Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 23
1 kröfugöngu verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1. maí í vor heimtuSu íslenzkar konur almenn mannréttindi og leiSréttingu á kjörum sínum. manna, getur auðvitað aldrei orðið annað en mismunandi ófullkomnir áfangar, fyrr en tryggð er sú sjálfstjórn fram- leiðanda sem felst i hugsjón sósíalismans. Það þjóðfélag er sem kunnugt er ekki enn til nema sem hugsjón, þótt lagt hafi verið á þá braut í ýmsum löndum og ýmis skilyrði þess séu þekkt og viðuvkennd (borg- arastétt svipt pólitískum völd- um, samfélagseign framleiðslu- tækja, áætlunarbúskapur). Ekki allir sammála Sjálfsagt er það sem hér hefur verið sagt ekki allra skilningur á hugtakinu at- vinnulýðræði. í þeim takmörk- uðu umræðum, sem hér hafa átt sér stað um þennan þátt í baráttu sósíalískrar hreyfing- ar, hefur eðlilega gætt mis- munandi viðhorfa. Meðal ýmsra skoðanahópa, sem látið hafa málið til sín taka, hafa heyrzt raddir, sem telja það vafasama verkalýðsbaráttu að leitazt sé við að auka áhrif launþega á vinnustöðum á meðan auðvaldsþjóðfélagið er við lýði. Slík afskipti af rekstri og málefnum fyrirtækja slævi stéttarvitund þeirra og séu andstæð byltingarhugmynd marxismans og hugmyndum hans um „sjálfstjórn fram- leiðanda" á atvinnutækjun- um.3) Ég get vel skilið þessa af- stöðu af því að hún einfaldlega byggist á allt annarri forsendu og allt öðrum skilningi á hug- takinu atvinnulýðræði en þeirri sem ég hef reynt að gera grein fyrir hér að framan — sem sé þeirri að atvinnulýðræði sé fastmótað kerfi sem laun- þegar verði annað hvort að ját- ast skilyrðislaust eða hafna með öllu, og með þessu „kerfi“ eigi að sætta verkafólk við var- anleg yfirráð eignastéttanna yfir atvinnutækjunum. Með fullyrðingum af þessu tagi er reynt að telja mönnum trú um, að þær ráðgefandi samstarfs- nefndir launþega og vinnu- veitenda, sem þekktar eru í Skandinavíu, Þýzkalandi og víðar, séu í öllum tilvikum lokatakmark þeirra, sem taka sér hugtakið atvinnulýðræði i munn: Samstarfsnefnd er at- vinnulýðræði, og öfugt. Ég þykist þess fullviss, að stór hluti atvinnurekenda í landinu mundi fagna því mjög, ef þessi túlkun á hugtakinu at- vinnulýðræði yrði ráðandi í vitund alls launafólks, ef unnt væri að fá menn ofan af þeirri firru að tvinna saman atvinnu- lýðræði og félagshyggju — só- síalisma. Frá Noregi til íslands Það er þegar ljóst, að ýmsir atvinnurekendur hér og ein- stök verkalýðsfélög hafa hug á að koma á fót ráðgefandi sam- starfsnefndum í stærri fyrir- tækjum, og a. m. k. ein slík nefnd hefur þegar verið sett á laggirnar „til þess að koma á og viðhalda góðum vinnuskil- yrðum og vinnufriði . . . .“ (eins og segir í reglugerð sam- starfsnefndarsamnings, sem Sjómannafélag Reykjavíkur og Eimskipafélag íslands hafa ný- lega gert með sér.) Fyrirmynd- in er sótt til nágrannalanda okkar þar sem slíkar nefndir hafa, samkvæmt samningum milli verkalýðssamtaka og at- vinnurekenda, starfað i meira en tvo áratugi, auðvitað við allt aðrar aðstæður og ekki sizt aðra stjórnmálaþróun en þá sem hér hefur átt sér stað. í Noregi (svo dæmi sé tekið) urðu samstarfs- eða fram- leiðslunefndirnar til vegna þrýstings verkalýðshreyfingar- innar og viðurkenningar at- vinnurekenda á nauðsyn fé- lagslegs átaks til að efla at- vinnulíf landsins eftir hörm- ungar hernámsáranna og styrjaldarinnar. í landinu var verkamannastjórn, og Verka- mannaflokkurinn hafði unnið mikinn kosningasigur árið 1945, sama árið og Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið undirrituðu samninginn um framleiðslunefndirnar. Pólitísk og fagleg samtök (Verka- mannaflokkur og Alþýðusam- band) voru ein skipulagsleg heild, og ríklsstjórnin gat með ýmsum ráðstöfunum (skatta- löggjöf, verðlagsákvæði) haft áhrif á tekjuskiptinguna.4) Kyrrstaða eða þróun Auðvitað beinist áhugi at- vinnurekenda hér sem annars- staðar að því fyrst og fremst að bæta með þessu móti nýt- ingu vinnuaflsins og um leið fjármagnsins (sem flestir eiga raunar næsta lítið í) og auka þannig gróða sinn af hvoru- tveggja. Enginn mun neita því, að „friðsamleg sambúð“ starfs- fólks og stjórnenda á vinnu- stað, það að hinir fyrrnefndu hafi á tilfinningunni að hlust- að sé á tillögur þeirra um ýmis- legt sem betur má fara, t. a. m. í sambandi við öryggismál og aðbúnað á vinnustaðnum, geti leitt til aukinna afkasta og skárra ,,andrúmslofts“. Fyrir því er aftur á móti engin trygg- ing, að slíkt samstarf leiði til bættra kjara starfsfólks í hlut- falli við aukin afköst og aukna framleiðni fyrirtækjanna, af því einfaldlega að það er fyrir utan verksvið samstarfsnefnda af þessu tagi að fjalla um svo „viðkvæm" mál. Þeim er hvorki ætlað að hafa ráðgefandi né ákvarðandi vald um, hvernig ráðstafa skuli arðinum af vinnu verkafólksins. — Það, að starfsfólk fyrirtækja fái mál- frelsi (í áheyrn eigenda) og til- lögurétt um ýmis smærri mál, sem óháð eru fjármálahlið rekstrarins, má gjarnan kalla fyrsta hænufetið í átt til þess atvinnulýðræðis, sem hér er verið að tala um, en þó því aS~ eins að ætlunin sé að halda förinni áfram, að þeir, sem semja um þessi sjálfsögðu mannréttindi, líti á þá samn- inga sem upphaf annarra og veigameiri áfanga í lýðræðis- átt. Jafnvel þó það kunni að vera áform verkalýðsfélaga, þá er ekki eins víst að atvinnurek- endur séu á sömu skoðun. Það hefur einmitt komið skýrt fram i umræðum um samstarfs- nefndir hér,5) að atvinnurek- endasamtökin í landinu hugsa sér þessar nefndir ekki sem upphaf neinnar þróunar, held- ur einmitt sem eins konar kall- kerfi milli verkafólks og stjórn- enda í fyrirtækjum, þar sem einhliða ákvörðunarréttur (að ekki sé minnzt á umráðarétt) hinna síðarnefndu í öllum málum sé óumdeilanlegur. Brýnar spurningar Það fer varla milli mála, að það atvinnulýðræði, sem „hentar“ atvinnurekendum, þeim sem líta á vinnuaflið eins og hverja aðra vöru, samrýmist ekki því lýðræði sem er verka- fólki efnahagsleg, félagsleg og menningarleg nauðsyn. ■— Frá sjónarhóli launþega hlýtur það líka að vera fjarstæða (eins og hér hefur áður verið minnzt á) að ræða um atvinnulýðræði, án þess að reynt sé að tengja slika umræðu við aðra veigamikla þætti, sem ákvarða kjör þeirra og lífsafkomu. Sú mynd, sem nú blasir við í efnahagslífi landsins, og sú spurning á hvern hátt launafólk geti með tilstyrk samtaka sinna haft áhrif á þá uggvænlegu þróun, eru atriði, sem hér varða miklu: Hvers virði er launþegum málfrelsi á vinnustað, sem eig- endum þóknast aðeins að starfrækja þegar þeim hentar? (Nýlegt dæmi: Yfirvofandi stöðvun Siglóverksmiðjunnar þar sem atvinnuleysi yrði hlut- skipti rúmlega 100 manns). Hvers virði er launþegum samningsréttur við atvinnurek- endur um kaup og kjör, þegar hin sjálfvirka svikamylla at- vinnurekenda og ríkisvalds (gengislækkanir, verðhækkan- ir, atvinnuleysi) kvarnar jafn- óðum niður ávinningana af kjarabaráttu þeirra? Geta launþegar látið sér nægja að semja um mála- myndatilslakanir i atvinnulýð- ræðisátt sem milligjöf, þegar verið er að færa valdið yfir at- vinnutækjunum á erlendar hendur — þegar verið er að opna landið og auðlindir þess fyrir ágangi erlendra auðfélaga og hengja það aftan i markaðs- og efnahagsbandalög Vestur- Evrópu — þegar valdamenn þjóðarinnar eru, í nánu sam- starfi við erlenda aðila, en án raunverulegrar vitundar þjóð- arinnar, að leggja grundvöll að þvi framtíðarþjóðfélagi, sem landsmenn eiga að búa við næstu áratugina? í þeim við- ræðum, „samstarfsnefndum“ innlendra og erlendra aðilja, eru efnahagsmál landsins rædd af miklu meiri hreinskilni og einurð en tíðkast í áheyrn landsmanna sjálfra. Þar þekkj- ast engin „viðkvæm" mál. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.