Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.10.1970, Qupperneq 24
Að mæla fossa Það sem þjóðin fær að vita í þessum efnum er, að hér hafi verið á ferð sérfræðingar „að mæla fossana“ (Atómstöðin). Almenningur les og hlýðir með andakt á frásagnir fjölmiðla af mönnum, sem hér eru að kanna möguleika á vinnslu jarð- og sjóefna, mönnum sem eru að kynna sér „aðlögunar- vandamál iðnaðarins" — og meira að segja skattamálin. Og formaður Rannsóknaráðs rík- isins skýrði frá því í fréttaauka nýlega, að hér stæðu yfir djúp- boranir, og lagði á það sérstaka áherzlu, hve „mikill áhugi er í Bandaríkjunum fyrir þeim at- hugunum". Öllum sem hlýddu mátti vera ljóst, að við áhuga Bandaríkjamanna voru bundn- ar vonirnar um nytsemi þess- ara framkvæmda. — Viðhorf af þessu tagi eru ekkert eins- dæmi, þvert á móti einkenna þau mjög samskipti íslenzkra ráðamanna við erlenda aðilja. Sjálfsagt dettur engum í hug að amast við samvinnu vís- indamanna okkar við erlenda starfsbræður sína um rann- sóknir og leiðir til að hagnýta auðæfi landsins, en reynslan hefur þegar sannað áþreifan- lega að tilgangurinn er langt- um víðtækari. Álver og kísil- gúrverksmiðj a eru ekki dæmi um eðlilega samvinnu á sviði vísinda, heldur dæmi um fyrstu skref í þeirri „iðnvæðingu", sem veita á útlendingum lykil- aðstöðu til nýtingar orku og náttúruauðæfa landsins. Að gleyma aðalatriðum Hvar er hlutur verkalýðs i þvi valdi yfir efnahagslífinu, sem á þennan hátt er verið að flytja útúr landinu? Eru þessi örlagaríku efnahagsmál rædd í hinni faglegu hreyfingu, og setja þau svip á kjarabaráttu hennar — eða eru þau óvið- komandi þeim meirihluta þjóð- arinnar (félagsmenn stéttarfé- laga ásamt fjölskyldum) sem raunverulega er skipulags- bundinn i Alþýðusambandi ís- lands, landssamböndum og ein- stökum stéttarfélögum? — Eru verkalýðssamtökin svo upptek- in við að semja um kauphækk- anir (sem jafnharðan eru af mönnum teknar), starfsmat (hvernig skipa á mönnum í launaflokka), lífeyrissjóði, ákvæðisvinnu, vinnufatnað og ferðapeninga, að það gleymist alveg að huga að sjálfum grundvellinum: hvers konar atvinnulíf og atvinnutæki muni á komandi árum tryggja, að öll hin atriðin (sbr. upptaln- ingu) hafi eitthvert varanlegt gildi fyrir launafólk? Verða það atvinnutæki, sem starf- rækt eru í samræmi við þarfir þess og undir virku eftirliti eða stjórn almennings — eða verð- ur meginuppistaða þeirra eit- urspúandi og landeyðandi maskínerí í eigu og umsjá er- lendra manna og lítilþægra ís- lenzkra Umba þeirra? Er verkalýðshreyfing aðeins raddir fólksins: Hvað kemur mér þessi pólitík við meðan maður fær sitt kaup og tvo tíma i eftirvinnu svona nokk- urnveginn refjalaust; höfum við ekki ríkisstjórn og sérfræð- inga til að redda þessum mál- um? Náttúrlega setur fólk, sem þannig talar, traust sitt á verkalýðshreyfinguna þegar kaupið lækkar, og það skipar sér við hlið félaga sinna í verk- föllum, en (undarlegt) svo fel- ur það kannski íhaldinu forsjá mála í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna (og svona í kyrrþey í verkalýðsfélaginu, ef það býður fram). — Þetta er tragedía verkalýðsbaráttunnar og um leið stjórnmálabaráttu vinstri manna á íslandi. — Sú saga verður ekki rakin hér. Auðvitað breytist ekkert meðan faglega hreyfingin litur á það sem hálfgert „tabú“ að ræða og taka afstöðu til þeirra stjórnmála, sem ráða úrslitum um kjör verkafólks, og meðan hún lítur ekki á það sem eitt meginverkefni sitt að upplýsa (eftir ýmsum leiðum) félags- menn sína um gangverk þessa samfélags, sem þeir hrærast í. En meðan þetta andvaraleysi ríkir hjá stórum hluta launa- fólks í landinu og samtökum þess, mun ekki bara halda áfram hringrásin: kauplækkun — kjaradeila — kauphækkun — (kosningar) — gengislækk- un — kauplækkun.............. heldur mun stöðugt versna víg- staða verkalýðshreyfingarinn- ar til að taka stjórn efnahags- lífsins í sínar hendur, og völdin yfir þvi munu halda áfram að flytjast úr landi. Er nokkur von? Er þá tómt svartnætti fram- undan? Ég held ekki, ef menn bara hrista af sér slenið, hætta að láta stjórnast, en taka að stjórna hugsun sinni og gerð- um sjálfir. Skynsamleg nýting lands- gæðanna, tilkoma nýrra iðn- greina og efling þeirra, sem fyrir eru í landinu, eru brýn- ustu viðfangsefni landsmanna á næstu árum. En menn greinir á um, hvernig að þessum mál- um skuli staðið. Iðnvæðing og aukin fram- leiðsla getur aldrei verið neitt takmark í sjálfu sér, en slík eru einmitt að verða einkenni hinna „kaupvæddu" iðnaðar- landa Vestur-Evrópu, sem við nú erum að tengjast markaðs- böndum. Um þau kemst norski prófessorinn Ragnar Frisch svo að orði: °) „Það blasir æ betur við, að hin aukna framleiðslugeta þessara landa þjónar ekki framar raunverulegum, heil- brigðum þörfum fólks. Til þess að geta selt neyzluvöru með hagnaði á frjálsum markaði, er nauðsynlegt að búa stöðugt til nýjar þarfir, sem troðið er upp á neytendur með alls konar misjafnlega fáguðum sölu- mannsklækjum, með því að hvetja fólk til að kaupa út á krít og með því að notfæra sér á samvizkulausan hátt hræðslu hins óbreytta borgara við að láta koma fram, að hann hafi ekki efni á því, sem hinir hafa efni á. Útrýming heilsuspillandi ibúða, bætt heilsuvernd, al- þýðufræðsla og kennslumál, list handa alþýðu manna, hærri ellilaun og aðrar trygg- ingar, allt eru þetta þarfir, sem sannarlega þarf ekki að búa til, en ekki verður fullnægt af öðr- um en hinu opinbera. Og enn mætti lengi telja mikilvæg verkefni. Þarfirnar eru til, en þær eru látnar sitja á hakan- um og fylgja hægt á eftir hin- um almennu framförum. Ástæðan er sú, að það borgar sig ekki að fullnægja þessum þörfum. Það er ekki hægt að græða á þeim. í hinu frjálsa hagkerfi borgar sig betur að nota framleiðslugetu þjóðar- innar til að búa til og síðan fullnægja kaupvæddum þörf- um, sem verða æ brjálæðis- kenndari.......... Efnahagsbandalagið hlýtur að leiða Vesturlönd enn lengra á þessari ógæfuferð, þar sem peningasjónarmið og sam- keppnishugsun er hreykt yfir allt annað.“ Iðnvæðing og iðnaður, sem hefur slík markmið að leiðar- ljósi, á ekkert skylt við þá knýjandi nauðsyn að búa landsmönnum betri lífsskilyrði. Slík iðnvæðing, sem í ofanálag væri að verulegu eða öllu leyti á höndum erlendra auðhringa, hefur þann megintilgang að nýta gæði landsins og vinnuafl þess og flytja gróðann úr landi. Þar mun fara saman rányrkja og arðrán. Sú atvinnuuppbygging, sem hér þarf að eiga sér stað í iðn- aði, sjávarútvegi og landbún- aði, verður að gerast með fé- lagslegu átaki landsmanna sjálfra undir forystu hins opin- bera (ríki, sveitarfélög) og í nánu samstarfi við alþýðusam- tökin í landinu. Tveir kostir Um þátt verkalýðshreyfing- arinnar i þessari atvinnuupp- byggingu gætu átt við orð belg- íska sósíalistans Ernests Mand- els: 7) „Verkalýðshreyfingin á 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.