Samvinnan - 01.10.1970, Síða 35

Samvinnan - 01.10.1970, Síða 35
Guðmundur Sæmundsson: Heimta námsmenn fé úr vasa verka- mannsins? Upphaf baráttu námsmanna Fyrir fáum árum hófu ís- lenzkir námsmenn að gera kröfur til íslenzkra stjórnvalda um bætta efnhagslega aðstöðu til náms. Kröfugerðir þessar beindust i upphafi einkum að því að gera íslenzkum stúdent- um erlendis kleift að rækja nám sitt, þrátt fyrir ýmsar hindranir, sem á þeirra vegi urðu, s. s. verðbólguna hér og gengisfellingar. Þessar kröfu- gerðir voru í formi bænaskráa og kurteislegra bréfa lengi framan af. Þeim var þó litt sinnt. Áhugaleysi ráðamanna var ótvírætt og sinnuleysið af- skaplegt. Samt voru þetta smá- vægilegar og réttlátar fjár- beiðnir, rétt eins og þegar verkamaðurinn biður um ör- litlu meiri peninga í ár en í fyrra vegna dýrtíðar og verð- bólgu. Stúdentar voru þó ekki með neinn ofstopa eða æsing. Þeir voru þolinmóðir, kannski alltof hægfara, og báru virð- ingu fyrir æðstu valdhöfum þjóðarinnar. Þeir vildu reyna að skilja aðstöðu þeirra. „Af litlum efnum er litlu hægt að skipta.“ En þegar hin jákvæðu svör og margföldu loforð voru orðin — ekki aðeins jafnmörg gengisfellingum og vísitölu- hækkunum — heldur óteljandi mörg, þá fóru þeir að ókyrrast. Ekki svo að skilja, að þeirn dytti í hug að fara að berja bumbur eða hertaka hús. Þeir fóru aðeins að velta fyrir sér, hver væri ástæða þessa sinnu- leysis. Voru hinir háttsettu menn svo illgjarnir, að þeir óskuðu eftir því, að námsfólki fækkaði og það yrði að gefa allar fyrirætlanir á bátinn? — Eða skildu þeir hreinlega ekki þá nauðsyn sem að baki ósk- anna lá? Þessar spurningar, og aðrar álíka, voru ekki óeðlilegar, og þær voru ekki bornar fram undir áhrifum erlendra rita, s. s. eftir Marcuse (sbr. orð Gylfa Þ. Gislasonar), heldur voru þær beinlínis orsakaðar og grundvallaðar af framúr- skarandi ihaldssömum stjórn- völdum. Þær voru tilreiddar námsmönnum af ráðherra menntamála í stað matar. Þær voru svarið, sem námsmenn fengu. Ákveðnar kröfur settar fram Þrátt fyrir ákveðinn grun um óheilindi stjórnvalda í sinn garð, ákváðu námsmenn að reyna enn, og nú skyldu settar fram ákveðnar kröfur, sem tunguliprir ráðherrar gætu ekki þvælt og vafið um fingur sér. Nú var beðið um ákveðin svör. Ekki „vér munum reyna allt, sem í vo u valdi stendur til að bæta hag íslenzkra námsmanna", heldur annað hvort „já“ eða „nei“. Þessar kröfur voru settar fram s. 1. haust. Nú brá svo við, að stjórnvöld gerðust þegjanda- leg. Heilan vetur reyndu þau að klambra saman loðnu svari, en tókst ekki. Reyndar voru gerð ýmis tilhlaup i þessa átt, en námsmenn hreinlega hlustuðu ekki á þessar undanfærslur — og vildu ekki hlusta. Þegar saltið hafði leikið um þessar kröfur í nokkra mánuði, þurftu námsmennirnir ekki lengur vitnanna við. Það var augljóst, að hér var að verki alg.ört viljaleysi. Þess vegna sáu þeir fram á það, að þeir vrðu að leita sér stuðnings al- mennings. Þeir yrðu að vekja athygli á því ófremdarástandi, sem í þessum málurn rikti. Og þeir urðu svo djarfir að setja þetta ástand i rökrétt sam- hengi við islenzkt þjóðfélag. Allir þekkja það, sem gerðist í vor við íslenzku sendiráðin er- lendis, í íslenzka menntamála- ráðuneytinu og i blöðunum. Þá atburði þarf ekki að rekja. Grundvallarkrafan Hverjar eru þá kröfur náms- manna? Þessari spurningu má svara tviþætt. Annars vegar eru fastákveðnar kröfur, sem settar voiu fram s. 1. haust, hins vegar sú grundvallarkrafa, sem að baki öllum öðrum kröf- um býr. Um hina fyrrnefndu sé ég ekki ástæðu til að fjalla rér. Það hefur verið gert í hinum fjölmörgu greinargerðum, sem birtar hafa verið frá ýmsum hópum íslenzkra námsmanna erlendis. K.afan, sem allar þessar byggja á, er i stuttu máli kraf- an um jafnrétti. Námsmenn álíta það algjöra réttlætis- kröfu, að mönnurn sé ekki mis- munað til náms af fjárhagsleg- um orsökum. Þeir líta á það sem skyldu þjóðfélagsins að sjá þegnum sínum fyrir þeirri menntun, er þeir óska að afla sér. Það eigi ekki að ráðast af efnahag foreldra og ættingja, hverjir geti aflað sér þeirrar menntunar er hugur þeirra stendur til. Þetta er algjör grundvallarkrafa, sem ætið verður að hafa i huga, þegar fjárhagsmál námsmanna eru rædd. Og hvernig skyldi islenzkt þjóðfélag svara þessari kröfu? Námslán Jú, vissulega fá námsmenn örlitla aðstoð; þeir eiga að- gang að hagkvæmustu lánum þjóðarinnar, þeirra sem veitt exU til einstaklinga. En þessi lán leysa engan vanda. Náms- maður, sem hefur Iitla mögu- leika til náms að loknu stúd- entsprófi, hefur aðeins meiri möguieika til þess, ef honum veitist lán, en hann hefur alls enga vissu. Undanfarin ár hafa lánareglur Lánasjóðs íslenzkra námsmanna verið þannig úr garði gerðar, að þær hafa að- eins getað HJÁLPAÐ, en ekki BJARGAÐ. í sumar var vissu- lega úr þessu bætt að nokkrum hluta — og það ber að þakka og vona, að haldið verði áfram á sömu braut næstu árin, þar til takmarkinu er náð. Það er fullsannað og fullvitað, að þær lagfæringar, sem urðu í sumar, komu einungis til vegna að- gerða námsmanna i vor — og það er jafnvíst, að islenzkir námsmenn munu halda áfram á sömu braut i baráttu sinni. Þörf menntunar Þörfin á menntun er oft tal- in tvíþætt. Annars vegar þörf einstaklingsins og hins vegar þörf þjóðfélagsins. í rauninni er þessi skipting bæði óeðlileg og röng. Einstaklingurinn er sá grunnur, sem allt þjóðfélagið byggir á. Hann er forsenda þess og orsök þess, að það er til. Þess vegna er það frumfor- senda þjóðfélagslegrar full- nægju og velgengni, að ein- staklingarnir séu ánægðir. Maður utan skipulegs samfé- lags skapar sér þá ánægju, sem honum er möguleiki á, með samneyti við sjálfan sig, að- standendur og náttúruna. En af einhverjum orsökum hefur hinn vitiborni maður heldur kosið að leita samneytis við aðra sömu tegundar, og meira að segja hefur hann kosið að setja yfir sig fasta skipan —

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.