Samvinnan - 01.10.1970, Síða 34

Samvinnan - 01.10.1970, Síða 34
Fulltrúar verkalýðsfélaganna (t. v.) og atvinnurelcenda við samningaborðið í kaupgjaldsdeilu jyrir nokkrum árum. samvinnuhreyfingar verða að hafa eðlileg rekstursskilyrði og halda sínum hiut í samkeppni við annan atvinnurekstur í landinu. Það er ekki að jafnaði hægt að iþyngja samvinnufé- lögunum með rneiri tiikostnaði en einkareksturinn ber. Vinnu- deilur og kjaraágieiningur á vinnumarkaðinum mega þvi ekki verða til þess, að félags- menn í verkalýðshreyfingunni slaki á stuðningi sínum við samvinnufélögin á viðskipta- sviðinu. Verkalýðshreyfingin á hins vegar þá kiöfu á hendur sam- vinnuhreyfingunni, að hún reynist stuðningi félaganna í verkalýðshreyfingunni vaxin, að samvinnufélögin verði í far- arbroddi til hagkvæmari vexZl- unarkjara, og að samvinnufé- lögin reynist heiðarlegir vinnu- veitendur og til fyrirmyndar um heilbrigðan atvinnurekstur. í nágrannalöndum okkar á samstarf samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfingar sér víða langa sögu, og i sérstökum málefnasamningum þeirra á milli eru lagðar leikreglur um samskiptin. í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð er gert ráð fyrir því í heildarsamningum milli samvinnuhreyfingar og verka- lýðshreyfingar, að samvinnu- félögin greiði sömu laun og greidd eru i einkarekstrinum. í Svíþjóð er t. d. af verkalýðs- samtökunum litið á samvinnu- reksturinn svipuðum augum og opinberan rekstur. Síðan 1947 hafa verið ákvæði i samning- um milli heildarsamtakanna um það, eftir hvaða meginregl- um skuli ákveða launin á vinnumaikaði samvinnuhreyf- ingarinnar, þ. e.: 1. Fyriitækjum samvinnufé- laga skal ekki skylt að greiða hærri laun eða bera að öðru leyti hærri kostnað vegna starfsfólks en einka- fyrirtæki i sömu starfsgrein. 2. Þar eð gera verður ráð fyrir að samvinnufyrirtæki séu rekin með ekki rýrari ár- angri en önnur fyrirtæki, má það aldrei ske að þau greiði lægri laun eða veiti starfsfólki sínu lélegri kjör en önnur vel rekin fyrirtæki i sömu starfsgrein. 3. Samvinnufélögum ber í samræmi við það að þau eru fyrirmyndaratvinnurekend- ur — berandi samkvæmt 1. og 2. grein álíka mikinn rekstrarkostnað og einka- reksturinn — að leitast við í samráði við stéttasamtök- in að gera ráðstafanir til að tryggja starfsfólki öryggi i starfi og jafnframt góð vinnuskilyrði. Þótt þær reglur, sem gilda í nágrannalöndum okkar, geti ef til vill ekki i öllu átt við óbreyttar miðað við þær að- stæður og þá uppbyggingu sem ríkir i hérlendum samvinnu- rekstri, þá hygg ég að margt megi læra af þeim gagnkvæma skilningi og trausti, sem virðist ríkja milli hinna skyldu hreyf- inga samvinnumanna og verkafólks hjá nágrönnum okkar. Hér á landi hafa samskipti samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar verið ýmsum vandkvæðum bundin. Er fyrstu kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar í kjaradeilun- um koma fram, er oft ætlazt til þess að samvinnufélögin gangi að þeim þegar i stað og helzt óbreyttum. Samvinnuhreyfingin hefur hins vegar þurft að gæta rekstrarlegra sjónarmiða og talið að ekki verði hægt að gera ráð fyrir því að jafnaði, að samvinnufélögin greiði hærri laun, beri hærri tilkostnað en annar atvinnurekstur. Meðal annars af þeim ástæð- um hefur samvinnuhreyfingin mætt kröfum og verkfallsað- gerðurn verkalýðshreyfingar- innar með þvi að taka sæti við hlið annarra vinnuveitenda í kaupgj aldsdeilunum. Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir, hvað það er ná- kvæmlega, sem veldur því að hérlendis hefur ekki náðst það samstarf og gagnkvæmt traust milli samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfingar sem rikir í nágrannalöndunum. Vil ég nefna þrjár orsakir, sem ég tel að ráði hér nokkru um. 1. Málefni samvinnuhreyfing- ar og verkalýðshreyfingar hafa með þeim hætti bland- azt inn i átökin á hinum pólitíska vettvangi, að spurningin stendur ekki einungis um það hvort sam- starf sé mögulegt milli sam- vinnuhreyfingar og verka- lýðshreyfingar, heldur einn- ig um það hvort hið póli- tiska samstarf sé mögulegt. 2. Verkalýðssamtökin hér á landi eru sundurleit. Það er raunar enginn aðili, sem getur komið fram fyrir hönd verkalýðshreyfingar- innar i heild og gert sam- komulag við samvinnu- hreyfinguna svipað þvi og gert er á öðrum Norður- löndum. Miðstjórn Alþýðusam- bands íslands getur ekki gert bindandi samkomulag fyrir aðildarfélög sín. Ailt vald er í höndum hinna ein- stöku stéttarfélaga, sem eru á annað hundrað talsins í landinu. Hlýtur þvi að vera erfitt um vik að móta sam- ræmda heildarstefnu um samskipti verkalýðshreyf- ingarinnar og samvinnu- hreyfingarinnar. 3. Almenn félagsleg deyfð, bæði innan samvinnuhreyf- ingar og verkalýðshreyfing- ar, veldur þvi að erfitt er að fá hina einstöku félags- menn til þess að taka þann þátt i samstarfi, sem nauð- synlegur er til þess að sam- skipti hreyfinganna beri ár- angur. Að minu viti má í þessu efni báðum um kenna, þ. e. hinum einstaka félags- manni og samtökunum sjálfum, sem ef til vill gera ekki nægilega mikið til þess að upplýsa hinn almenna félagsmann og glæða áhuga hans til þess að taka á ábyrgan hátt þátt i starf- semi samtakanna. Að lokum Á því er enginn vafi að sam- vinnuhreyfingin og verkalýðs- hreyfingin búa yfir miklum samtakamætti. Þessum kröft- um er hægt að beita til hags- bóta fyrir allan almenning í landinu og þjóðfélagið i heild. Samstarf samvinnuhreyfing- ar og verkalýðshreyfingar fyrir betri kjörum almennings verð- ur hins vegar að vera rekið á hlutlægum grundvelli og með það í huga, að íslenzku at- vinnulífi, vexti og viðgangi is- lenzks atvinnurekstrar sé ekki í hættu stefnt, heldur þróist við eðlileg skilyrði. Það er því von min, að sam- skipti samvinnuhreyfingarinn- ar og verkalýðshreyfingarinnar og raunar allra aðila á hinum íslenzka vinnumarkaði mótist í æ ríkara mæli af faglegum og málefnalegum vinnubrögðum með bættan þjóðarhag að fyrsta og síðasta markmiði. Júlíus Valdimarsson. 32

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.