndum. Skilin milli hins faglærða verkamanns, tækni- mannsins og verkfræðingsins verða æ óreglulegri. Nú þarf mun meiri hópvinnu og gagn- kvæma skynjun en áður. Fyrir- skipun vikur fyrir samstarfi. Það eru hinir svokölluðu vits- munalegu verkamenn sem ákveða hvernig hlutirnir verða framkvæmdir. Þeirra er og í ríkum mæli frumkvæðið. Fyrirtækjaeigendur og valds- menn eru orðnir úrelt fyrirbæri og til trafala. Þeir þrengja að og gera að engu þá möguleika sem tæknin og þekkingin veita okkur. Eignarrétturinn hindrar framfarirnar. Ennþá eru hinir vitsmunalegu verkamenn flest- ir á mála hjá valdastéttinni, en ekki er fráleitt að álíta, að þarna sé að finna framverði komandi þjóðfélagsbyltinga. Ekki endilega þá einstaklinga sem þar sitja í dag — enda verður þjóðfélaginu ekki breytt á morgun — heldur verðum við að gera okkur ljóst, að það fólk sem í dag krefst jafnréttis og jafnræðis til náms hlýtur að krefjast þess sama á öllum sviðum þjóðfélagsins á morgun. Er þá allt okkar hjal um verka- manninn sem krossbera fram- tíðarþjóðfélagsins gömul róm- antísk hjátrú? Nei — hann mun að vísu varla taka fyrstu skrefin, en þau síðustu verða ekki stigin án hans — nema við bíðum svo lengi, að allt verði úr sér gengið og kolsýrumökk- ur og atómryk rísandi dags óski kafnandi heimi til ham- ingju með sitt stéttlausa þjóð- félag. Þröstur Ólafsson. Ólafur R. Einarsson: Iðnbyltingin, sem hófst í Englandi um 1750, skóp verka- lýðsstétt nútímans. Samfara iðnþróuninni óx fjöldi stéttar- innar, og verkafólk fluttist saman í þéttbýlið. Þar varð það sér meðvitandi um afl sitt og tók að stofna stéttarfélög. Verkalýðshreyfingin kemur þá fram sem afl í þjóðfélaginu. Hvers vegna hefur verkalýðs- hreyfingin verið þjóðfélagsafl? í iðnaðarríki er verkalýðs- stéttin fjölmennasta stéttin og launþegar mikill meirihluti þjóðarinnar. Er verkalýðurinn stofnaði fyrsta alþjóðasam- band sitt árið 1864, sögðu for- vígismennirnir í ávarpi til verkalýðs heimsins: „einu frumskilyrði sigurs ráða verka- mennirnir yfir: mannfjöldan- um, en fjöldi er því aðeins afl, að hann sé sameinaður í sam- tökum og láti stjórnast af reynslu og þekkingu". Þennan lærdóm hafði verkalýðurinn öðlazt í einnar aldar baráttu fyrir félagsfrelsi, kosningarétti og mannlegri lífsskilyrðum. Vopn verkalýðsins í þessari baráttu var sú aðstaða, að verkafólk skapar með vinnu sinni meginhlutann af verð- mæti þjóðarframleiðslunnar og getur stöðvað þá verðmæta- sköpun, ef fjöldinn er samtaka. f krafti þess að verkalýðurinn er undirstaðan i atvinnulífi iðnaðarþjóðfélaga er hann voldugt þjóðfélagsafl, ef verka- lýðurinn hefur ma^kvissa með- vitund um hlutverk sitt í þjóð- félaginu. Verkalýðsstéttin unir ekki því efnahagslega og félagslega misrétti, sem hún er beitt í þjóðfélaginu, og því er hún framsækin í lífskiarabarátt- unni og kölluð til þess að berj- ast fyrir þeirri róttæku um- bvltingu þjóðfélagsins sem nauðsynleg er. Til að rækja hlutverk sitt og beita áhrifa- mætti sínum var verkalýðs- stéttinni nauðsyn að mynda öflug samtök. Athyglisvert er að kanna skipulagshætti verkalýðsstéttarinnar, er hún kemur fram á þjóðmálavett- vanginn sem þjóðfélagsafl á 19. öld. í fyrsta lagi myndar verkalýðshreyfingin hrein fag- félög — verkalýðsfélög — til að sinna kjarabaráttu stéttar- innar. í öðru lagi myndar hreyfingin stjórnmálafélög til að sjá um hina pólitisku hags- munabaráttu verkalýðsins og mótar sér þá einnig markvissa stjórnmálastefnu, sem Karl Marx setur skýrast fram árið 1848 og síðan hefur mótað stjórnmálabaráttu verkalýðs- hreyfingarinnar á aðra öld. Þriðja samtakaform verkalýðs- hreyfingarinnar var í upphafi stofnun samvinnuhreyfingar- innar undir forustu Roberts Owens, sem hafði það mark- mið að losa verkalýðinn undan kaupmannavaldinu. Þessi sam- takaviðleitni kemur t. d. skýrt fram á bernskuskeiði íslenzku verkalýðshreyfingarinnar, en stofnun pöntunarfélaga var yf- irleitt fyrsta verkefni verka- lýðsfélaga á hverjum stað á tímabilinu 1897—1916. Þegar fjallað er um sögu verkalýðs- hreyfingarinnar, er þvi nauð- svnlegt að einskorða sig ekki við hina faglegu hreyfingu, heldur hafa í huga þessa þrí- skiptingu i skipulagi verkalýðs- hreyfingarinnar. Sem þjóðfé- lagsafl hefur verkalýðshreyf- ingin beitt jafnt faglegum sem pólitískum samtökum til að knýja fram hagsmunamál stéttarinnar. Hér yrði of langt mál að ti- unda þá sigra, sem verkalýðs- h eyfingin erlendis hefur unn- ið í krafti samtakamáttarins. Verkalýðshreyfingin kemur fyrst fram sem sjálfstætt afl í febrúarbyltingunni 1848, og fyrstu tilraunina til að ná rík- isvaldinu úr höndum borgara- stéttarinnar gerir hún í hinni djörfu tilraun til að stofna fyrsta ,,ríki“ verkalýðsins í Parísarkommúnunni árið 1871. Á þeirri öld, sem siðan er liðin, hafa ótaldir sigrar unnizt, og má þá nefna styttingu vinnu- tímans, félagslegar umbætur og þá einkum tryggingalöggjöfina, forystuhlutverk verkalýðsins í baráttunni við kreppu og fas- isma og valdatöku verkalýðsins í samstarfi við bændaalþýðu í löndum er telja þriðjung alls mannkyns. En saga verkalýðshreyfing- arinnar er engin óslitin sigur- ganga. Verkalýðshreyfingin hefur að vísu sannað ótvirætt, 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.