Samvinnan - 01.10.1970, Page 18
Björn Jónsson:
Eru bardagaaðferðir
verkaiýðssamtakanna
úreltar?
áttuna, en þó hefur, þrátt fyrir
mikla stjórnmálalega sundr-
ung, tekizt að knýja fram í
krafti samtakamáttarins laga-
setningu til að auka félagslegt
öryggi verkalýðsins, t. d. með
lögunum um atvinnuleysis-
tryggingar árið 1955. Verka-
lýðshreyfingin hefur unnið
ýmsa sigra í réttindabarátt-
unni, en baráttan um verndun
kaupmáttarins reynzt erfiðari
viðfangs. Athyglisvert er, þegar
litið er á stöðu verkalýðshreyf-
ingarinnar síðasta áratug, að
afskipti ríkisvaldsins af kjara-
málum aukast. Þrívegis eru af-
numin ákvæði um vísitölu-
tryggingu launa, og gerð er til-
raun til að setja lög þar sem
lagt er bann við vinnustöðvun-
um. Það er til marks um þjóð-
félagslegt afl íslenzkrar verka-
lýðshreyfingar, að þrátt fyrir
timabundna ósigra hefur um
síðir tekizt að brjóta þessar
tilraunir valdhafanna á bak
aftur.
Samkvæmt manntali árið
1960 var gróf skipting hinna
virku i atvinnulifinu, þ. e.
68.140 íslendinga, eftirfarandi:
Vinnuveitendur voru taldir
4.190 eða 6,5%, en launþegar
(sem vinna í annarra þjón-
ustu) 52.958 eða 81,9%, þar af
33.642 taldir verkafólk (52%)
og starfsmenn 14.471 (22,4%).
Launþegar eru því mikill meiri-
hluti íslenzku þjóðarinnar, en
þó að þeir með vinnu sinni
skapi meginhlutann af verð-
mæti þjóðarframleiðslunnar,
þá eru áhrif þeirra á þróun
þjóðfélagsins ekki í samræmi
við fjöldann og framleiðsluaf-
köstin. Innan launþegasamtak-
anna er talið að séu um 35.000
manns í Alþýðusambandinu, en
10—15 þúsund í B.S.R.B. En
þrátt fyrir fjölda og skipulögð
fjöldasamtök eru yfirráðin í
efnahagslífinu i höndum fá-
menns hóps, sem ráðstafar að
eigin geðþótta framleiddum
verðmætum.
Þegar litið er á íslenzkt þjóð-
félag síðasta aldarfjórðung, þá
er verðbólgan bölvaldurinn í ís-
lenzku efnahagslífi. Hér að
framan hefur verið bent á afl
verkalýðshreyfingarinnar i is-
lenzku þjóðfélagi. Verðbólgan
er að vissu leyti andheiti við
þjóðfélagsafl verkalýðshreyf-
ingarinnar. Hún er mótleikur
forréttindahópa við styrkleika
verkalýðshreyfingarinnar við
samningaborðið i vinnudeilum
síðustu 25—30 ár. Hún er af-
leiðing stéttaþjóðfélagsins á ís-
landi og hagkvæm valdaaðil-
um til arðráns og eignaskipt-
ingar, en launþegar og fram-
leiðsluatvinnuvegir greiða
kostnaðinn. Ekkert þjóðfélag
þolir verðbólgu eins og hér hef-
ur verið til langframa. Þrátefli
forréttindahópanna við þjóðfé-
lagsstyrk verkalýðshreyfingar-
innar tekur ekki enda í við-
ræðum við tölfróða spekinga
hinnar borgaralegu hagspeki
framboðs og eftirspurnar. Þessi
verðbólguhagspeki verður að
lúta í lægra haldi fyrir styrku
afii verkalýðshreyfingarinnar
og hagfræðikenningum hennar
sem hafa að markmiði félags-
lega og framsýna stjórn á þjóð-
arframleiðslunni.
Ólafur R. Einarsson.
Þegar ritstjóri Samvinnunn-
ar hringdi til mín og æskti
þéss, að ég svaraði þessari
spurningu í stuttu máli i riti
hans og gaf mér mánaðarfrest
til skila á svarinu, fannst mér
verkefnið ekki svo ýkja torvelt,
að til mála kæmi að hafa uppi
nokkrar mótbárur. Nú þegar
skilafresturinn er liðinn og
komið i eindaga með lofaða
grein, finnst mér nær sanni,
að hér sé um efni í heila bók
að ræða, fremur en að unnt sé
að viðhlitandi svari verði
þjappað saman i grein á við
stútungsleiðara i dagblaði, því í
raun snertir spurningin beint
og óbeint alla gerð og efnalega
og félagslega þróun íslenzks
þjóðfélags a. m. k. þrjá til fjóra
síðustu áratugina.
Stutt svar við spurningunni
krefst þess því, að forsendur
svarsins séu einfaldar, e. t. v.
frekar en góðu hófi gegnir. í
fyrsta lagi hlýt ég að gera ráð
fyrir því sem gefnu, að spurn-
ingin sé borin fram með þvi
jákvæða viðhorfi til verkalýðs-
hreyfingarinnar, að þær starfs-
aðferðir hennar, sem beztan og
skjótastan árangur bera til
þess að bæta efnahag skjól-
stæðinga hennar, auka menn-
ingu hennar og félagsleg rétt-
indi, séu af hinu góða og hljóti
að mælast á þá vog eina, hvort
þær séu til þess fallnar að
þjóna þvi höfuðmarkmiði bet-
ur en aðrar, en ekki af því
hugarfari, sem örugglega ræð-
ur miklu um þann óstöðvandi
flaum áróðurs, sem einkennir
málflutning margra helztu for-
ingja atvinnurekenda og helzta
stjórnmálaflokks þeirra og
sprottið er af þeirri óskhyggju
að miða kaup, kjör og þjóð-
félagsréttindi við „þægilegt"
lágmark lífskjara almennings
og fróðafrið nægjusamrar
vinnustéttar, sem naumast
hyggur á nokkra umtalsverða
landvinninga á sviðum efna-
legra eða félagslegra umbóta.
í annan stað verður svo að
hafa í huga, hvort eða að hve
miklu leyti ytri og innri að-
stæður í þjóðfélaginu veita
verkalýðshreyfingunni aðra og
betri valkosti um baráttuað-
ferðir en þær, sem hún hefur
beitt um langan aldur.
í þriðja lagi verður svo
naumast framhjá þeim stað-
reyndum gengið, að þjóðfélag
okkar sem annarra vestrænna
þjóða lifir tíma ótrúlega örra
breytinga, sem hljóta að leiða
til endurmats á flestum, ef ekki
öllum sviðum mannlegra sam-
skipta, og þessar breytingar
hafa gerzt og gerast gjarna
með meiri sviptingum og hraða
en svo, að hin mannlegu við-
horf gagnvart umhverfinu séu
líkleg til að breytast í takt við
öll þau vélrænu og hröðu um-
skipti. Sú eðlilega og á margan
hátt æskilega tregða gegn því
að verða að litlu ósjálfráðu
hjóli í gróttakvörn nútíma-
efnahagskerfa kemur hér
vissulega við sögu. Þessi tregða
eða „ihaldssemi“ er trúlega eðl-
islægari okkur íslendingum en
flestum öðrum og mótar við-
horf okkar örugglega í ríkum
mæli. Þegar við reynum svo að
einskorða okkur við samskipti
íslenzkrar verkalýðshreyfingar
og ungrar og að flestu van-
þroska atvinnurekendastéttar,
sem þó vill gjarna gleypa um-
hugsunarlitið mörg og misjöfn
erlend viðhorf, verður sjálfsagt
heldur ekki sniðgengin sú aug-
ljósa staðreynd, að forustulið
verkalýðshreyfingarinnar í dag
er mótað á tímum heimskrepp-
unnar og ber þess augljós
merki í hugarfari og athöfnum.
Að þessum línum skrifuðum
má trúlega ráða, að ég er þeg-
ar fallinn í sömu gröf og for-
maður Framsóknarflokksins,
þá að svar mitt við hinni beinu
ofanrituðu spurningu getur
hvorki orðið já, já eða nei, nei.
Að því leyti sem spurningin
varðar það, hvort verkföll séu
bæði úrelt og forkastanleg, er
svar mitt hiklaust neitandi, og
gildir þar hið sama hvort sem
átt er við lögþvingað afnám
þeirra eða verulega skerðingu.
Verkfallsréttur er réttur
verkamanna í öllum greinum
atvinnulífsins til þess að hafa
í frammi skipulögð samtök um
það, hvort eða öllu heldur hve-
16